Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 25

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 25
Þegar hún slekkur á útvarpinu svolítið seinna kveikir hún á stereogræjunum og setur á kvikmyndatónlist eftir Bregovic í staðinn. Þetta er hrá en skipulögð tónlist og það fellur greinilega að smekk hennar. Þegar ég spyr hvort hún sé alltaf að hlusta á tónlist viðurkennir hún að það geri hún alltaf nema meðan hún er að hlusta á fréttir. „Ég er fréttafíkill. Ég varð allt í einu fréttafíkill fyrir um það bil ári síðan. Fram að því hafði ég aldrei hlustað á frétt- ir. Ég held þetta hljóti að vera einhver tegund af óöryggi“ segir Magga Stína. I framhaldi spinnast mjög djúpar samræður um fréttir og fréttaefni og þær mæðgurnar hafa skoðanir á öllu. Ymsum hliðum er velt upp og síðan er gerð örstutt úttekt á frétta- hlustun. „ Ég heyrði einu sinni að maður yrði að hvfla sig öðru hverju á fréttum, bara svona tvo til þrjá daga í einu“ segir Sólveig. „Þetta er of mikið af neikvæðni til þess að vera hollt til lengdar. Auk þess eru þetta sífelldar endurtekningar. Ef frétt lifir ekki þrjá daga er hún ekki merkileg." Og hvaða tilgang hefur það að hlusta á fréttir? Jú, þeim kom saman um að fréttir væru sameiginlegt umræðuefni sem hægt væri að grípa til þegar maður þyrfti að eiga samskipti við ókunnugt fólk. Hvernig gætum við átt samræður við ókunnuga ef ekki væru Keikó og Clinton til dæmis? Agaleysi og tjáning Kaffið er búið en tónlistin og umræðuefnin eru að sækja í sig veðrið í staðinn. Það er haldið áfram að ræða um tónlist, dans og rætur og fljótlega erum við komnar til Afríku. Sólveig dansar afríska dansa í Kramhúsinu og bendir okkur á að mannkynið eigi rætur sínar að rekja til Afríku og tenging okkar við Afríku- tónlist sé í raun afturhvarf til upprunans. „Mamma er bældur blökku- maður“ segir Magga Stína. Og það er alveg rétt. Sólveig ljóm- ar þegar hún talar um Afríku- dansinn. Það kviknar á henni eins og peru og það stafar frá henni geislum. Hún á sér draum um að komast til Afr- íku einhvern tíma. „ Þegar maður hefur kynnst þessum afrísku dönsum getur maður ekki sagt skilið við þá“ segir Sólveig. „Ég brýst í gegn- um storma og hríð um hávetur til að fá að dansa í einn og hálfan tíma. Þessi tjáning er svo sterk, dansarnir eiga uppruna í lífi og störfum fólks- ins og við höfum enn ríka þörf fyrir þennan sterka takt, lífsrytmann.“ Magga Stína dansar ekki. „Ég hef ekki þessa stjórn á líkaman- um, ég held að heilahvelin í mér starfi ekki rétt“ segir hún. „Ég get þetta ekki.“ Hinar heimspeki- legu umræður fara aftur í gang og nú er agaleysið krufið. Það að geta ekki dansað er agaleysi að mati mæðgnanna. Sennilega er nokkuð til í því. Og þær eru líka sammála um að þær séu báðar agalausar. Sennilega nokkuð til í því líka. Magga Stína í barbíbleika eldhúsinu. „Bleikt er hennar litur" segir mamma hennar. Hvorug þeirra þolir að vera sett í fastar skorður. Báðar viðurkenna að þær geri yfir- leitt þveröfugt ef einhver ætlar að láta þær gera eitthvað. Báðar láta stjórnast af tilfinn- ingum. Margir sem hafa þenn- an karakter lenda í útistöðum við umhverfi sitt, en ekki þær. Þær eru svo „dannaðar." Rétt að byrja Það er nýr diskur í spilaran- um og tónlistin er framandi. Röddin er samt kunnugleg, það er húsráðandinn sjálfur að syngja. Magga Stína er að gefa út sína fyrstu sólóplötu „An Alb- um“. Það fylgir því auðvitað spenningur og annríki og það dugir ekkert agaleysi við plötuútgáfu. „ Mér finnst ótrúlegt að ég skuli hafa gert þetta“ segir Magga Stína. „ Ég vann mjög skipulega að þessu og er búin að vera að því í meira en heilt ár.“ Magga Stína er tilbúin að leggja allt í sölurnar fyrir plöt- una sína og er ekkert smeyk við dóma. Platan er hluti af henni og hún er ánægð með hana sjálf. Efnið var til fyrir löngu en allt í einu var kominn rétti tíminn til að gera þetta. Það hefur ekki verið átaka- laust, en nú er það búið. „Ég er svo heppin" segir hún. „Ég vinn með bestu hljómsveit í heimi og við ætl- um bara að halda áfram að spila saman. Það er stefnan fyrir framtíðina, halda áfram ' <4 C- Sölvi í Quarashi er bróðir Möggu Stínu. Þau syskinin ná vel saman því þau eiga sameiginleg áhuga- mál. Sölvi er nú í Argentínu. að spila og gefa út fleiri plötur, ég er rétt að byrja.“ Það er örugglega rétt. Þær eru sko ekki hættar þessar mæðgur, þær eru ótrúlega frjóar í hugsun. Útgeislunin frá þeim er dúndursterk og þær eru lítrík- ar, hvort sem litið er á innri eða ytri mann þeirra. Þær eru sko rétt að byrja þessar tvær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.