Vikan


Vikan - 10.05.1999, Page 18

Vikan - 10.05.1999, Page 18
Texti: Steingerður Steinarsdóttir Er-11íillí11 valinn vio skóna, fötin, greiðslun Frá því farsímavæðingin byrjaði hefur verið um það talað hversu duglegir íslendingar eru að tileinka sér nýjustu strauma og stefnur í tækninni. Nú virðist hins vegar tæknileg fullkomnun hafa vikið ffyrir hönnun og stíl. Augljóst er að ekki eru allir símar smart og þeir sem draga upp gömlu þykku kubbana á kaffihúsi koma strax upp um að skynbragð þeirra á tískustrauma er ákaflega vanþroskað. Sumum símum fylgir orðið framhlið í mismunandi litum sem skipta má út eftir því hverju símnotandinn klæð- ist eða hvert hann er að fara. Allt bendir til þess að sérstök kvenna- og karlalína sé að skap- ast og í kvikmyndahúsum má sjá nýja auglýsingu frá síma- fyrirtæki. Þar sem ungur mað- ur á uppleið klæðist fallegum, Liv Bergþórsdóttir, mark- aðsstjóri Tals segist sjá þess greinileg merki að ákveðin tískulína gildi í farsímum. „í ár hefur grátt verið mikið í tísku og silfurlitir og gráir símar seljast betur en aðrir. Eg vel sniðnum jakkafötum og er sáttur við heildarsvipinn þegar hann sér að síminn passar vel við klæðnaðinn. Þessi tfsku- sveifla er skiljanleg þegar nýj- ustu farsímarnir eru skoðaðir. Þeir eru liprir, léttir, og falleg- ir. Hugsanlega má líkja mun- inum við blöðruskóda og BMV. Hversu skynsamur og hófsamur sem maður vill vera í kröfum sínum til aukinna lífsgæða verður að viðurkenna að BMV höfðar heldur meira til fegurðarskynsins en hinn. hef heyrt að bleikt sé sumar- liturinn í ár og er spennt að vita hvort bleikir símar fylgi," segir Liv sposk. Þrennt skiptir máli „Símaframleiðendur tala um að það sé þrennt sem skiptir máli. Stærðin er mikil- væg, margir vilja og þurfa litla síma sem hentar að geyma í töskum en aðrir vilja frekar stærri og meira áberandi tæki. Liturinn er, eins og ég sagði áðan, einnig atriði. Skjárinn er svo þriðja aðalatriðið. SMS skilaboðakerfið nýtur æ meiri vinsælda en það er kerfi sem gerir þér kleift að senda texta- skilaboð milli síma. Ýmist með því að fara inn á heima- síðu símafyrirtækisins eða í tölvupóstinn þinn, hringja í símann sem þú vilt senda boð í og prenta inn skilaboðin. Til að auðvelt sé að lesa texta- skilaboð af skjánum verður hann að vera skýr og þess vegna hefur stór framleiðandi eins og t.d. Nokia ekki farið út í að minnka skjáinn þótt krafan hafi verið sú að minnka símana. A nýjustu símun- um er hægt að slá boðin beint inn á símtækið. Þú getur einnig valið að fá tölvupóstinn þinn sendan í símann og ef það hent- ar þér getur þú tiltekið frá hvaða hóp þú vilt fá áfram- sendan póst og á hvaða tíma. Vegna þess- ara auknu tengsla tölv- unnar og símans fer þjónusta símafyrir- tækisins að skipta meira máli en símtækið. GSM símar í dag geta allir það sama, notandinn þarf bara að tileinka sér og nýta möguleika símans. Unglingarnir virðast gera það strax og þau eru flestir eldfljótir að slá skilaboð inn á símann og senda. Aðrir þurfa lengri tíma og sú leið hefur verið farin hjá Tal að bjóða upp á kvöldnámskeið í notkun símanna. Elsti nem- andi okkar fram að þessu var 85 ára. En vegna þess að símarnir búa orðið allir yfir sömu tækni skiptir útlitið einmitt meira máli. Motorola hefur t.d. fært útlitshönnun sinna síma til Ítalíu en ítalir eru mjög framarlega í tískuhönnun. Motorola er nýbú- ið að setja á markað síma sem er svo lítill að hann pass- ar vel í innan- ávasa á jakka. Ég hef þá tilfinningu að litlu símarnir henti karlmönnum betur. Konur geyma símann gjarnan í handtöskunni og ef hann er of lítill ná þær ekki að finna hann áður en sá sem hringir gefst upp á að bíða eftir svari. 18 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.