Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 15

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 15
Hér er onnur lávaxin og valdamikil. Ingibjorg Sólrún Gisladóttir er lávax- in en mikil manneskja. Klæddu þig rétt! Gættu þess hvernig þú klæð- ir þig. Vertu í síðum jökkum og stuttu pilsi eða öfugt. Veldu fatnað með smáu mynstri og hafðu hann úr mjúku efni. Belti eiga að vera samlit efni á pilsi eða kjól. Ekki hneppa upp í háls - opið hálsmál lengir þig. Vertu í skóm og sokkum í sama lit. Ekki missa móðinn! Að öllu framansögðu er þó ekki rétt að draga þá ályktun að smávöxnum konum gangi endilega alltaf verr en hinum hávöxnum að komast til borgu Lofts, aðstoðarfram- kvæmdastjóra Verðbréfa- markaðs Islandsbanka,“ segir Katrín, sem hefur starfað hjá Hagvangi í 15 ár og þekkir því vel til íslenska viðskiptalífsins. Hún talar líka af reynslu því hún er nýorðin einn eigenda að stóru, alþjóðlegu fyrirtæki - og bendir á sjálfa sig: „Ég er ekki nema 1.64 sm á hæð!“ Teitur Lárusson, sem hefur rekið eigin ráðningarþjónustu síðustu 10 árin, var áður starfsmannastjóri Sláturfélags Suðurlands í 17 ár og hefur því hartnær þriggja áratuga reynslu af mannaráðningum. Hann segist aldrei hafa heyrt neitt um það að hæð og völd fari saman og aldrei orðið var við þetta. í sama streng tekur María Ósk Birgisdóttir hjá STRA starfsráðningum: „Ég hef aldrei heyrt á það minnst að vinnuveitendur vilji ekki ráða manneskju til starfa vegna hæðar hennar og þá skiptir ekki máli hvort hún er hávaxin eða lágvaxin. Jafnvel þótt eitthvað slíkt hvarflaði að vinnuveitanda, held ég að hann myndi aldrei gefa það upp. Þetta hlýtur að vera sér amerískt fyrirbrigði - sem bet- ur fer!“ Gott er til þess að vita að ís- lenskir atvinnurekendur skuli gera sér grein fyrir að meira þarf til en sentímetra þegar fela á fólki ábyrgðarstöðu. Margar íslenskar konur hafa náð langt án þess að nokkur hafi velt fyrir sér hvort þær séu hávaxnar eða lágvaxnar og er borgarstjórinn í Reykja- vík kannski nærtækasta dæm- ið. Og ef við viljum fara út í heim þá þurfum við ekki ann- að en að horfa á Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að sjá að sentímetrar hafa ekkert með völd að gera...! Lækkaðu róminn Ekki beita röddinni til að sýna mátt þinn. Finndu lægsta tóninn og haltu honum. Lág- vöxnum konum hættir oft til að beita „barnalegri“ röddu. Það eru mistök. Eigðu frumkvæðið Gættu þess að eiga sem oft- ast frumkvæðið. Vertu fyrst til að rétta fram hönd þína, fyrst til að ná augnsambandi og fyrst til að hefja samræður. Gefðu þér nægilegt rými Konum hættir til að hafa allt pent í kringum sig. Breiddu úr blöðunum á skrifborðinu þínu og færðu stólinn þinn örlítið frá borðinu. Sýndu að þú þurfir rými. Ekki standa hjá hávaxinni manneskju Stattu aldrei við hlið þess sem er hávaxnari en þú, getir þú komið því við. Þetta á til dæmis við á fundum þar sem staðið er... Sittu Það besta við sæti er að allir sem sitja virðast vera jafn háir. Ef þú þarft að eiga alvar- legar samræður við viðskipta- vin, bjóddu honum þá út að borða eða á kaffihús - á stað þar sem öruggt er að þið sitjið bæði. valda. Að sögn Dale Flanag- an, framkvæmdastjóra í New York, er það lágvaxna konan sem hefur mun meiri áhyggjur af hæð sinni en aðrir. Og þótt Flanagan viðurkenni að oft gangi hávöxnum konum betur að fá starf þá er það alltaf á endanum „gáfur, löngun og metnaður sem bæta upp þá sentímetra sem á vantar“. BANDARÍSKUR VERU- LEIKI? Hvernig skyldi þessum mál- um vera háttað hér á landi? Skiptir hæð kvenna máli þeg- ar ráðið er í ábyrgðarstöður? „Nei“, er sameiginlegt mat fólks sem starfar á ráðningar- stofum: „Ég hef aldrei heyrt að hæð skipti máli við ráðn- ingar,“ segir Katrín Óladóttir, ráðningarstjóri hjá Hagvangi og einn eigenda alþjóðafyrir- tækisins Pricewaterhouse- Coopers. „Menn gera ekki at- hugasemdir við hæð og útlit, nema það hreinlega hamli fólki í starfi. Það getur hent þegar leitað er að afgreiðslu- fólki til verslunarstarfa að beðið sé um að tekið sé tillit til hæðar, en aldrei þó þannig að það sé skilyrði eða verði til þess að viðkomandi fái ekki starfið. Það eru margar konur sem eru ekki hávaxnar í ábyrgðarstörfum á íslandi og nægir þar að benda á Vil- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.