Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 14

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 14
VOLD F á hávaxnar konur hærri stöður? Hæð skiptir máli - sérstaklega þegar sótt er um atvinnu eða launahækkun. Þetta sýnir könnun sem gerð var í Bandaríkjunum á því hvers konar konur komast helst í valdastöður: „Hæð skiptir oft miklu máli þegar launahækkun kemur til tals. Hávaxnari konum eru færð meiri völd og þar af leiðandi hærri Iaun, auk þess sem þeim er sýnd meiri virðing en lágvöxnum konum,“ segir Irene Hanson Frieze, prófessor í atvinnusálarfræði við háskólann í Pittsburgh. Madelaine Albright, utanrík- isráðherra Bandarikjanna er lágvaxin cn valdamikil. LÁGVAXNAR HAFA MINNA SJÁLFSTRAUST Irene Hanson Frieze vann ásamt hagfræðingnum Jos- ephine Olson að rannsókn á samhengi hæðar, launa og valda hjá karlmönnum í við- skiptalífinu. Rannsóknin leiddi í ljós umtalsvert hærri laun hjá þeim sem hávaxnari voru, en engin slík rannsókn hefur ver- ið gerð á samhengi launa smá- vaxinna og hávaxinna kvenna. „Það kæmi þó engum á óvart þó niðurstöðurnar yrðu svip- aðar,“ segir Irene. „Sama lög- mál gildir í dýraríkinu: það eru stóru dýrin sem ráða.“ Hún hefur prófað þetta í kennslustundum hjá sér með því að láta hávaxið fólk sitja á gólfinu og það lágvaxna standa í púlti og segir þau lágvöxnu standa sig betur í slíkum tím- um. Hins vegar hafa verið gerðar rannsóknir á vinnu- markaðnum í Bandaríkjunum: „Þar kom í ljós að lágvöxnum konum finnst þeim falin minni völd en hinum hávöxnu og þær hafa almennt ekki jafn mikið sjálfstraust,“ segir Sharon Hollander, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Executive Solut- ions, sem framkvæmdi könn- unina. Að sögn Boris Senior, læknis á barnadeild sjúkrahúss í Boston, höfðu foreldrar á árum áður miklar áhyggjur af hæð dætra sinna og margir vildu láta þær í aðgerðir til að lengja þær eða setja þær á hormónameðferð: „Nú skiptir hæðin ekki jafn miklu máli og ef stúlkur eru mjög smávaxnar hafa foreldrar ekki sömu áhyggjur af þeim og þeir hafa af lágvöxnum sonum sínum.“ LÁGVAXIN = MINNIÓGN Útleggja má þá kenningu sem í gildi er í viðskiptaheiminum á þennan hátt: Þær konur sem oftast ná langt í viðskiptalífinu eiga allajafna í samkeppni við karlmenn. Flestir þeirra eru hávaxnir - og því verður kona að vera hávaxin til að ná ár- angri. Eða svona: Ef samasem merki er sett milli lágvaxinnar konu og kvenleika - og kven- leiki þykir neikvæður fyrir konur í viðskiptum - þá er nei- kvætt að vera lágvaxinn. „Ef Iágvaxin kona þykir tákna kvenleikann í hnotskurn, hætt- ir fólki til að segja jafnframt að lágvaxin kona sé síður sterk og geti síður haft völd,“ segir Thomas E. Cash, prófessor í sálarfræði. Mörgum karlmönn- um er illa við að þurfa að horfa upp til kvenna. Lágvaxnar konur, sem náð hafa langt í viðskiptaheiminum, segjast hafa nýtt sér hæð sína sér til framdráttar, þar sem þær urðu ekki eins ógnvekjandi og hinar hávöxnu í augum yfirmanna sinna (þeirra hávöxnu) og þeir því ekki verið jafn mikið á varðbergi gagnvart þeim. HVERNIG Á AÐ VIRKA HÆRRI? Stílisti við stórt auglýsinga- fyrirtæki í Bandaríkjunum gef- ur eftirfarandi ráðleggingar, viljirðu sýnast hærri en þú ert:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.