Vikan - 25.06.1998, Side 14
Lífsreynslusaga
/Áj J&0
Hann var lífmitt og yndi,
en lífið heldur áfram...
sælt í stofunni þar sem
. Húsgögnin eru gömul
og þegar klukkan á
slær minnir það á gam/a
nan, sem situr á móti
tæplega sjötug. Fyrir
árum varð hún ekkja.
Iþessu húsi hef ég lifað
gæfuríku Iífi í mörg ár.
Hér hefur hljómað bæði
barnshlátui og -grátur.
Hér ólust börnin mín upp og
héðan fóru þau út í lífið, full-
orðnar, sjálfstæðar mann-
eskjur. Við vorum samstiga í
uppeldi þeirra, maðurinn
minn og ég. Ég var lánsöm
þegar ég hitti manninn
minn.Við vorum ung og ást-
fangin og fyrstu búskaparár
okkar bjuggum við við þröng-
an kost í litlu húsnæði. Auð-
vitað vissum við ekki hvað
framtíðin bæri í skauti sínu,
en aldrei þorði ég að vona að
líf okkar yrði jafn hamingju-
ríkt og það reyndist verða.
Við eignuðumst okkar eigið
hús og fljótlega gátum við
leyft okkur að kaupa bíl.
Smátt og smátt eignuðumst
við alla þá hluti sem þarf til að
skapa fallegt og notalegt
heimili. Við eignuðumst síðar
meir sumarbústað, þar sem
við eyddum sumrunum,
hvenær sem frístundir gáfust.
Ég get ennþá séð manninn
minn sáluga fyrir mér þar sem
hann situr í gamla stólnum
sínum í sumarbústaðnum. í
sveitinni áttum við margar
okkar bestu stundir. í dag er
ég þakklát fyrir hversu oft ég
sagði manninum mínum hvað
mér þótti vænt um hann og
hvað ég átti alltaf auðvelt
með að segja honum allar
mínar hugsanir, sérstaklega
þær góðu. Við eignuðumst
saman fjögur börn og sorg
okkar var stór þegar við
misstum eitt þeirra aðeins
tveggja ára að aldri. En þá
gátum deilt sorginni saman
og höfðum hin þrjú börnin til
að hugsa um.
Nú hef ég verið ekkja í
nokkur ár og hef sætt mig við
að lifa lífinu ein. Það er þess
vegna sem mig langar til að
segja sögu mína. Ég hugsaði
sem svo að þeir, sem stæðu í
mínum sporum gætu ef til vill
lært eitthvað af því hvernig ég
tók á mínum málum. Enginn
getur komið í stað mannsins
14
míns, hvorki fjölskylda mín
né vinir, en ég er sáttari við líf-
ið nú en lengi eftir að maður-
inn minn dó, sem gerðist mjög
snögglega. Ég hef komist að
því að það er ýmislegt sem ég
get gert þrátt fyrir að verða
orðin ein. Og svo á ég jú allar
góðu minningarnar um
manninn minn.
Þegar manninum mínum
leið illa einn morguninn datt
okkur ekki í hug að eitthvað
alvarlegt amaði að honum.
Allavega grunaði mig það
ekki. En læknirinn vildi láta
leggja hann inn á sjúkrahús til
rannsóknar. Ég fylgdi honum
á sjúkrahúsið og horfði á eft-
ir honum inn í skoðunarher-
bergið. Þegar ég sá hann aft-
ur var hann dáinn.
Mér fannst það ótrúlegt.
Átti erfitt með að skilja að
maðurinn minn væri farinn og
kæmi aldrei aftur. Það var
mér svo mikið áfall að ég
hefði ekki komist yfir næstu
daga án læknishjálpar og ró-
andi lyfja. Þetta bar svo brátt
að; ég trúði ekki að hann væri
dáinn og beið eftir því að
vakna upp af vondum draumi
og sjá manninn minn koma
gangandi inn um dyrnar. En
smátt og smátt varð ég að við-
urkenna þessa staðreynd. Ég
man næstum ekkert eftir deg-
inum þegar hann var jarðað-
ur. Öldruð tengdamóðir mín
var óhuggandi, en ég reyndi
að sýna stillingu, vissi að ég
mátti ekki brotna saman.
Nú fóru slæmir tímar í hönd.
Ég sökk niður í þunglyndi,
svaraði t.d. ekki í símann þeg-
ar vinir mínir vildu hafa sam-
band við mig. Oftar og oftar
fannst mér ekki taka því að
klæða mig og ég var hætt að
þrífa mig. Ég borðaði mjög
óreglulega og horaðist niður,
mér fannst svo tilgangslaust
að vera að elda mat fyrir mig
eina. Ég gat ekki hugsað um
neitt annað en manninn
minn. Ég saknaði þess sárt að
geta ekki setið og horft í fal-
leg augu hans, hlustað á rödd-
ina hans, strokið honum um
vangann og skriðið í hlýjan
faðm hans. Mér fannst ég al-
gjörlega ein í heiminum og
bjargarlaus. Ég vissi ekki
hvaða hlutverki ég gegndi í
tilverunni. Ég hafði lifað inni-
haldsríku lífi með manninum
mínum, nú fannst mér ég ekk-
ert hafa að gera. Ég hafði allt
of mikinn tíma til þess að sitja
og hugsa. Ég hafði það ágætt
peningalega, maðurinn minn
hafði verið ríkisstarfsmaður
og ég fékk makalífeyri eftir
hann. Það hefði reynst mér
erfitt að þurfa að fara út á
vinnumarkaðinn, þar sem ég
hafði aldrei unnið utan heim-
ilisins. Við höfðum átt svo
gott líf saman. Ég reyndi að
segja við sjálfa mig að ég
skyldi gleðjast yfir góðu
minningum og þakka fyrir öll
árin sem við fengum að eiga
saman. En ég átti svo ákaf-
lega erfitt með að sætta mig
við að hann hafði farið svona
allt of snemma og mér fannst