Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 25
elskar hann
Sá barnalegi
Hann býður þér á McDonalds eoa
einhvern viðlíka stað og gæti alveg
pantað pappírshatta eða heimtað
stjörnuljós í ísinn þinn. Maturinn skipt-
ir hann ekki miklu máli, aðallega að
það sé gaman.
Þessi lætur þér aldrei leiðast ef þú
heldur uppátektina í honum út. Hann
getur fundið upp á mörgu skemmtilegu
en það er eins gott að þú sért ekki
mjög alvarlega þenkjandi og reiknir
með innilegum samræðum.
Sá níski
Hann flýtir sér að panta strax
ódýrasta réttinn á matseðlinum til að
gefa þér tóninn.
Hann bendir þér líka á að það sé al-
ger óþarfi að panta forrétt á þessum
stað því skammtarnir séu svo stórir. Þú
gætir hugsanlega platað hann til að
splæsa á þig eftirrétti, en hann vill
frekar bjóða þér eftirréttinn heima og
það er ekki af rómantískum ástæðum.
Þessi væri vís með að hafa meiri
áhuga á að segja þér frá afslættinum
sem hann fékk á rúmfötunum en for-
leik. Hann mun örugglega ekki gefa
þér meira af sjálfum sér en hann nauð-
synlega þarf en hann mun ætlast til alls
af þér.
Sá málóði
Hann stingur að vísu upp í sig bita
og bita, en hann vill miklu frekar segja
þér sögur af því þegar hann ... o.s.frv.
Hann hefur skoðanir á öllu og ölium
og reynir ekki að halda þeim fyrir sjálf-
an sig. Hann klárar aldrei af diskinum.
Þessi lætur matinn kólna. Það þarf
ekki orð um það meir.
Sá kaldi
snobbaði
Hann velur alltaf það
dýrasta á matseðlinum, sér-
staklega ef hann getur ekki
borið fram nafnið á réttin-
merkjafötum, sér til þess
að þið sitjið á áberandi stað
og að flaskan sé í kælifötu
við hliðina á borðinu.
Þessi velur aðeins flottar
konur svo þú getur verið ánægð
með sjálfa þig. Hann verður það
hins vegar ekki ef þú bætir á
þig tveim kflóum eða mætir í
sama kjólnum næst þegar
þið ætlið út. Gerðu þér
strax grein fyrir að þú ert
stöðutákn og það skiptir
hann meira máli hvað þú
getur gert fyrir hann en
hann fyrir þig.
Hann fer með þig á
matsölustað sem býð-
ur upp á steiktar
kyrkislöngur og
sýrða apaheila og
hvetur þig óspart til
að smakka allskonar
furðulegheit. Hann vill
fá að vita hver matreið-
ir og hvernig hann fer að
því og hann fer aldrei
með þig aftur á sama staðinn.
Þessi er spennandi!
Gleymdu honum samt ef þig
langar til að eignast raðhús og
börn.
um. Hann er alltaf í