Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 43

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 43
akan ir lengur! F u 11y rðin g. Hvað á að gera? 1 Hvers vegna. ~ H - — Mundu að það tekur aðeins hálftíma, þrisvar í viku, að gera œfingar sem halda þér í góðri þjálfun. Veldu þér œfingar sem taka ekki meira en 30 mínútur. Farðu á líkamsrœktarstöð eða í innanhúss sundlaug, fjárfestu í hjóli eða hlaupabraut. Taktu frá fastan tímafyrir œfingarnar og haltu þig við þann tíma. Tímaskortur er það sem flestir afsaka sig með. Fólk veit að æfingar gera þeim gott, en sú viska kemur þeim ekki endilega af stað. Skipuleggið œfingar eins og allt annað, ss. starfsmannafundi eða kvöldverðarboð. Eg get ekki æft á morgnana (ég er ekki morgunhani!) Æfðu þá í hádegi eða síðdegis. Það gerir sama gagn. Flestar heilsuræktarstöðvar bjóða upp á kvöldtíma. Líkaminn brennur jafn mörgum kalóríum hvenœr dagsins sem œfingar eru gerðar. Æf- ingar í hádegi eða á kvöldin geta fengið þig til að slaka á. , Eg hef ekki tíma fyrir æfingar nema á morgnana. 1 Það er gott að œfa á morgnana, svo fremi sem þú gerir upphitunarœfingar í 10-15 mínútur á undan. Þú mátt borða eitthvað létt, kexköku eða fá þér ávaxtasafa. Gœttu þess bara að vera nógu vel vak- andi til að einbeita þér að œfingunum og gera þœr á réttan hátt. Kosturinn við morgunœfingar er sá að þú átt þá frí frá þeim það sem eftir er dagsins. Trúðu aldrei þeirri bábilju að það sé hœttu- legt að gera œfingar á fastandi maga. . Eg er svo slæm í hnjánum. \ Minnkaðu áhœttuna á að meiðsli í hnjám taki sig upp, með þvíað takmarka lyftingar, þarsem þú beyg- ir og réttir hnén til skiptis Gerðu slíkar œfingar ekki oftar en tvisvar í viku. Hins vegar geturðu œft þig með því að synda, hjóla, róa eða gera léttar œfingar. Hnémeiðsli geta tekið sig upp við hlaup, hopp og snúninga. Þú þarft ekki að hœtta œfingum, lœknir eða þjálfari getur kennt þér réttar œfingar til að styrkja hnéin. Handleggirnir á mér eru svo niátt- lausir. Margar konur kvarta undan þessu, en það er hœgt Röskar konur láta ekki undan máttleysi í að gera œfingar með léttum lóðum til að styrkja handleggjum. Þœr hjóla, hlaupa og stunda upphandleggi. Rakkett bolti, sund, hröð ganga þar œfingar, þar til þœr finna að efri líkams- sem handleggjum er sveiflað fram ogaftur og róður, hlutinn styrkist og um leið finna þœr til sí- - meira að segja garðvinna - hjálpa til. fellt minni þreytu. Ég fæ krampa þegar ég er á blæð- ingum og treysti mér ekki til að æfa. Láttu líkamann ráða hvenœr og hversu oft þú œfir meðan á blœðingum stendur. Ef þér finnst verkur- inn versna við œfingar, slepptu þeim þá. Sumum konum finnst œfingar slá á krampana. Áhrif æfinga á verki semfylgja blæðingum eru einstaklingsbundnar. Mörgum konum finnst hraðar œfingar létta á verkjunum. Hins vegar á enginn, sem líður illa, að pína sig til að œfa. Þú dettur ekki úr œfingu þótt þú sleppir úr einum degi eða tveimur. Ég verð strax úrvinda. j| Efþú ertfarin að mœðast löngu áður en þú verður þreytt í fótum og höndum, veldu þá œfingar þar sem þú getur auðveldlega hœtt þegar þú mœðist. Haltu svo áfram að ganga, hjóla eða hlaupa. Þetta styrkir öndunarkerfið. Þetta er algengt vandamál, sérlega hjá fyrrum reykingafólki, asmasjúklingum og þeim sem ekki hafa œft að ráði í einhvern tíma. Þú verður að byggja upp þrek á markvissan hátt: œfa - hvíla - œfa. . Ég er of þung og óttast að æfingar geti reynst mér hættulegar. Fáðu samþykki læknis áður en þú ferð að œfa. Best erfyrir þig að byrja á hröðum göngum til að ná nið- ur þyngdinni. Sund er líka í lagi, en það brennir ekki eins mörgum kalóríum. Síðan geturðu snúið þér að hlaupi og líkamsræktaræfingum. 1 Fáar aðferðir, til að missa þyngd, eru árang- ursríkar án æfinga. Þú getur náð árangri ef þú byrjar hægt og býst ekki við árangri STRAX. Það er alltaf vinna að œfa;líka fyr- ir þá sem eru vel á sig komnir. Og þrátt fyrir goðsögnina um að „œfingar geri menn svanga" hafa kannanir sýnt, að það að stunda æfingar, minnkar matarlystina. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.