Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 64

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 64
þú neyðist til að horfast í augu við maka þinn. Þú kemst frá þess- um árekstrum með sóma. Páskarnir verða svolítið órólegir en gef- andi. Maí. Þú ert tilbúinn til að standa fast á meiningu þinni en sem betur fer auðnast þér að líta í eigin barm og finna takmörk þín. Styrkur og þrek verða til staðar þegar vinir og vandamenn þurfa á þér að halda. Á móti kemur að þú verður ekki til stórræða á öðrum vett- vangi. Ef fjármálin eru í ólagi skaltu gera eitthvað til að rétta þau af. Það er nóg að gera í vinnunni og það hentar þér ágætlega því þú vilt ná árangri. Þér tekst að koma málum í höfn sem lengi hafa velkst fyrir þér og með því kemstu enn áfram. Ástalífið er í venju- bundnu fari og það eykur á eirðarleysi þitt. Júní: Stærstu breytingarnar verða innan veggja heimilisins. Það kemur upþ óánægja með verkaskiptinguna og þú tekur ýmislegt á þig. Samt viltu helst rjúka út og bíða af þér storminn. í einkalífinu dregur þú þig í hlé frá skarkala heimsins. Ef þú ert í ástríku sam- bandi er auðvelt að skýra út fyrir makanum að þú viljir vera í friði um stund. í þessum mánuði vilt þú ráða hvað þú tekur þér fyrir hendur og vilt síður að ráðskast sé með þig. Fríið kemur þér á réttan kjöl. Júlí: Öll heilaleikfimi heillar þig og þú nýtur þess. Orð þín falla í góðan jarðveg og það er tekið eftir því sem þú hefur til málanna að leggja, líka á vinnustað. Með viti og þokka geturðu ráðið vinnuum- hverfi þínu. Allt leikur í höndunum á þér í þessum mánuði. Þú hefur mikinn vilja til að leita nýrra leiða í stað þess að ganga í spor ann- arra. Líkur eru á að þú kynnist manneskju núna sem kemur til með að hafa mikil áhrif á þig í mörg komandi ár. Skynsemi þín segir þér að heilladrýgra sé að halda sig við það sem þú þekkir en tilfinn- ingar þínar segja að nú sé tími til að taka áhættu. Frá 13. júlí lítur vel út með fríið þitt. Ágúst: Á ákveðnum tímapunkti uppgötvar þú að tilfinningalíf þitt og samband við ástvini getur verið gefandi. Þér mun ekki leiðast né munt þú finna til einmanaleika. En hafðu í huga að þú ert leit- andi og maki þinn gæti átt i erfiðleikum með að fylgja þér eftir. Fiskar á efri árum verða núna kjölfesta fjölskyldunnar og þú munt hafa ánægju af afkomendum þínum. Börn annarra gætu komið við sögu. Þú finnur það glöggt að þú ert hluti af heild. September: Það er nauðsynlegt að þú gerir áætlanir varðandi 62 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.