Vikan


Vikan - 10.05.1999, Side 46

Vikan - 10.05.1999, Side 46
Þýð: Steingerður Steinarsdóttir a Lestu William opnaði aðra kókdós og tók sér hlé frá að slá garð ömmu sinnar. „Ég gæti svo sem gefið þér peninga ffyrir þessum bíl vinur en þú átt eftir að meta hann mun betur ef þú vinnur fyrir honum," hafði amma hans sagt í hverri viku þegar hún rétti honum 3.500 krónur fyrir að slá garðinn. Vinna sér inn var leiðindahug- tak að mati Williams. Það hlaut að vera ein- hver auðveldari og þægilegri leið til að kom- ast yfir þetta 1962 módel af Ford pallbíll sem nú var til sölu á bílasölu Lukku Láka. Hann vantaði enn 42.000 kr. fauðgar ranaann Þegar William hafði lokið við að slá, settist hann alltaf við eld- húsborðið hjá ömmu sinni og fékk sér að borða með henni. Hún var lærður bóka- safnsfræðingur en var nú á eftirlaunum. „Hefurðu haft tækifæri til að kíkja eitthvað í reyfarann góða sem ég gaf þér Willi- am?" „Já, hann var góður," laug William. Amma hans hafði gefið honum hrúgu af bókum í gegnum árin en hann hafði enga þeirra lesið enn. „Ég er svo ánægð með að þú skulir hafa áhuga á bók- um. Lestur auðgar andann William minn," sagði hún. Það eina sem William hafði verulegan áhuga á að lesa voru íþróttasíður dag- blaðanna en þær voru svo nálægt atvinnuauglýsingun- um í sumum blöðum að það fældi hann frá. „Hver er uppáhaldsrithöf- undurinn þinn? Þú átt nú af- mæli bráðum eins og þú 46 Vikan veist drengur minn." Amma hans brosti kankvíslega. William stundi innra með sér. Hann hefði svo sem get- að sagt sér sjálfur að gamli bókaormurinn myndi troða upp á hann meira lesefni. „Það er þessi Samúel Twain náungi, býst ég við." Það var eina nafnið sem hann mundi í svipinn. „Þú meinar Mark Twain vinur. Samúel Langhorn Clemens var raunverulegt nafn hans. En þú hefur góð- an smekk vinur. Hefurðu lesið Tom Sawyer í útlönd- um?" „Nei, það er sú eina sem mig vantar," William var fljótur að svara. Hann leit í kringum sig í rúmgóðu húsi ömmu sinnar. Allt fullt af antík. Tiffany's lampar, postulíns- brúður, perlu- skreyttar handtösk- ur og eld- gamlar bækur auðvitað. Á hillu í borðstofuskápnum voru krúsir með glerkúlum sem pabbi hans hafði leikið sér að þegar hann var barn. William hafði farið á upp- boð þar sem drasl eins og þetta seldist fyrir fleiri þús- undir króna. Meðan hann virti fyrir sér Iitríkar og fallega skreyttar glerkúlurnar, inni í sumum voru dýrastyttur á floti, fór að mótast í huga hans áætl- un sem miðaði að því að fljótlega sæti hann undir stýri á pallbílnum gamla og flotta. „Ég kem til með að hafa heilmikinn tíma til að lesa í þessari viku, amma. Get- urðu ekki lánað mér ein- hverja góða bók?" Spurði William. Amma hans varð í senn undrandi og glöð á svip. „Nú, auðvitað. Það væri mér sérstök ánægja." Þegar hún stóð upp og gekk inn í stof- una að bókaskápnum þreif Willam eina krúsina með glerkúlunum og faldi hana úti á veröndinni. Þegar hann fór svo stuttu seinna tók hann krúsina með sér. William eyddi vikunni í að leita uppi antíkverslanir og flóamarkaði á gulu síðum \ símaskrár- innar og leitaði í smáauglýs- ingunum, það reyndist meiri lestur en hann hafði lagt á sig árum saman. Hann ætlaði að fara á flóamarkaðinn nokkrum götum frá húsi ömmu sinnar þegar hann væri búin að slá hjá henni á miðvikudag sem var dagurinn fyrir afmælis- daginn hans. Flóamarkaður- inn var líka þægilega nálægt bílasölu Lukku Láka þannig að ef hún hefði ekki tekið eftir hvarfi krúsarinnar eða léti ekki í Ijós neinar grun- semdir vegna þess gæti hann látið til skarar skríða. Það eina sem hann þyrfti að gera væri að lauma út nokkrum smáhlutum í viðbót og þá fengi hann nóga peninga. Amma hans kom til hans þar sem hann ýtti sláttuvél- inni á undan sér upp holótta heimreiðina að húsinu hennar. Hann var með hug- ann allan við dagdrauma um ökuferðir í pallbílnum og gerði sér í hugarlund ískrið í hjólunum þegar hann renndi sér í beygjurnar og hann var jafnvel farin að herma eftir vélarhljóði. „Þarna er afmælisbarnið," sagði amma hans um leið og hún heilsaði honum. „Ég er búin að baka uppáhalds súkkulaðikökuna þína og svo er ég með smágjöf sem mun koma þér skemmtilega á óvart en hana færðu þegar þú ert búin að slá. " Hún virtist svo sannarlega ekki tortryggin, bara hress og kát eins og venjulega. >*'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.