Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 16

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 16
Smásaga eftir Eddu Jóhannsdóttur Pað kom Helgu mest á óvart þeg- ar hún vaknaði þennan morgun að hún hafði sofið eins og steinn. Hún settist fram á rúmstokkinn og teygði fram fæturna í átt að inni- skónum, hímdi hokin á rúm- inu um stund en tók svo á sig rögg og fór á fætur. Hún hafði kviðið þessum degi í margar vikur en þegar hún tók upp tólið til hringja í vinnuna var hún róleg og æðrulaus. Hún myndi ekki mæta þar framar. Það kæmi af sjálfu sér, þeir kærðu sig ör- ugglega ekki um hana í vinnu eftir þetta. Skrýtið hvaða stefnu lífið gat teicið, ekki að hún vissi ekki að það sem hún gerði var rangt, auðvitað vissi hún það allan tímann, en á einhvern undarlegan hátt hafði hún talið sér trú um að 16 það hefði engin eftirköst og allt héldi áfram í föstum skorðum. Hún hafði verið tuttugu og átta þegar Óli fæddist. Hann var gleði hennar og auga- steinn frá fyrstu stundu þrátt fyrir að hún væri ein og neit- aði meira að segja að gefa upp faðernið. Sjálf vissi hún auð- vitað hver átti Óla, hún hafði ekki verið með öðrum en pabba hans, en hann hafði tekið skýrt fram að þau væru skilin að skiptum ef hún færi að gera kröfur til hans, enda harðgiftur maður. Hún kaus að segja honum ekki frá barn- inu. Hann bað ekki um skýr- ingar þegar hún sagðist ekki vilja hitta hann oftar, virtist jafnvel hálffeginn. Helga sá að hún gæti séð fyrir sér og barninu með því að vinna í skóbúðinni hálfan daginn ef hún fengi vinnu við skúringar eða húshjálp með. íbúðin sem hún leigði af Guð- mundi gamla, frænda sínum, var á sanngjörnu verði og hann lofaði að á meðan hann lifði fengi hún að vera. í þau nítján ár sem hún leigði á Njálsgötunni hækkaði karlinn aldrei leiguna. Helga var ánægð með sitt hlutskipti og helgaði sig Óla. Hann var yndislegt barn, ró- legur og blíður, og þau lifðu góðu lífi, fannst henni. Hún átti ekki marga vini en ágæta kunningja á vinnustað og eina systur sem hún hafði þó lítið samband við. Óla gekk ágæt- lega í skóla en var örlítið sér- sinna og eignaðist heldur ekki skólafélagana að vinum. Hann var heima að grúska í alfræðibókum meðan þeir spiluðu fótbolta, en kvartaði ekki. „Þeir eru svo barnaleg- ir,“ sagði hann fullorðinslega þegar hún hafði áhyggjur af að hann þyrfti að blanda meira geði við jafnaldrana og væri of mikið einn með henni. En þeim hafði auðvitað liðið vel, hún hugsaði vel um strák- inn sinn og var stolt af honum. Óli var á tólfta ári þegar það gerðist fyrst. Hún hafði verið óvenju lengi á fótum þetta kvöld, hlustað á útvarp, þveg- ið og straujað og lagt kapal. Óli var sofnaður þegar hún skreið undir sæng. Þau höfðu deilt rúmi frá því hann var ársgamall og þegar hún lagðist á koddann sneri hann baki í hana og hraut lágt. Hún mundi eftir að hafa vaknað við að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Hún hafði verið smá stund að átta sig en þegar hún skildi hvers kyns var lá hún grafkyrr og hélt niðri í sér andanum. Hún fann fyrir einkennilegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.