Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 23

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 23
* Lesandi segir frá Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitlhvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gæt- um fyllstu nafnleyndar. Lesandi sej»ir Stcingcrði Steiiiursdnttur sögu sína Hcimilisfangið er: Vikan - ,Lífsreynslusaga“, Seljavegur 2,101 Reykjavík, Netfang: vikan@frodi.is sjálf hvað þá að honum væri hleypt í einhverja könnunarleiðangra. Ef drengurinn minn hefði ekki verið þetta drauma- barn, sem hann var, hefði ég áreiðanlega endað á Kleppi. Eg treysti mér ekki til neins, veigraði mér jafn- vel við að taka upp síma og hringja í lækninn minn eða einhvern ókunnugan. Mér fannst enginn skilja mig, enginn hafa áhuga á mér og ég gæti allt eins verið dauð. I tvö ár gekk ég um með grátstafinn í kverkun- um og óttaðist stöðugt að bresta í grát. Það kom ein- hver vælutónn í röddina sem ekki hafði verið áður því ég var alltaf glaðsinna, bjartsýn og vinsæl. Ég gat ekki talað um annað en vandamál mín, hvað ég ætti erfitt, hversu illa allir kæmu fram og ég þráði ekkert heitar en að ein- hver létti af mér einhverju af þessari miklu ábyrgð sem mér fannst ég ófær um að bera. Ég ræddi hluta þessara vandamála við mömmu, vinkonurnar og hjúkrunarfólk í ungbarnaskoðuninni. Svörin frá mínum nánustu voru gjarn- an að ég ætti að hætta þessum kvörtunum. Ég ætti yndislegt, hraust barn og góðan mann og mér væru allir vegir færir. Hjúkrunarkonurnar sögðu að þetta væri algengt og liði hjá eða spurðu um sambandið við manninn. Ég varð auðvitað að játa að það væri ekki beysið og þá horfðu þær á mig með sjálfs- trausti þeirra sem hafa fundið upp hjólið og vorkenna þeim sem ekki þekkja notkunar- möguleika fullkomins hrings og sögðu: „Þið hjónin verðið bara að ræða þetta og finna lausn á vandanum.” Það, sem fólk áttar sig ekki á, er að þessi lýsing er byggð á því sem ég geri mér grein fyrir eft- ir á. A þessum tíma gat ég eng- an veginn skilgreint tilfinning- ar mínar eða gert mér grein fyrir af hverju mér leið stöðugt svona illa. Ég var einfaldlega stöðugt í uppnámi og tilfinn- ingar mínar voru svo ruglings- legar að mér fannst eitt í dag og annað á morgun. Hvað orsak- aði ástandið og það að ég þjáð- ist af stöðugri vanmáttarkennd vissi ég ekki. Auk þess fannst mér ég ekki hafa stjórn á neinu. Það er erfitt að ræða ástandið þegar þannig stendur á. Ég leitaði því gjarnan skýr- inga í framkomu fólksins í kringum mig og af nógu er að taka ef maður leitar vel. Hverja spurningu og hvert orð má túlka sem árás ef viljinn er nægur. Enn eru illa gróin ör á sál- inni eftir reynsluna af eftiifœðingaþunglyndi Astandið byrjaði loks að lag- ast eftir rúm tvö ár. Þá hreytti systir mín því í mig þegar ég kvartaði enn og aftur yfir áhugaleysi vina og vanda- manna á mér og minni líðan að ekki væri nema von að lítill áhugi væri á jafn leiðinlegri manneskju. Ég gerði ekki ann- að en að væla og vorkenna mér og flestir hefðu annað betra við frítíma sinn að gera en að eyða honum í að hlusta á slíkt. Þetta voru harkalegar aðfarir og ég mæli svo sem ekki með þeim en í mínu tilfelli dugðu þær. Ég gat ekki hugsað mér að missa sambandið við alla, sem mér þótti vænt um, og ein- setti mér því að reyna að brosa gegnum tárin hvernig sem líð- anin væri undir niðri. Segir ekki í dægurlagatexta: „Smile even though your heart is breaking”. Þetta gekk nú svo sem ekki alltaf í fyrstu en smátt og smátt fór ég að ná betri tökum á sjálfri mér. Það kann svo sem vel að vera að mín ákvörðun að breyta hegðun minni hafi ekki gert útslagið heldur ein- faldlega að tíminn, sá hægfara en öruggi læknir, hafi verið farinn að vinna sitt verk. Hitt veit ég að enn hef ég ör á sálinni eft- ir þessa reynslu og get jafnvel tárast þegar ég hugsa til þessa tíma. Það er lífseig þjóðsaga að sársaukinn, vanlíðanin og allt það andstyggilega í fæðingunni gleymist þegar litla barnið þitt er lagt á bringu þína í fyrsta sinn en það er ekki rétt. Ég hlustaði í vor á bresk- an félagsmannfræðing, Sheilu Kitzinger, sem sagði að konur, sem gengið hefðu í gegnum erfiðar fæðingar, sýndu oft sömu einkenni og konur sem hefðu orðið fyrir ofbeldisárás. Svokölluð áfallseinkenni sem í dag er gjarnan veitt áfallahjálp við. Ég segi þessa sögu mína vegna þess að margar konur standa í sömu sporum í dag og ég gerði þá. Hugsanlega getur þetta orðið til þess að þær geri sér grein fyrir hvað er að og leiti sér hjálpar áður en sárið er orðið það djúpt að það skilji eftir sig varanlegt ör.” 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.