Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 4

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 4
Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri le&cmcli... 55 hef ekki áhuga á að lesa um fólk,“ sagði röggsöm kona við mig í boði um daginn. Tímarit höfðu borist í tal, eins og gengur, og hún var á því að slíkt lesefni ætti maður ekki að veita sér. Mér fannst þetta svo grimmilega orðað svo ég fór að hugsa um ástæður þess að konan hélt þessu fram. Kannski hefur hún lesið of mörg er- lend slúðurblöð eða séð viðtöl sem tekin eru uppi í rúmi hjá fólki og hefur fengið nóg. En það er ekki sama viðtal og viðtal. Víst er að maður er manns gaman og með því að lesa um annað fólk fáum við innsýn inn í öðruvísi að- stæður, annars konar líf en við lifum. Viðtöl geta dýpkað skilning okkar á manneskjunni, aukið sam- kennd og umburðarlyndi. Með því að lesa um líf annarra fáum við hugmyndir og hvatningu og svo er líka allt í lagi að lesa bara sér til ánægju. Það eru greinilega flestir á jákvæðari bylgjulengd en þessi umrædda kona því Vikunni er vel tekið og greinilegt er að hún mun lifa a.m.k. önnur 60 ár í viðbót. Áskrifendum er stöðugt að fjölga og eru þeir duglegir að hafa samband til að láta álit sitt í Ijósi eða koma með hugmyndir um efni. Og vonandi njóta lesendur þess að lesa um þetta áhugaverða fólk sem er í þessari Viku. Sigríður Arnardóttir Ingólfur Margeirsson er ekki lengur hjá Sjónvarpinu því hann ákvað að flytja með fjölskyldu sinni til Bretlands, þar sem þau blómstra og njóta lífsins í rómantísku umhverfi þar sem þekktar sögur Jane Austin hafa verið kvikmyndaðar. Hann gerir upp fortíðina og horfir björtum augum til framtíðarinn- ar, enda segist hann leyfa sér bara að vera til þessa dagana. Bára Sigurjónsdóttir kaupkona kemur líka skemmtilega á óvart í þessu blaði. Hún er svo hagsýn að hún fann út að hjólhýsi væri mun vænlegri kostur en sumarhús. Og auðvitað er stíll yfir hjólhýsinu hennar Báru! Magga Stína Blöndal og móðir hennar, Sólveig Hauksdóttir, buðu blaðamanni Vikunnar í kaffiboð sem lengi verður í minnum haft því fáar mæðgur eru jafn líflegar og þróttmiklar og þessar. Þær dansa uppi á borðum og syngja. Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Anna Kristine Magnúsdóttir Simi: 515 5637 Anna@frodi.is Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir En lífið er ekki bara eintóm hamingja. Helena Eyjólfsdóttir söngkona missti mann sinn, tónlistar- manninn Finn Eydal, og hefur síðan þurft að feta sig áfram ein á báti. Nú er hún búin að finna gleðina að nýju og segir sjálfstæði sitt og áræði hafa aukist. Smásagan eftir Eddu Jóhannsdóttur (bls. 16) er ekki auðmelt lesefni. Hún er átakanleg og veltir upp nýrri hlið á sifjaspellum. Gott væri ef lesendur legðu orð í belg um þessi mál. En góður matur, aukin vellíðan og tíska koma að sjálfsögðu líka við sögu í þessari Viku. Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Njóttu Vikunnar, Sigríður Arnardóttir ritstjóri Ivan burkni útlitsteiknari Ómar Örn útlitsteiknari Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjórafulltrúi Þórunn Stefánsdóttir blaðamaður Björg Þórðardóttir auglýsingastjóri Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafískir hönnuðir Ivan Burkni Ivansson Ómar Örn Sigurðsson Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.