Vikan


Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 10

Vikan - 10.09.1998, Blaðsíða 10
stundað framhjáhald. Menn vilja ekki fá leyndarmál sín eða annarra upp á borðið þótt slík afhjúpun geti almennt leitt til góðs. Það er athyglisvert að Clinton hefur beðist afsökunar á framferði sínu með nákvæm- lega sama hætti og Esra gerir í lok Sálumessu syndara. Tveir karlmenn sem viðurkenna syndir sínar. Munurinn er að- eins sá að Clinton reyndi að ljúga sig út úr málinu fram á síðustu stundu en Esra leggur allt sjálfviljugur og bljúgur á borðið." Var það erfitt, Jóhanna, að fylgjast með starfsfélögum og vinum fjalla um þessi mál? „Eg varð lítið vör við að starfsfélagar mínir ræddu þessi mál. Kannski voru þeir að hlífa mér. í mesta lagi voru þeir al- mennt hissa á öllum þessum úlfaþyt. Almennt var ég mest hissa á því hve fólk var fljótt að mynda sér skoðun án þess að hafa nokkurn tímann opnað bókina." Ingólfur segist hafa orðið undrandi á landlækni og for- ráðamönnum læknafélaganna að ráðast á aldraðan starfs- bróður sinn af þeirri grimmd og hörku sem raun bar vitni. „Eg hafði talið eðlilegra að þeir hefðu staðið með starfs- bróður í vanda í stað þess að gera allt sem í valdi þeirra stóð til að niðurlægja hann og van- virða. Þaö er eins og þeir hafi látið undan gífurlegum ytri þrýstingi. Þeir hjuggu þegar þeir áttu að hlífa og komu mál- inu í raun í þann farveg sem það fór„. Margir voru undrandi á Ingólfi að hafa tekið að sér að skrifa bók sem þessa og vildu meina að hann hafi átt að geta séð viðbrögðin fyrir. En hvað segir hann sjálfur, er hann ánægður þegar upp er staðið? „Ég er mjög ánægður með bókina í heild. Þetta er erfið- asta bók sem ég hef skrifað en kannski sú dýpsta. Þetta er ekki gallalaus bók. Það er auð- velt að vera vitur eftir á og segja: Við hefðum átt að um- orða þessa setningu, sleppa þessu og svo framvegis. Hvor- ugan okkar Esra óraði fyrir þessu fári. Það er vonlaust að sjá fyrir viðbrögð lesenda að öllu leyti og óæskilegt að mörgu leyti. Sumt í bókinni orkar tvímælis, eftir á að hyggja. Ég hef mikið hugsað um það og spurt sjálfan mig: Gerðir þú rangt með því að skrifa þessa bók? Ég hef oft velkst í vafa. Mér finnst erfitt að vita til þess að skrif mín hafi sært fólk eða valdið því þján- ingum. Og mér finnst sjálfsagt að biðja það fólk velvirðingar. A hinn bóginn bið ég einnig um skilning á innihaldi bókar- innar. Ég bið fólk um að lesa bókina í heild - fordómalaust og leggja síðan dóm sinn á hana. Ég er líka ánægður með öll þau jákvæðu og uppörvandi viðbrögð sem ég hef fengið frá fjölmörgum lesendum hennar. Og ég er sannfærður um að með tímanum á Sálumessan eftir að hjálpa fleirum frekar en hneyksla eða særa.“ Það mynduðust góð kynni og fallegt samband á rnilli þeirra hjónanna og Esra, meðan á gerð bókarinnar og útgáfu hennar stóð, og saman stóðu þau sem klettur meðan þau börðust við dóma þjóðarinnar. Esra býr nú ásamt Éddu konu sinni á Florída. Haldið þið enn- þá sambandi við hann? „ Auðvitað“, svarar Ingólfur að bragði. „Jafn náin samvinna eins og við skrif ævisögu skap- ar alltaf sterk tengsl til framtíð- ar. Ævilöng vinátta hefur skap- ast milli mín og allra þeirra persóna sem ég hef skrifað um. Esra er þar engin undantekn- ing. Við höfum haft talsvert samband við Esra og Eddu frá því þau giftust og fluttu til Bandaríkjanna í sumar. Ég hef hringt í Esra frá Bretlandi, núna síðast á áttræðisafmælis- daginn hans í september. Það er gott í honum hljóðið og mér heyrist honum líða vel á Flór- ída. Það gleður mig sannar- lega.“ LÍFIÐ ER TIL AÐ LIFA ÞVÍ En snúum okkur þá að allt öðrum málum. Hvers vegna hafið þið verið að hugsa svo lengi um að flytjast til dvalar og starfa erlendis? „Það liggur auðvitað í augum uppi að við höfum ágæta að- stöðu til búa og vinna erlend- is,“ svarar Jóhanna. „ Læknis- starfið er alþjóðlegt og Ingólfur getur stundað ritstörf hvar sem er í heiminum, ekki síst á tím- um Internetsins þar sem öll al- þjóðleg samskipti eru orðin hröð og einföld. Því ekki að nýta sér það.“ Og Ingólfur bætir við: „ Við viljum bæði lifa lífinu lifandi; kynnast nýju fólki, nýjum lönd- um og menningu annarra landa. Þannig höfum við alltaf verið og munum alltaf vera. Lífið er allt of stutt til að sitja á sömu torfunni til dauðadags. Við höfum aldrei grafið okkur niður í læst störf á Islandi eða langtíma skuldbindingar. Það hefur lengi verið ætlun okkar að fara aftur út og setjast að - í skemmri eða lengri tíma - í er- lendu landi. Ekki síst til að endurhlaða sig, taka sér frí frá argaþrasinu heima og fylla skilningarvitin af nýjum áhrif- um.“ Jóhanna segir þessa ákvörð- un um að breyta til ekki hafa verið skyndiákvörðun. „Fyrir þremur árum ákvað ég að fara yfir í heimilislækningar en hafði áður unnið á kvennadeild Landspítalans í u.þ.b. áratug. Mig langaði til að fara utan og kynnast því hvernig heilsu- gæsla er framkvæmd annars staðar en á Islandi. Aðaltil- gangurinn með flutningnum er því að ég er að fara í fram- haldsnám. Bretland varð fyrir valinu að lokum en Bandarík- in, Kanada og Noregur höfðu verið til skoðunar. I Bretlandi er löng og góð hefð fyrir heim- ilislækningum og starfsemin vel skipulögð. Það var margra mánaða undirbúningsvinna að komast í slíka framhaldsnáms- stöðu í Bretlandi; ég þurfti að sækja um breskt lækningaleyfi, lesa auglýsingar um stöður í breska læknablaðinu, senda út ótal umsóknir, fara til Bret- lands í viðtöl og að lokum velja stað. Búferlaflutningur á miðj- um aldri er einnig meira en að segja það.“ En er það ekki einmitt erfitt Þeir eru ekki lengur med sjónvarpsþáttinn Á elleftu stundu, félagarnir Ingó og Árni Þórarinsson. Ingó kynnir sér breska sjónvarpsþáttagerð þessa dagana 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.