Vikan


Vikan - 10.09.1998, Page 12

Vikan - 10.09.1998, Page 12
ISIÝR | s t í I I Bankakona breytir til Einn jakki og tvær flíkur Umsjón: Anna og útlitið Ljósmyndir: Gunnar Gunnarsson Elín Rún Þorsteinsdóttir, bankastarfsmaður og kaupkona breytir um stíl að þessu sinni. Elín þarfnast fata sem leggja áherslu á axlalínuna, að undirstrika hana án þess að þær sýnist breiðar. Hún hefur gott mitti en mjaðmalínuna þarf að reyna að lengja. Hún er há- vaxin og ber síðan jakka vel en það þarf að gæta þess að fatnaðurinn lengi hana í mittið. Elín vill gjarnan vera fín dags dag- lega en þó sportleg í útliti. Hún hef- ur gaman af að klæðast samkvæm- isfatnaði en „glamour“ stíll hentar henni ekki. Og vegna þess að hún er að vinna á tveimur stöðum þarf hún hentugan klæðnað sem hún getur verið í á báðum stöðum, án þess að þurfa að gera miklar breytingar. Á daginn í bankanum þar sem hún þarf að vera svolítið formleg í útliti og svo seinni hluta dags og á kvöldin þar sem hún er við afgreiðslu. Því hentar dragt henni mjög vel, þar sem hún get- ur smeygt sér úr jakkanum eftir vinnu og farið í peysu eða bol og þar með orðin frjálslega klædd sem hentar vel við afgreiðslustörf. Við ákváðum að nota einn jakka og tvær flíkur við til að sýna Elínu fyrst í vinnunni og síðan þar sem hún er heldur fínni. Förðunin var í stíl við dragtina og notaðir eru and- stæðir litir. Grár litur sem er mikið í tísku núna og með honum notaðir fjólublár og gulur litur til að halda hlýja litnum hjá Eiínu en hún er með hlýtt yfirbragð. Varaliturinn er fjólubrúnbleikur sem hentar varalínu El- ínar vel. Hún er með gerfineglur frá snyrtistofunni Hel- enu fögru sem heita Alessandro. Þær eru áferðarfalleg- ar en ekki þykkar og aðeins settar fremst á nöglina. 12 Fyrir breytingu er Elín í buxum og peysu með stroffi. Peysan hentar henni illa því hún fellur að líkamanum á versta stað, mjöðminni og veldur því að mittið sem er hennar besti þáttur í lik- amsvextinum sést alls ekki. Því væri betra að peysan væri strofflaus og hún þyrfti að vera öðruvísi að ofan til að byggja betur upp axlalin- una vegna handleggjanna. Henni myndi henta betur mýkra mynstur í peysunni og jafnvel einlit peysa, dökkbeige væri t.a.m. mjög gott. Buxunar eru of útvíðar þvi þær gera lærin sverari. Skórnir sem hún er í gera það að verkum að Elín sýn- ist dálítið ferköntuð í vext- inum, þar sem þeir eru með of þykkum botni. Gleraugun eru of egglaga miðað við andlitsfall Elínar og þyrftu að hafa beinni linur og efri brún ætti alltaf að fylgja augabrún.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.