Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 12

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 12
ISIÝR | s t í I I Bankakona breytir til Einn jakki og tvær flíkur Umsjón: Anna og útlitið Ljósmyndir: Gunnar Gunnarsson Elín Rún Þorsteinsdóttir, bankastarfsmaður og kaupkona breytir um stíl að þessu sinni. Elín þarfnast fata sem leggja áherslu á axlalínuna, að undirstrika hana án þess að þær sýnist breiðar. Hún hefur gott mitti en mjaðmalínuna þarf að reyna að lengja. Hún er há- vaxin og ber síðan jakka vel en það þarf að gæta þess að fatnaðurinn lengi hana í mittið. Elín vill gjarnan vera fín dags dag- lega en þó sportleg í útliti. Hún hef- ur gaman af að klæðast samkvæm- isfatnaði en „glamour“ stíll hentar henni ekki. Og vegna þess að hún er að vinna á tveimur stöðum þarf hún hentugan klæðnað sem hún getur verið í á báðum stöðum, án þess að þurfa að gera miklar breytingar. Á daginn í bankanum þar sem hún þarf að vera svolítið formleg í útliti og svo seinni hluta dags og á kvöldin þar sem hún er við afgreiðslu. Því hentar dragt henni mjög vel, þar sem hún get- ur smeygt sér úr jakkanum eftir vinnu og farið í peysu eða bol og þar með orðin frjálslega klædd sem hentar vel við afgreiðslustörf. Við ákváðum að nota einn jakka og tvær flíkur við til að sýna Elínu fyrst í vinnunni og síðan þar sem hún er heldur fínni. Förðunin var í stíl við dragtina og notaðir eru and- stæðir litir. Grár litur sem er mikið í tísku núna og með honum notaðir fjólublár og gulur litur til að halda hlýja litnum hjá Eiínu en hún er með hlýtt yfirbragð. Varaliturinn er fjólubrúnbleikur sem hentar varalínu El- ínar vel. Hún er með gerfineglur frá snyrtistofunni Hel- enu fögru sem heita Alessandro. Þær eru áferðarfalleg- ar en ekki þykkar og aðeins settar fremst á nöglina. 12 Fyrir breytingu er Elín í buxum og peysu með stroffi. Peysan hentar henni illa því hún fellur að líkamanum á versta stað, mjöðminni og veldur því að mittið sem er hennar besti þáttur í lik- amsvextinum sést alls ekki. Því væri betra að peysan væri strofflaus og hún þyrfti að vera öðruvísi að ofan til að byggja betur upp axlalin- una vegna handleggjanna. Henni myndi henta betur mýkra mynstur í peysunni og jafnvel einlit peysa, dökkbeige væri t.a.m. mjög gott. Buxunar eru of útvíðar þvi þær gera lærin sverari. Skórnir sem hún er í gera það að verkum að Elín sýn- ist dálítið ferköntuð í vext- inum, þar sem þeir eru með of þykkum botni. Gleraugun eru of egglaga miðað við andlitsfall Elínar og þyrftu að hafa beinni linur og efri brún ætti alltaf að fylgja augabrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.