Vikan


Vikan - 20.06.1995, Side 60

Vikan - 20.06.1995, Side 60
HANNYRÐIR Þaö er gaman og ekki síst hagnýtt fyrir börnin aö eiga og nota handklæöi merkt meö upphafsstaf eða jafnvel nafninu sínu. Hér veröur sýnt hversu einfalt þaö er aö applikera staf á handklæöi. Efnisþörf: handklæðaefni 80 sm bómullarefni til aö applikera meö, 20 sm tvinni reglustika krít eöa blýantur Leiöbeiningar: Ráðlegt er að þvo efnin fyrst til að hleypa þeim. Sjáið skýringarmynd: Teikniö fyrst stafinn á bóm- ullarefníö, notið til þess krít eöa blýant og reglustiku ef stafurinn hefur beinar línur. Nælið efniö vandlega á handklæðið. Saumiö nú meö beinu spori eftir línunum. Klippiö svo efnið frá upp viö sauminn. Með þéttu víxlspori skal víxlsauma yfir brúnina á stafnum. Fallegt er aö nota annan lit í tvinnanum en er í efnunum. Efniö í hjartaö var lagt undir efniö í stafnum. Saumiö bæði formin í einu meö beinu spori og appliker- iö svo. Faldið svo handklæð- ið aö lokum. Á skýringarmyndinni er sýndur stafur meö beinum línum en auövitaö má teikna Handklæöin sem lýst er í texta. Meö á myndinni er einn þvottapokanna sem uppskriftir eru aö næstu Viku. HONNUN: ASDIS BIRGISDÓTTIR UÓSM.: KRISTJÁN E. EINARSSON aðrar stafageröir og önnur form og jafnvel aö skeyta saman ólíkum efnum. Tvílitu handklæðin voru tekin í sundur f miöju og lit- unum víxlað til aö fá meiri til- breytingu. Má leika svona meö litina aö vild en elnnig má applikera á aðkeypt handklæði. Handklæði meö hettu er gott aö geta brugðið um litlu börnin þegar haldiö er á þeim og þau þurrkuö. Handklæöiö er úr óbleiktu efni og hér bryddað með rauöri bómullarblúndu. Efnisþörf: handklæöaefni, 1 m bómullarblúnda 5 m tvinni Leiðbeiningar: Byrjið á aö klippa til 1 m x 1 m af efninu. Klippið svo þríhyrning fyrir hettuna sem er 50x50x70 sm. (50x50 mynda rétt horn). Faldið löngu hliðina á hettunni. Klippið hæfilega langan bút af blúndu til aö sauma á löngu hliðina á hettunni og saumiö hann svo á. Leggið svo hettuna viö hornið á handklæðinu og næliö saman. Útbúið hanka svona: Klippiö bút sem er 5 sm x 10 sm. Brjótiö brúnirnar inn af eftir endilöngu og látið þær mætast fyrir miöju og brjótiö svo aftur í tvennt eftir endi- löngu. Saumið í kantinn. Brjótiö tvisvar inn af jaðrin- um á handklæöinu og næliö. Látiö brúnirnar á hettunni koma inn undir faldinn svo hún saumist meö. Látið hvorn endann á hankanum festast undir faldinn 4 sm frá horninu meö hettunni. Saumiö svo í faldinn allan hringinn. Klippið rúmlega 4 m af blúndu og nælið viö jaðarinn á handklæðinu. Saumið blúnduna svo á handklæðið. 60 VIKAN ó. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.