Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 53

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 53
ánægju. Ef þú gefur letinni lausan tauminn verðurðu eirðarlaus. Þörfin á að ýta málum úr vör verður mjög rík eftir þann 10. Þú ert þúinn undir samkeþþni og það gildir að nýta þessa krafta á já- kvæðan hátt og taka frumkvæði. Ef þú ákveður að sitja hjá geturðu vænst harðra viðbragða frá nánasta umhverfi. Um tíma ertu eins og korktaþþi -þú flýtur sama hvað á gengur. Fjármálin eru í góðu lagi og þrátt fyrir að sumarfrísskuld komi fram er ekkert að óttast í þeningamálum. Október: Þú ert í mjög kraftmiklu tímabili og allt getur gerst. Óvænt atvik verður til þess að áætlanir þínar raskast og þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Þú átt í einhverjum erfiðleikum með að hemja skap þitt og þér hættir til að tala áður en þú hugsar. Þú þarft að erfiða í vinnu eða íþróttum til að losna við ögrun og reiði. Settu þér takmörk og þú finnur að þú hefur af nógu að taka. Rómantík svífur yfir vötnunum. Þú ættir að hugleiða að blása í gamlar glæður og dýpka gamalt samband. Það er aldrei að vita nema gömul ást sé enn til staðar. Nóvember: Þér veitist auðveldar að komast í gegnum verkefnin. Hvort sem verkefnin krefjast hugsunar eða líkamlegra krafta muntu fara leið sporðdrekans og brjóta mál til mergjar. Það getur orðið til þess að þú gleymir þér. Þér leyfist að helga þig verkefnunum innan ákveðinna marka sem fjölskyldan setur þér. Hún vill gjarnan umgang- ast þig meira og njóta þess besta. Fyrri hluta mánaðarins verður þó flest að víkja fyrir skyldunum en eftir þann 24. breytist margt. Þú verð- ur umvafin í stórum stíl. Samkvæmislífið er á fullu og þú átt gott með að umgangast aðra, sérstaklega ef þú ert mýkri en venjulega. Desember: Enn er sþorðdrekinn eftirsóttur í mannfagnaði. Þú tek- ur þátt og ert í góðu formi sem verður til þess að gleðja ástvini þfna. Ef þú ert tilbúinn að skoða mál ofan í kjölinn kemstu að raun um að þú og maki þinn eigið góða möguleika á að skaþa ykkur nýj- an grundvöll. Sþorðdreki á lausu á sþennandi mánuð fyrir höndum og hann myndar ný tengsl. Hugsanlega finnur þú stóru ástina ef þú hittir fyrir einhvern sem hefur sama áhugann á dulspeki, sagnfræði eða íþróttum. Þú býrð yfir umframorku sem kemur sér vel í jóla- mánuðinum. Fjármálin hafa oft verið verri. Nýársheit sporðdrek- ans: Lífið býður upp á fleira en skyldur. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.