Vikan


Vikan - 20.06.1995, Page 50

Vikan - 20.06.1995, Page 50
TRÚMÁL „Það er eitthvað svo sérstakt við hattana, þeir skapa svo mikil tengsl milli fólks," segir Ingunn Hagen. mjög skemmtilegt samstarf. Svo hef ég gert útvarps- þætti fyrir norska útvarpið þar sem ég segi frá íslandi og tengi það heimspeki og trú og hefur Ríkisútvarpið verið mér hjálplegt [ þessu sambandi. Þegar ungi Norðmaðurinn fórst í snjóflóðinu í Bláfjöllum hélt ég minningarguðsþjón- ustu fyrir fjölskyldu hans sem kom til landsins vegna þessa sorglega atburðar. Jarðarfarir minna mig á það að við eigum öll okkar sorgir í lífinu. Margir þora ekki að horfast í augu við sorgina í lífi sínu. Hún getur verið vinátta sem brast, áform sem ekki gengu upp eða hjónaband sem endaði með skilnaði - allt saman vonbrigði. Sorgarferli er meira en að syrgja látna manneskju og oft verður presturinn að segja aftur og aftur við aðstaðendur að þeir megi syrgja en þetta er oft svo erfitt vegna þess að fólk er ekki vant því að mæta sorg sinni og vinna úr henni fyrr en við dauðsfall nákom- ins ættingja eða vinar. Það hjálpar að ræða sam- an og presturinn á að vera stuðningur syrgjenda og vera til staðar til að hlusta á tilfinningar þeirra og reyna að brúa bilið milli himins og jarðar, flytja orð sorgarinnar, vera opinn og reyna að skilja. Miðla af trú sinni.“ Og Ingunn á mikla trú og þegar blm. ætlar af sínu al- kunna innsæi að fara að tala um örlög er Ingunn ekki á sama máli. Hún álítur að slys séu aðeins slys og hafi enga þýðingu en séu ekki einhverjir fyrirfram ákveðnir atburðir sem ekkert fær breytt og þegar þýðingar- miklar og jákvæðar tilviljanir virðast á ferðinni séu það „brot úr himninum" sem okk- ur hlotnist, mannanna börn- um. „Jeg er en trassig bærer av háp og tro,“ segir ungi presturinn sem lauslega þýðist. „Ég er þrautseigur fylgjandi vonar og trúar." Ég leita alltaf til Guðs með hugsanir mínar og vil lifa með Guð í hversdagslífinu. Jesú er fyrirmynd þess hvernig mæta á ólíku fólki. Jesú kom fram við alla af virðingu, eins og jafninga sína. Hann horfði fram hjá ytri táknum en leit inn í huga fólks, erfiðleika þeirra og gleði. Þegar fólk hittist fjallar það meira um hinn innri mann, hugsanir og tilfinning- ar, heldur um ytri umgerð fólksins. Aftur á móti sæki ég kven- ímyndir mínar í Biblíuna. Allir hafa heyrt um Móses og Ar- on en við tölum sjaldnar um Miriam sem einnig tók þátt í að leiða ísraelsmenn út úr Egyptalandi. Hún var kven- legur leiðtogi með aðra eig- inleika en bræðurnir. Hún notaði hugmyndaflugið og leiddi fólkið meðal annars með söng og dansi. FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda '0IJJOM !)|!>jsnt09 -g ge>i>!æis pjoqjqn 'S 'wn -u!uueujn|6ðj6q| q pipjo SunAejqepeijqdiAg p piqoq jn>|æqe|9>)s e 'ismus su|s6uajp QnjQH z qsAejq jnjaq p|>)joujn|6ej6oq ') :epuAuj miuj p pipjo ejeq jeöuiiAejq jepiepso Það er auðvelt að sann- færast þegar rætt er við Ing- unni Hagen, ættaða úr Svindal í Noregi, því að hún er vel að sér og rökföst. Alls kyns bækur um listræn og andleg efni má sjá í litlum stöflum hér og þar á borðum heima hjá henni en eitt á eft- ir að ræða við hana um og það er dansinn. Auk þess að vera prest- lærð er Ingunn lærð í leik- rænum uppeldisfræðum (drama-pedagog) og nýtir sér það í starfi sínu sem prestur en einnig dansar hún Afríkudans í Kramhúsinu og hefur af því mikla ánægju. „Afríkudans og aðrir dans- ar gefa tækifæri til að nota líkamann. Mér finnst við manneskjurnar svo fallegar og vel af Guði gerðar, svo sérstakar og það vekur með mér mikla gleði að dansa þessa dansa. Ég söng í suður-afrískum kór í Ósló. Kórinn söng frels- issöngva og á ég marga af- ríska vini, bæði svarta og hvíta sem þjáðust vegna þess að þeir bjuggu í landi þar sem fólki var haldið niðri og það kúgað. Kristnin gerir okkur meðvituð um óréttlæti og fær okkur til að taka af- stöðu. Við konurnar í prestastétt getum lagt nýjar línur. Við þurfum ekki að falla inn í neitt mynstur vegna þess að við erum öðruvísi. Reynsluheimur okkar er öðruvísi en karlprestsins og við leggjum aðrar áherslur í prédikunina en áður hefur verið gert. Ég held að við þurfum bæði á karl- og kven- prestum að halda til að margbreytileikinn geti notið sín. Við höfum ólíka hluti fram að færa en þegar lagt er saman er heildinni náð. Þar fyrir utan finnst mér að við konur ættum að fara að láta til okkar taka og sækja í stöður þær sem eingöngu karlmenn hafa áður gegnt. Á þann hátt getum við konur haft áhrif á samfélagsum- ræðuna og samfélagsþróun- ina í mikilvægum rnálum." Við þökkum Ingunni fyrir spjallið. Gaman væri að glugga ofurlítið í Biblíuna og sjá hvort konurnar í hinni helgu bók minna á ungu konuna á Seltjarnarnesi sem leitar til Guðs með hugsanir sfnar og reynir að sjá brúna milli himins og jarðar. □ 50 VIKAN 6. TBL. 1995

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.