Vikan - 25.06.1998, Qupperneq 15
Il
árin okkar saman hafa verið
of fá, þau höfðu ætt áfram
eins og vindurinn. Við vitum
öll að tilveru okkar hér á
jörðinni lýkur einn góðan
veðurdag, en það er alltaf
erfitt að sætta sig við dauð-
ann þegar hann bankar upp á
fyrirvaralaust.
Fyrstu jólin eftir andlátið
voru hræðileg. Ég eyddi þeim
með syni mínum og tengda-
dóttur. Auðvitað vakti fyrir
þeim að létta á sorg minni og
gleðja mig, en líklega hef ég
eyðilagt fyrir þeim hátíðina,
ég gat ekki skilið hvernig þau
gátu glaðst og hlegið þegar
maðurinn minn var ekki með
okkur til þess að taka þátt í
hátíðahöldunum.
Fjölskyldu minni og vinum
var hætt að lítast á hversu
langan tíma það tók mig að
vinna úr sorginni og tóku nú
til sinna ráða. Ein vinkona
mín bankaði upp á og reyndi
að sýna mér fram á að lífið
héldi áfram, nú yrði ég að
taka mig taki. En ég sagði
henni að hún gæti trútt um
talað. Hvernig ætti hún að
skilja hvernig mér liði, hún
sem átti manninn sinn ennþá.
Dag einn kom sonur minn í
heimsókn. Við töluðum sam-
an og ég sat lengi og hugsaði
eftir að hann var farinn. Þótt
að maðurinn minn hafi verið
þýðingarmesta manneskjan í
lífi mínu mátti ég ekki
gleyma þessum góðu börn-
um mínum. Þau eru öll gift og
ég á yndisleg tengdabörn, svo
ekki sé minnst á barnabörn-
in, sem eru átta talsins. í raun
og veru er svo margt sem ég
hef til að gleðjast yfir. Það er
skemmtilegt að vera amma
og ég er þakklát fyrir það að
eiga mína góðu fjölskyldu og
vini. Sonur minn hafði kom-
ið með þá hugmynd að ég
færi í ökutíma, tæki bílpróf
og keypti mér lítinn bíl. Ég
hélt að hann væri að gera grín
að mér, gamalli konunni. Ég
var nýbúin að selja bílinn
okkar, mér kom ekki til hug-
'Lesandi segir frá
ar að ég gæti nokkurn tímann
orðið minn eiginn bílstjóri.
Ég hló að hugmyndinni,
fannst hún í rauninni alveg
fáránleg.
En svo fór ég að hugsa að ef
til vill væri þetta alls ekki svo
vitlaus hugmynd. Ég ákvað
að slá til. Ég hafði aldrei á ævi
minni sest undir stýri. Mín
kynslóð leit þannig á að það
væri eðlilegra að bflstjóra-
sætið tilheyrði karlmannin-
um. Ég man ennþá hvað
maðurinn minn var stoltur
þegar við keyptum nýja bfl-
inn okkar, árið áður en hann
dó. Hann var góður bflstjóri,
ég var alltaf örugg í bílnum
með honum. Ég hef nú
lúmskan grun um það að
ökukennarinn minn hafi ekki
fundið til þessarar öryggis-
kenndar með mér. Og ég er
viss um að hann hefur ekki
alltaf hlakkað neitt sérstak-
lega til þegar hann kom og
sótti mig í ökutíma. En hann
stóð sig eins og hetja og gætti
þess að hrósa mér og hvetja
mig áfram. Mér fannst þetta
nú satt að segja dálítið dýrt
ævintýri, en þegar ég stóð
með ökuskírteinið í höndun-
um fannst mér það svo sann-
arlega peninganna virði. Ég
keypti mér lítinn bfl og nú get
ég sest upp í bílinn og heim-
sótt ættingja og vini hvenær
sem mér dettur í hug. Bfllinn
hefur gefið mér ótal mögu-
leika á að gera tilveruna
skemmtilegri og litríkari. Ef
einmanaleikinn hellist yfir
mig þá dríf ég mig í bfltúr.
Nú er ég alls ekki að segja
að allar ekkjur á mínum aldri
geti tekið bílpróf og fjárfest í
bfl. Ég geri mér grein fyrir því
að ég er ein þeirra lánsömu í
lífinu. Það, sem ég er að
reyna að segja er að besta
vopnið gegn sorginni, er að
finna sér eitthvað sem maður
getur gengist upp í, t.d.hluta-
starf, eða sjálfboðaliðastarf
hjá einhverju líknarfélag-
anna. Það er margt gamalt
fólk sem hefur það erfitt og
er meira einmana en maður
sjálfur. Það er gefandi að
heimsækja það fólk, lesa fyr-
ir það og stytta því stundir.
Þannig er hægt að beina
hugsununum inn á
aðrar brautir,
sjálfum sér og
meðbræðrum
sínum til
gagns
gleði.“
og
Lcsandi segir Þórunni
Stefánsdóttur sögu sína.
Vilt þú deila sögu þinni með
okkur? Er eitthvað sem hefur
haft mikil áhrif á þig, jafnvel
breylt lífi þínu? Þér er vel-
komið að skrifa eða hringja til
okkar. Við gætuin fyllstu nafn-
leyndar.
Heimilisfangið er: Vikan -
„Lífsreynslusaga“, Seljavegur
2,101 Reykjavík,
síinsvari 515 5690