Vikan - 20.06.1995, Side 66
VILDI BARA VENJULEG BRJ(
FRH. AF BLS. 12.
hann tók af mér myndir og
við ákváðum hvaða stærð af
brjóstum væri heppilegust
fyrir mig.“
Þig hefur ekki langað til að
fá mjög stór brjóst eins og
maður sér á sumum leikkon-
um og fyrirsætum?
„Nei, alls ekki. Ég vildi
bara fá venjuleg brjóst því
mig langar ekkert til að
brjóstin á mér séu eitthvað
áberandi.
Ég er samt viss um að ef
ég hefði ætlað að fara í
þessa aðgerð fyrr, þá hefði
mig langað til að fá stærri
brjóst en nú var ákveðið. Ég
er fegin að ég gerði það
ekki. Mér finnst ég hafa
þroskast mikið á þessum
síðustu árum og ég er viss
um að ég hefði séð eftir því
að hafa þau stærri en þetta.
Það sem ég hlakka mest
til núna eftir aðgerðina er að
fara og kaupa mér ný og fal-
leg föt. Ég hef til dæmis
aldrei verið í flegnum eða
þröngum kjólum, hlýrabolum
og hvað þá sundbolum eða
bikiníi. Ég var svo spennt að
fara að ganga í fötum af
þessu tagi að ég fór að
skoða sundboli og máta föt
núna áðan en það er nýbúið
að taka af mér umbúðirnar.
Um síðustu jól langaði mig
mjög mikið til að kaupa mér
kjól, þrátt fyrir allt, en hætti
við það á síðustu stundu því
ég lagði ekki í það. Ég gat
eiginlega aldrei keypt mér
þau föt sem mig langaði
helst í.“
Klæddir þú þig á einhvern
sérstakan hátt þegar þú fórst
út að skemmta þér eða bara
dagsdaglega?
„Ég var undantekninga-
laust í einhverju svörtu að
ofan því þannig fannst mér
minnst bera á þessu brjósta-
leysi. Ég var sjaldan í mjög
þykkum peysum, sem hægt
væri að halda að myndu
dylja þetta, því mér fannst
það bara meira áberandi fyr-
ir vikið. Þar sem ég var f
þessum brjóstahaldara með
púðunum, gat ég alveg verið
í þunnum peysum, blússum
eða bolum. Þetta var ekkert
mjög stór brjóstahaldari eða
í A stærð en mér leið mun
betur í honum en ekki í
neinu. Nú eftir aðgerðina
held ég að ég þurfi brjósta-
haldara með skálastærð B
eða litla skálastærð C.“
KVEIÐSTU EITTHVAÐ
FYRIR ADGERÐINNI?
„Nei, ekki fyrst en þegar
ég mætti á staðinn lá við að
ég drifi mig bara heim en
svæfingalæknirinn náði sem
betur fer í skottið á mér áður.
Ég hafði einu sinni lesið í
bandarísku tfmariti, lýsingu
konu á svona aðgerð og
hafði hún alveg verið að
drepast á eftir og legið í rúm-
inu í um þrjár vikur. Það var
líka víst alltaf að líða yfir
hana þannig að ég trúði Sig-
urði ekki almennilega þegar
hann sagði mér að þetta
væri ekki mikið mál.
Það kom svo á daginn að
sú varð raunin. Ég hef verið
með smáverki í brjóstunum
en verið á ferli frá því að-
gerðin var gerð. í einu skipt-
in, sem eitthvað tekur í
brjóstin, er þegar ég ek yfir
hraðahindranir, einnig er ég
dofinn í geirvörtunum og þá
aðalega þeirri hægri.“
BRJÓSTIN FLOTTARI
EN ÉGÁTTI VONÁ
„Ég verð að segja að þeg-
ar ég skoða brjóstin á mér
núna finnst mér þau flottari
en ég átti von á. Stærðin er
svipuð því sem ég hafði gert
mér í hugarlund áður, en lög-
unin er miklu betri. Þannig
að á heildina litið er ég mjög
ánægð með útkomuna."
Finnur þú mikið fyrir þess-
ari auknu þyng framan á
þér?
„Já, ég geri það.“
Er það ekkert skrýtin til-
finning?
„Jú, en mér mér finnst hún
bara mjög þægileg og eðli-
leg.“
Hvernig hefur fjölskylda
þín og vinir tekið þessu?
„Ég hef rætt þetta við
nokkrar vinkonur mínar og
þeim hefur litist mjög vel á
þetta en foreldrar mínir, tvær
systur og tveir bræður vita
ekkert af þessu. Þau eru
rúmlega fimmtug og þær um
þrítugt.
Ég ætla ekkert að segja
þeim frá þessu þar sem mér
finnst þau hafi sýnt þessu
vandamáli mínu lítinn skiln-
ing þrátt fyrir að þau viti vel
að þetta hefur valdið mér
miklum áhyggjum. Mamma
hefur til dæmis sagt, þegar
hún hefur séð fjallað um
þetta í fjölmiðlum, að þessar
brjóstastækkanir séu nú
meiri vitleysan. Sérstaklega
þegar umræðan, um að silí-
konið væri krabbameins-
valdandi, var sem hávær-
ust.“
Hefurðu eitthvað minnst á
það við systur þínar að þig
hafi langað til að fara í svona
aðgerð?
„Já, en þær hafa bara gert
grín að mér.“
Er móðir þfn og systur þfn-
ar með mjög lítil brjóst?
„Nei, þær eru allar með
þokkalega stór brjóst.
Mamma var með frekar lítil
brjóst þegar hún var yngri en
eftir að hún átti okkur og tók
að fitna þá urðu þau alveg
sæmilega stór.“
Ertu eitthvað smeyk um
að fólk taki eftir því að þú
hafir látið gera þetta - jafn-
vel hugsanlegir kærastar?
„Nei, því að mér er alveg
sama. Ég er bara ánægð
með að hafa gert þetta og
núna liggur ekkert annað fyr-
ir en að leita að hinum eina
rétta og stunda einnig sund-
laugarnar af kappi.
Ég var mikið í fimleikum
hérna áður fyrr en hætti því
vegna þessarar minnimáttar-
kenndar, það var helst að ég
færi ef ég gat verið í einka-
tímum með vinkonum mín-
um. Þá lét ég mig hafa það.
Þegar ég var í grunnskóla
fór ég eins sjaldan í leikfimi
og ég gat og sem betur fer
var ekki mikil áhersla lögð á
hana þar. Stelpurnar í
bekknum mínum voru samt
ekkert að gera athugasemdir
við brjóstin á mér en mér
bara leið sjálfri illa út af
þessu.
í fyrsta bekk í mennta-
skóla var hins vegar skylda
að vera í leikfimi og því voru
góð ráð dýr. Ég neyddist til
að fara til læknis og segjast
vera svo slæm í hnjánum að
ég gæti ekki stundað leikfimi
og sund. Hann lét mig þá fá
vottorð þannig að ég slapp
þann veturinn."
LÍT BJARTARI AUGUM
Á LÍFIÐ
Nú er mjög stutt um liðið
frá því að þú gekkst undir
þessa aðgerð. Finnst þér þú
vera í stakk búin að ráð-
leggja stúlkum, sem eru nú í
sömu sporum og þú varst,
að fara í svona aðgerð?
„Ég myndi ekki ráðleggja
stúlkum, mikið yngri en ég er
nú, að fara í svona aðgerð
því ég held að þær séu
hreinlega ekki orðnar nógu
þroskaðar til að taka svona
ákvörðun. Fyrir utan það,
finnst mér að konur eigi tví-
mælalaust að drífa sig í að-
gerð í stað þess að láta
þetta skemma fyrir sér lífið
eins og það hefur gert hjá
mér, fram að þessu.“
Hvað myndir þú ráðleggja
stúlkum eða konum, sem
þora ekki í svona aðgerð
eða eru of ungar að þínu
mati, að gera til þess að
þeim líði betur með sín litlu
brjóst?
„Ég myndi ráðleggja þeim
að fá sér brjóstahaldara með
púðum því það er engin vafi
í mínum huga að það bætir
sjálfsímyndina.
Þeir nýttust mér vel. Jafn-
vel þótt maður lenti í fjörug-
um sundpartýum þá hikaði
ég ekki við að stökkva útí á
haldaranum og f bol utanyfir.
Mér fannst samt svolítið
neyðarlegt þegar mér voru
gefnir alvöru brjóstahaldarar
því þeir voru þá allir að sjálf-
sögðu allt of stórir. Einnig
vandaðist málið þegar mað-
ur hafði kynnst einhverjum
strák, því þá var ekki hægt
að vippa sér bara úr brjósta-
haldaranum, því þá hefðu
þessi litlu brjóst blasað við.
Maður sleppti því bara öllu
strákastandi, allavega að því
marki þegar böndin fóru að
berast að brjóstunum þá
hristi ég þá af mér og var nú
bara farin að sætta mig við
það - en það verður breyting
á núna. Ég ætla þó að taka
mér nokkurn tíma í að venj-
ast þessu.
Ég er þó viss um að marg-
ar konur, sem fá allt í einu
brjóst, eins og ég núna,
myndu ekki hika við að ná
sér f mann til að upplifa þá
tilfinningu sem því fylgir.
Ég hefði mjög sennilega
gert það ef ég hefði verið
yngri því á ákveðnu tímabili
skemmti ég mér nokkuð mik-
ið og það kom stundum fyrir
að ég fór heim með strák en
ég fór aldrei úr að ofan og
urðu þeir bara að sætta sig
við það.
Ég hlakka samt til að upp-
lifa það að vera með manni
núna því ég hef haft mjög
mikla tilfinningu í brjóstunum
og þrátt fyrir allt þá skipta
þau miklu máli fyrir mig þeg-
ar kemur að kynlífi.
Ég er því mjög ánægð með
þessa ákvörðun mína og Ift
á lífið mun bjartari augum,"
segir þessi unga og myndar-
lega kona að lokum. □
66 VIKAN 6. TBL. 1995