Vikan


Vikan - 10.05.1999, Síða 49

Vikan - 10.05.1999, Síða 49
j f j á r h agsörðugleika misstu ekki íbúðina. Lét hún í það skína að hún skildi ekkert í aumingjaskapnum í okkur. Hún vissi ekki að maðurinn hennar hafði sagt mér að faðir hans hefði veitt þeim verulega fjár- hagslega aðstoð, en þegar ég nefndi það við hana vildi hún ekkert við það kannast og fullyrti að þau hefðu einfaldlega komist úr erfiðleikunum fyrir eigin dugnað og útsjónarsemi. Ef við þurftum að skuldbreyta lán um eða taka ný kveið ég því dögum og vikum saman að þurfa að leita til ættingjanna. Marg- ir tóku mér alltaf vel og þangað fór ég auðvitað oftast. Þetta er ein grimmdin í kerfinu hér á íslandi, þessi sjálfskuldar- ábyrgð. Bankarnir eiga bara að meta greiðslugetu viðskiptavina sinna og að- stæður en ekki að festa alla fjölskylduna í neti fjárhags- vandræða ef eitthvað fer úrskeiðis hjá einum meðlima hennar. Að ekki sé talað um hvað það er nið- urlægjandi að hvað bjátar á. Ég vil taka fram að enginn ættingja okkar tap- aði fé okkar vegna og engin lán féllu á ábyrgðarmenn. Á þessum tíma reyndi ég líka að taka námskeið til að gera mig að verðmætari starfs- krafti þar sem ég vann lág- launastarf og hafði ekki möguleika á betur laun- uðu starfi. Þessi nám- skeið skiluðu mér þó lítilli launahækkun, sem svaraði varla þeim kostnaði sem ég lagði út í vegna þeirra. Maðurinn minn er iðnað- þurfa að ganga eins og bón- bjargar- maður fyrir hvers manns dyr þegar eitt- „Nú vorum við komin á reigumarkað' inn og gekk ekki á öðru en flutningum hjá okkur mestu árin“ maður og eins kunnugt er varð mikill samdráttur í þjóðfélaginu á seinni hluta síðasta áratugar og fundu iðnaðarmenn ekki síst fyrir því. Til að gera langa sögu stutta þá misstum við íbúðina okkar. Það var ómögulegt að standa í skilum á afborgunum lánanna með þau laun sem við höfðum. Þegar við seldum fór allt sem við áttum í að greiða upp skuldir og við stóðum eftir slipp og snauð þrátt fyrir að hafa átt skuldlausa litla íbúð þegar lagt var upp. Til allrar guðs lukku vorum við þó nærri skuldlaus. Nú vorum við komin á leigu- markaðinn og gekk ekki á öðru en flutningum hjá okkur næstu árin. Flestar íbúðir eru aðeins leigðar timabundið meðan eig- endur eru erlendis eða þar til ættingjar þurfa á þeim að halda. Við reyndum eftir megni að halda okkur innan eins hverfis svo börnin gætu gengið í sama skóla en það tókst ekki alltaf. Eitt barn- anna okkar fann illa fyrir þessu en hin gátu betur bjargað sér, eru þannig persónuleikar. Þegar Ráðgjafarstofa um fjár- mál heimilanna var stofnuð leit- uðum við þangað og fengum góð ráð. Með hjálp þeirra tókst okkur að skipuleggja fjármálin þannig að við gætum lagt fyrir og erum nú að safna fyrir íbúð. Líkt og áður getum við ekki leyft okkur neitt en vitum þó að við erum að vinna að betri fram- tíð. Mér þykir verst hve erfitt allir eiga með að skilja þann vanda sem við lentum í. Sigtúnshópurinn var stofnaður til að reyna að vekja athygli á vanda fjölda fólks sem stóð í sömu sporum og við. Sumum tókst að halda sér á floti en aðrir sukku eins og við gerðum og nokkrir drukknuðu, þ.e. urðu gjaldþrota. Þrátt fyrir að fjallað hafi verið um þetta í fjölmiðlum og opinberlega á sínum tíma finnum við stöðugt fyrir fordóm- um. Það færist alltaf vantrúar- svipur yfir andlit viðstaddra ef maður hefur máls á þessu. Enginn trúir því að fáránlegum aðgerðum stjórnvalda hafi ver- ið um að kenna. Við vorum ein- faldlega eyðsluklær sem sjálfar grófu sína eigin gröf. Mér þótti hins vegar vænt um, og ég er viss um að svo er um fleiri sem lentu í sömu stöðu og ég, þeg- ar fram kom í ævisögu Stein- gríms Hermannssonar að hann teldi þessar aðgerðir, sem stjómvöld gripu til, hafa verið mistök og hann vissi að margir hefðu lent í miklum fjárhagserf- iðleikum þeirra vegna. Hann skynjaði það að hafa tekið þátt í þessum aðgerðum sem svart- an blett á annars ágætum ferli. Mikið viidi ég að svo væri um fleiri stjórnmálamenn." lesandi seqir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Ileiinilist'aiigin cr: Vikun - „I.ífM'eynsliiNjga". Scljuvcgur 2, 101 Kcykjuvík, Nctfang: vikun@frodi.is Vikan 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.