Vikan


Vikan - 10.05.1999, Page 40

Vikan - 10.05.1999, Page 40
Skötuselur á teini með karrihrísgrjónum 500 g skötuselur (eða smálúða) kúrbítur rauðlaukur Marínering: 3 msk. appelsínusafi safi úr 1 sítrónu 1 pressað hvítlauksrif 2 msk. ólífuolía smá tabascosósa Aöferð: Fiskurinn er skorinn í smáa bita og látinn marínerast yfir nótt. Síið maríneringuna frá fiskinum og þræðið hann á pinna ásamt rauðlauk og kúr- bítssneiðum. Grillið í örfáar mínútur, eða þar til fiskurinn er steiktur. Karríhrísgrjón: 1 lítili blaðlaukur 2 bollar hrísgrjón smá salt 1 msk. karrí olía til steikingar Aðferð: Sjóðið hrísgrjónin eftir leið- beiningum á umbúðum. Hitið olíuna á pönnu. Bætið karríinu saman við í olí- una og látið krauma aðeins. Svo er fínt skornum blaðlauknum bætt út í. Steikið aðeins. Þá er soðnum og vel sigtuðum hrísgrjónunum bætt saman við. Hristið aðeins til á pönnunni. Gott er að bera fram með þessu létta, kalda sósu, t.d. sýrðan rjóma bragð- bættan með dilli. Kjúklingavængir með bragð- mikilli grænmetissósu 1 kg kjúklingavœngir Marínering: 2 msk. fíntsöxuð sítrónumelissa 8 pressuð hvítlauksrif 6 msk. ólífuolía smá salt pipar úr kvörn 2 msk fíntsaxað kóríander 1 tsk. chílepipar, þurrkaður 1 tsk. gurkemejer 1/2 tsk. sykur 1 agúrka Aðferð: Leggið kjúklingavængina í maríneringuna yfir nótt. Síið maríner- inguna frá vængjunum og grillið þá þar til þeir eru gegnumsteiktir. Sósa: 2 laukar 3 gulrœtur 1 grœn paprika 1 rauð paprika 1 gul paprika 1 chílepipar 1/2 tsk. sykur 1/2 dós tómatsósa (Hunt's) Aðferð: Allt grænmetið er saxað niður í smátt. Laukurinn er steiktur sér í smá olíu í 5 - 7 mínútur. Síðan er öllu blandað saman og látið krauma vel. Þessa sósu má bera fram heita jafnt sem kalda. Vængjunum er raðað á disk ásamt agúrkusneiðum og sósan sett í miðjuna. Einnig eru karríhrís- grjónin tilvalin með þessum rétti. 40 Vikíin

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.