Vikan


Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 8

Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 8
Þrítugur vinur aftur með bleiu Bjarni Haukur Þórsson, leikari, vakti mikla athygli í sýningunni Hellisbúinn. Ekki var laust við að sýning- in kœmi við kaunin á mörg- um og vekti umtal um sam- skipti kynjanna. Bjarni Haukur segir það ekki vera neitt sérstakt sem hann vildi síður vita um náungann en man vel eftir atviki þegar ónefndur vinur hans lagðist inn á sjúkrahús. „Hann þurfti að gangast undir svona „kjallaraað- gerð". Numinn var burt tví- burabróðir sem er einhvers konar bólga þarna niðri. Hann þurfti að ganga með bleiu á eftir sem skipt var um reglulega á sjúkrahús- inu. Hann lýsti því í smáat- riðum þegar hann kom af sjúkrahúsinu hversu óþægi- legt það hefði verið að vera aftur kominn með bleiu eftir tuttugu og átta ára frelsi frá þess háttar hlutum. Einnig hafði hann orð á því að mest hefði hann kviðið því að ung og ákaflega falleg ganga- stúlka yrði einhvern tíma látinn skipta á honum því þá hefði „besti vinurinn" getað tekið eitthvað við sér og far- ið að sýna viðbrögð. Það var svo sem ekkert voðalega gaman að hlusta á þetta en verst var að hann kallaði sjúkdóminn alltaf Arnór og Bjarka í höfuðið á knatt- spyrnutvíburunum frægu og ég hélt um tíma að sjúkdóm- urinn héti þessu nafni. Einhverju síðar var ég staddur í matarboði með nokkrum læknum og fór þá að tala um hversu voðalegur sjúkdómur Arnór og Bjarki væri. Þeir skildu auðvitað ekki neitt og héldu lengi vel að um einhvern nýjan og sjaldgæfan sjúkdóm væri að ræða." Það á ekki dæma fólk eftir skoðunum þess Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfrœðingur, skrifaði pistla um kynlífí Dag og þótti berorð og opinská. Kynlíf hefur ígegnum tíðina verið eitt afþeim málefnum sem fólk á erfitt með að tjá sig um og margir hafa litla löngun til að rœða um það. En er eitthvað sem hjúkrun- arfræðingur sem allt þarf að vita um starfsemi líkamans vill ekki vita um naung- ann? „Það er þrennt sem ég vil ekki vita um fólk og það er hvað það trúir á, hvað það kýs og hjá hverjum það sefur. Þetta eru málefni sem mér finnast ekki koma mér við og þoli ferlega illa að fólk sé dæmt eftir því hvar það stendur að þessu leyti. Fólk er bara fólk og sem betur fer eru engir tveir eins. Við höf- um mismunandi smekk og mismunandi skoðanir sem er eins gott því annars væri erfitt að lifa hér. Eg kannast sjálf við fordóma af þessu tagi og minnist þess að ákveðið fólk hafnaði um- gengni við mig af því það hélt að ég hefði ákveðnar stjórnmálaskoðanir. Þetta er þröngsýni. Auðvitað er fullt af hlut- um sem mér koma ekkert við í lífi fólks en ég er tilbú- in að gleðjast með öðrum þegar gengur vel og finna til með þeim þegar gengur illa. Ég lít svo á að verið sé að leggja fólk í einelti þegar sí- fellt er verið að áfellast það og tala niðrandi um það. Ég er vön því að standa upp og láta vita að ég vilji ekki taka þátt í slíku þótt ég hafi svo sem orðið vör við að því sé ekki vel tekið. Margir átta sig ekki á að með þögninni eru þeir að taka þátt í einelt- inu. Bæði illmælgi urn ná- ungann og það að bregðast ekki við illmælgi tel ég ljóð á ráði fólks." Gerðu þér greiða og hafðu þetta fyrir sjálfa þig: Magakveisu barnanna þinna og þitt eigið harðlífi. Ýmis smáatriði sem eiga sér stað í hjónasænginni. Ælur og ógeðslegan mat meðan verið er að borða. fNákvæmar lýsingar á aðgerðum lækna á þínum skrokki. Lýsingar á útliti þínu fyrst eftir langvarandi veikindi. Langlokusögur af því hver sagði hvað við hvern þegar „ósvífni" maðurinn gekk loks of langt. Iítarlegar frásagnir af nefrennsli og slímuppgangi í síðustu flensu. Vídeóið af fæðingu síðasta barnsins þíns. Langar og óstjórnlega vel tíundaðar sögur af fæðingum. Ættartölur raktar aftur til Egils Skalla-Grímssonar. Söguþræðinum í framhaldssögu útvarpsins eða uppáhaldssápunni þinni í sjónvarpinu. Frægðarsögur af börnunum þínum 8 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.