Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 56

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 56
bragð á tölur og það kemur að gagni í sambandi við fund eða þessháttar þann 19. ágúst. September: Mánuðurinn fer hægt af stað að þínu mati og ýmislegt verður til þess að þú ferð þér rólega í einkalífi og vinnu. Kröfurnar hafa minnkað en að sama skapi ættirðu að hafa meiri tíma til að sinna áhugamálunum. Þú hefur það í reynd betra en þú heldur! Ástarlífið er heldur dapurlegt framan af en upp úr miðjum mánuði lifnar í glæðunum. Þinn þokki verður á ný áþerandi og ekkert stendur í veginum. Október: Þú skalt hafa hraðan á því fyrstu fimm dagana er Venus afgerandi í þínu merki. Þú átt möguleika á líflegum dögum í byrjun mánaðar en eftir það mun ástin fara í fastan farveg sem getur orð- ið til þess að þú fáir innilokunarkennd. Það er kannski best fyrir þig að yfirgefa völlinn um tíma og virkja þig á nýjum vettvangi. Vinna og heimili vega þungt í þínu lífi og togast á. Þú ert ekki í vafa um hvað þú ætlar þér en það getur vafist fyrir þér að ákveða hvernig. Ætlarðu einn eða að hafa aðra með í ráðum? Þótt þér finnist fljót- legast að vinna í einrúmi neyðist þú til að sýna samvinnu á ein- hverjum sviðum. Nóvember: Þú hefur stjórn á hlutunum og það verður til þess að þú hefur möguleika á að einbeita þér að einkalífinu. Margir þogmenn hafa gengið fram af maka sínum upp á síðkastið og ef þú ert einn af þeim er tími til kominn að söðla um svo sambandið nái sér á strik. Það er rómantísk undiralda en slíkt nýtist jafnvel til þess að sinna vinunum vel. Ef þér tekst að finna jafnvægið milli þess að gefa og þiggja áttu góða möguleika á ríkulegri uppskeru. Því miður er kveik- urinn stuttur og það þarf lítið til að þú stökkvir á nef þér. Hins vegar eru jafnar líkur á þvi að þú hrífist auðveldlega með þínum nánustu. Desember: Þú kemurtil með að vera upptekinn í samkvæmislífinu næstu daga og nýtur hvers augnabliks sem þú eyðir með vinum og vandamönnum. Það dvelja fæstir við hversdagsleg efni og þú munt læra af öðrum. Hafðu gát á peningunum og gerðu þér grein fyrir að veraldlegir hlutir skipta ekki sköpum. Það blossar upp valdabarátta á vinnustaðnum og þú verður að viðurkenna að orsaka er að leita hjá þér. Um jólin mun tilfinningalíf þitt vera í góðu jafnvægi. Ekki hugsa alltaf um hvað aðrir segja og slepptu þér. Nýársheiti bog- mannsins er: Fjölskyldan í fyrirrúmi. 54 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.