Vikan - 20.01.1996, Síða 56

Vikan - 20.01.1996, Síða 56
bragð á tölur og það kemur að gagni í sambandi við fund eða þessháttar þann 19. ágúst. September: Mánuðurinn fer hægt af stað að þínu mati og ýmislegt verður til þess að þú ferð þér rólega í einkalífi og vinnu. Kröfurnar hafa minnkað en að sama skapi ættirðu að hafa meiri tíma til að sinna áhugamálunum. Þú hefur það í reynd betra en þú heldur! Ástarlífið er heldur dapurlegt framan af en upp úr miðjum mánuði lifnar í glæðunum. Þinn þokki verður á ný áþerandi og ekkert stendur í veginum. Október: Þú skalt hafa hraðan á því fyrstu fimm dagana er Venus afgerandi í þínu merki. Þú átt möguleika á líflegum dögum í byrjun mánaðar en eftir það mun ástin fara í fastan farveg sem getur orð- ið til þess að þú fáir innilokunarkennd. Það er kannski best fyrir þig að yfirgefa völlinn um tíma og virkja þig á nýjum vettvangi. Vinna og heimili vega þungt í þínu lífi og togast á. Þú ert ekki í vafa um hvað þú ætlar þér en það getur vafist fyrir þér að ákveða hvernig. Ætlarðu einn eða að hafa aðra með í ráðum? Þótt þér finnist fljót- legast að vinna í einrúmi neyðist þú til að sýna samvinnu á ein- hverjum sviðum. Nóvember: Þú hefur stjórn á hlutunum og það verður til þess að þú hefur möguleika á að einbeita þér að einkalífinu. Margir þogmenn hafa gengið fram af maka sínum upp á síðkastið og ef þú ert einn af þeim er tími til kominn að söðla um svo sambandið nái sér á strik. Það er rómantísk undiralda en slíkt nýtist jafnvel til þess að sinna vinunum vel. Ef þér tekst að finna jafnvægið milli þess að gefa og þiggja áttu góða möguleika á ríkulegri uppskeru. Því miður er kveik- urinn stuttur og það þarf lítið til að þú stökkvir á nef þér. Hins vegar eru jafnar líkur á þvi að þú hrífist auðveldlega með þínum nánustu. Desember: Þú kemurtil með að vera upptekinn í samkvæmislífinu næstu daga og nýtur hvers augnabliks sem þú eyðir með vinum og vandamönnum. Það dvelja fæstir við hversdagsleg efni og þú munt læra af öðrum. Hafðu gát á peningunum og gerðu þér grein fyrir að veraldlegir hlutir skipta ekki sköpum. Það blossar upp valdabarátta á vinnustaðnum og þú verður að viðurkenna að orsaka er að leita hjá þér. Um jólin mun tilfinningalíf þitt vera í góðu jafnvægi. Ekki hugsa alltaf um hvað aðrir segja og slepptu þér. Nýársheiti bog- mannsins er: Fjölskyldan í fyrirrúmi. 54 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.