Vikan


Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 30

Vikan - 10.05.1999, Qupperneq 30
TEXTI: Jóhanna Harðardóttir Ylur og notaleg stemmning Líf í sumarbústöðum á íslandi snýst því mið- ur ekki eingöngu um skemmtilega útiveru því stundum haga veðurguðirnir því þannig til að við þurfum á því að halda að geta haft það gott innanhúss líka. Húsin þurfa að vera vel kynnt og hlý og ekki sakar að hlýjan sé ekki bara lík- amleg heldur í sálinni líka. Fleiri og fleiri velja sér ofna í sumarbústaðinn sem hægt er að brenna í viði eða rusli, bæði til að fá þessa þægilegu stemmningu sem lifandi eldur gefur og einnig, eins og áður sagði, til að geta brennt rusl og afganga sem til falla í bústaðnum. Það er auðvitað til fyrir- myndar. Ótal kostir Upphaflega þýddi danska orðið „kamin" opið eld- stæði, en svo var það notað 30 Vikan yfir stóra svarta ofna, oftast úr steypujárni, þar sem eld- urinn var opinn. Núna eru allir ofnar með opnu eldhólfi kallaðir kamínur og þessir ofnar hafa í seinni tíð öðlast end- urnýjun lífdaganna með öll- um þeim fjölda sumarhúsa og garðstofa sem byggðar eru. Kamínur eru líka að mörgu leiti frábærar, þær eru miklir og góðir hitagjaf- ar, auk þess sem þær eru bæði fallegar og rómantísk- ar og setja vinalegan blæ á umhverfið. Það má brenna í þeim nánast öllu því sem á annað borð getur brunnið og ekki gefur frá sér eitrað- ar gufur. Margar gerðir kamína má nota í staðinn fyrir eldavél þegar á að snara einhverju heitu á borðið. Það má hita sér kaffi, súpur og annað þess háttar á eða í karnín- unni, steikja sér pylsur og útbúa alls konar smárétti meðan maður horfir í eldinn og lætur sér líða vel. Fáeinir gallar og breytileiki Auðvitað eru kamínur ekki gallalausar frekar en önnur mannana verk. Helsti ókosturinn er sá, að þær hitna flestar talsvert að utan og geta verið varasamar börnum. Til eru tvöfaldar kamínur sem hitna lítið sem ekkert nema að ofan og gefa því heldur ekki frá sér jafn góðan hita í húsið. Það þarf reykháf fyrir kamínuna, en yfirleitt þarf ekki að hafa áhyggjur af því í sumarbú- stöðum þar sem hann er oft- ast fyrir hendi og þá þarf að- eins að tengja kamínuna við hann. Kamínur eru til í ýmsum stærðum og gerðum og verðið er breytilegt. Sumar þeirra eru tiltölulega léttar, enda gerðar úr smíðajárni, en aðrar eru níðþungar og gerðar úr steypujárni. Helsti munurinn á þessum tveim gerðum er sá, að kamínur úr smíðajárni hitna fjótt og vel en halda hitan- um illa eftir að eldurinn er dauður, meðan þær sem gerðar eru úr steypujárni hitna hægt, en eru óratíma að kólna alveg niður. Sumar þeirra er hægt að fá ýmist með reykútgangi á hliðum eða að ofan, en rörin gefa frá sér hita sem nýtist á leiðinni út úr húsinu. Uppskrift að góðum eldíviði: Það má brenna ýmsu í kamínunni, gömlum spýtum, greinum og blaðarusli, umbúðum og öðru rusli sem annars þyrfti að fara með í rusiagáminn í leiðinni heim. Hægt er að fá kol og koks í steypujárnskamínurnar, en það gefur mjög góðan hita og brennur lengi og vel. Og svo er bér í lokin uppskrift sem gerir rusl og blöð að góðum og fallegum eldiviði: Opnið fernu undan mjólk eða öðrum vökva alveg að ofan. Vætið Iítillega dagblöð og annan pappír sem þið ætlið að henda og troðið mjög þétt ofan í fernuna. Þegar hún er orðin troðfull er hún látin standa opin á þurrum stað í nokkra daga (um næstu helgi ætti pappírinn að vera orðinn þurr). Setjið fernuna í eldinn þegar hann er farinn að loga vel og hún mun brenna lengi rétt eins og fyrirmyndar harðviðardrumbur. Fylgihlutir Það má heldur ekki gleyma fylgihlutunum. Gott er að eiga verkfæri til að þrífa kamínuna og þá má endilega nefna í leiðinni að í öllum góðum kamínum eru öskuskúffur til að auðvelda þrifin. Sterklegur vírbursti með löngu skafti er alger nauð- syn til þess að auðvelt sé að þrífa skúffuna að innan. Það er líka gott að eiga góða sköfu og skörung en þessir hlutir verða að vera með tréskafti svo þeir hitni ekki um of meðan verið er að nota þá. Neistanet er mikið þarfa- þing til að bregða framan við eldhólfið og það ætti auðvitað aldrei að láta kamínur standa á gólfi sem getur kviknað í. I byggingavöruverslunum og víðar er hægt að fá hreinsiefni fyrir kamínur og krem til að fægja með ef eig- andinn vill halda henni svartri og gljáandi. Falleg grind fyrir sparieldiviðinn spillir heldur ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.