Vikan


Vikan - 10.05.1999, Page 24

Vikan - 10.05.1999, Page 24
Texti: Steingeróur Steinarsdóttir Öll danska þjáðin bfður erfingja og Jóakims étt fyrir páska til- kynnti danska kon- ungshöllin að Alex- andra eiginkona yngri prins- ins, Jókims, væri ófrísk eftir þriggja og hálfs árs hjóna- band. Alexandra hefur unn- ið hug og hjörtu Dana svo barnið er sannkallað óska- barn, ekki bara þeirra hjóna heldur þjóðarinnar allrar. Margir íslendingar hafa ekki síður fylgst með til- hugalífi, brúðkaupi og gengi Alexöndru en Danir. í fyrstu veltu margir því fyrir sér hvernig sjálfstæð, metn- aðarfull og vel menntuð ung nútímakona tæki því að vera bundin á klafa stífra hirð- siða. Flestir eru minnugir þess hvernig opinbera lífið og ágangur fjölmiðla fóru með Díönu prinsessu, ekki síst vegna þess að prinsess- urnar eru oft bornar saman og þykja um margt líkar, báðar fágaðar, fallegar, hlýj- ar og bera geislandi per- sónu. Tígulleiki Alexöndru og hlýja við opinberar at- hafnir þykir einnig um margt minna á Díönu. Veltu því sumir fyrir sér hvort danska prinsessan ætti eftir að eiga jafn erfitt og sú breska. Því er skemmst frá að segja að Alexandra virð- ist eins og sniðin að dönsku hirðlífi en danska hirðin er mun frjálslegri og heimilis- legri en sú breska. Alexandra er mikil barnagæla og hlakkar til að verða móðir Þessi sérstæða og fallega kona er að einum fjórða kínversk. Faðir hennar er kaupsýslumaður frá Hong Kong, af breskum og kín- verskum uppruna, en móðir- in austurrísk. Alexandra á tvær yngri systur en þær eru báðar evrópskari yfirlitum en hún. Þær systur eru ákaf- lega nánar og nota hvert tækifæri sem gefst til að spjalla saman eða hittast. Yngri systurnar gleðjast nú ákaflega fyrir hönd þeirrar elstu og segja hana mikla barnagælu sem alla tíð hafi langað að eiga börn. Alexandra gekk í Eyja- skólann (Island School) í Hong Kong. Skólinn er þekktur fyrir strangan aga og hugsanlega hefur veran þar búið hana undir líf undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almennings. Hún spilaði með hokkíliði skólans og þótti þó nokkuð efnilegur leikmaður. Strax á ungaaldri lýsti Alex, eins og prinsess- an er gjarnan kölluð, því yfir að hún hygði á starfsframa. I Hong Kong er viðskiptalífið blómlegt og flestir, sem metnað hafa og dugnað, reyna fyrir sér í viðskiptalífi borgarinnar. Alex var engin undantekning frá því og sagt var að hún hefði unnið nótt og dag hjá hinu alþjóðlega fjárfestingafyrirtæki sem hún vann hjá til að sanna getu sína. Elja hennar og iðni borgaði sig því hún vann sig upp frá að vera að- stoðarstúlka í að vera virtur og mikils metin aðstoðar- framkvæmdastjóri. Sagt var að Alexandra hefði átt í þó nokkru sálar- stríði áður en hún ákvað að játast prinsinum og hún hafi gert sér fyllilega grein fyrir að hún yrði að færa mikla fórn. Þótt Danir séu frjáls- lyndir þykir ekki hæfa að meðlimir konungsfjölskyld- unnar vinni launaða vinnu utan skyldustarfanna sem fylgja titlunum. Líkt og flestir sem gegna opinberum stöðum verða hjónin Alex- andra og Jóakim stöðugt að passa upp á ímynd sína. Al- exandra er ekki óvön því þar sem að framkvæmda- stjóri fjármálafyrirtækis í Hong Kong má tæpast vamm sitt vita, enda mynda það skaða ímynd fyrirtækis- ins ef svo væri ekki. Margrét Danadrottning og maður hennar, Hinrik prins, eru sögð yfir sig hrifin af tengdadótturinni og Ingríður drottning, móðir Margrétar, líka. Friðrik krónprins og yngri bróðir hans, Jóakim, eru miklir vin- ir og krónprinsinn hefur tek- ið konu bróður síns ákaflega vel. Engin ský eru því sjáan- leg á heiðskírum himni dönsku konungsfjölskyld- Sagt var að Alexandra liefði liikað áður en luin játaðist prinsin- iiin. Hér er liiin augljóslega búin að gera upp hug sinn. 24 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.