Vikan


Vikan - 10.09.1998, Síða 53

Vikan - 10.09.1998, Síða 53
Hver á bíl sem getur allt? Dýrðlingurinn!!! Jahá - og nú er hann að verða 71 árs. Nei, það getur ekki verið. Jú, það stendur: Roger Moore er fæddur 14. október árið 1927. - Roger Moore var alltaf mikill námshestur og var ævinlega hæstur í sínum bekk, en honum gekk samt best í listasögu og teikningu. Þegar hann var 13 ára vant- aði hann vinnu og vinur hans stakk upp á að hann reyndi að fá aukahlutverk í kvikmyndinni Sesar og Kleópatra. Þar fékk hann leikarabakteríuna, sem hann hefur aldrei losnað við... Einn af tenorunum þremur, sjálfur Luciano Pavarotti, verður 63 ára 12. október og á þar af leiðandi sama fæðingardag og tónskáldið og org- / anistinn Páll ísólfsson. Pavarotti söng frá unga aldri í kór ' óperuhússins í heimabæ sín- um, Modena á Ítalíu, en hann lærði til kennara og hafði ekki ætlað sér að leggja sönginn , fyrir sig. Það var / ekki síst fyrir hvatningu föður hans, sem hafði líka sönginn sem áhugamál, að Pavarotti ákvað að leggja sönglistina fyrir sig. Hann kom fyrst fram sem Rudolfo í óperunni „La Bohéme” eftir Puccini árið 1963. Upp á síðkastið hefur Pavarotti skipulagt góðgerðartón- i X leika víða um heim til að- stoðar stríðshrjáðum börn- I um í Bosníu. Með sér í lið hefur hann fengið til dæmis Michael Bolton og Bono úr hljómsveitinni U2... Það verður ekki sagt annað en að hæfileikar einkenni nokkra sem eru fæddir 16. október... Þeirra á meðal eru Oscar Wilde (fæddur árið 1854), leikkonan Angela Lansbury (fædd 1925) og leikarinn Tim Robbins, sem verður fertugur í ár. Tim Robbins býr með Susan, sem er 12 árum eldri en hann og þau eiga syn- ina Jack Henry og Miles Guthrie Robbins, auk þess sem Tim er fósturpabbi Evu Mariu, dóttur Susan og ítalska leikstjórans Franco Amurri... 7777.X Ungir drengir, í risastórum hlutverkum, fá Rós Vikunnar að þessu sinni. Það eru þeir Grímur Helgi Gíslason og Sveinn Orri Bragason sem skiptast á að leika Snúð Ljónshjarta á stóra sviði Þjóðleikhússins þessa dagana. Þeir standa sig alveg frábærlega, eins og allir í sýn- ingunni, en það er ekki fyrir hvern sem er að leika svona stórt hlutverk og vera inni á sviðinu allan tímann. Þeir ná að halda athygli barnanna í salnum allan tímann og kalla fram bæði sorg og gleði hjá ungum og öldnum sem horfa á þessa frábæru barnasýningu. Viðari Eggertssyni hefur tekist vel upp að leikstýra þessum ungu stjörnum. Rós Vikunna Þekkir þú einhvern sem á skilið að fá rós Vikunnar? Ef svo er, hafðu þá samband við „Rós Vikunnar, Seljavegi 2,101 Reykjavík4 og segðu okkur hvers vegna. Einhver heppinn verður fyrir valinu \j>g fær sendan glæsilegan rósavönd frá Blómamiðstöðinni. BWMAM»STÖ»IN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.