Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 53

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 53
Hver á bíl sem getur allt? Dýrðlingurinn!!! Jahá - og nú er hann að verða 71 árs. Nei, það getur ekki verið. Jú, það stendur: Roger Moore er fæddur 14. október árið 1927. - Roger Moore var alltaf mikill námshestur og var ævinlega hæstur í sínum bekk, en honum gekk samt best í listasögu og teikningu. Þegar hann var 13 ára vant- aði hann vinnu og vinur hans stakk upp á að hann reyndi að fá aukahlutverk í kvikmyndinni Sesar og Kleópatra. Þar fékk hann leikarabakteríuna, sem hann hefur aldrei losnað við... Einn af tenorunum þremur, sjálfur Luciano Pavarotti, verður 63 ára 12. október og á þar af leiðandi sama fæðingardag og tónskáldið og org- / anistinn Páll ísólfsson. Pavarotti söng frá unga aldri í kór ' óperuhússins í heimabæ sín- um, Modena á Ítalíu, en hann lærði til kennara og hafði ekki ætlað sér að leggja sönginn , fyrir sig. Það var / ekki síst fyrir hvatningu föður hans, sem hafði líka sönginn sem áhugamál, að Pavarotti ákvað að leggja sönglistina fyrir sig. Hann kom fyrst fram sem Rudolfo í óperunni „La Bohéme” eftir Puccini árið 1963. Upp á síðkastið hefur Pavarotti skipulagt góðgerðartón- i X leika víða um heim til að- stoðar stríðshrjáðum börn- I um í Bosníu. Með sér í lið hefur hann fengið til dæmis Michael Bolton og Bono úr hljómsveitinni U2... Það verður ekki sagt annað en að hæfileikar einkenni nokkra sem eru fæddir 16. október... Þeirra á meðal eru Oscar Wilde (fæddur árið 1854), leikkonan Angela Lansbury (fædd 1925) og leikarinn Tim Robbins, sem verður fertugur í ár. Tim Robbins býr með Susan, sem er 12 árum eldri en hann og þau eiga syn- ina Jack Henry og Miles Guthrie Robbins, auk þess sem Tim er fósturpabbi Evu Mariu, dóttur Susan og ítalska leikstjórans Franco Amurri... 7777.X Ungir drengir, í risastórum hlutverkum, fá Rós Vikunnar að þessu sinni. Það eru þeir Grímur Helgi Gíslason og Sveinn Orri Bragason sem skiptast á að leika Snúð Ljónshjarta á stóra sviði Þjóðleikhússins þessa dagana. Þeir standa sig alveg frábærlega, eins og allir í sýn- ingunni, en það er ekki fyrir hvern sem er að leika svona stórt hlutverk og vera inni á sviðinu allan tímann. Þeir ná að halda athygli barnanna í salnum allan tímann og kalla fram bæði sorg og gleði hjá ungum og öldnum sem horfa á þessa frábæru barnasýningu. Viðari Eggertssyni hefur tekist vel upp að leikstýra þessum ungu stjörnum. Rós Vikunna Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík4 og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu \j>g fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni. BWMAM»STÖ»IN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.