Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 54
Eg var hrekkjasvínið
í skólanum
Umræða hefur verið
mikil í samfélaginu
um einelti og mörg
fórnarlömb þess hafa
sagt frá hræðilegri
reynslu sinni. Ég var
einn af þeim sem var
valdur að vanlíðan
þessara krakka. Ég
var sá sem allir voru
hræddir við í bekkn-
um mínum og enginn
í skólanum þorði að
abbast upp á mig.
Pabbi var skipstjóri á
aflatogara úti á landi
og þar passaði ég
ágætlega inn í hópinn. Þegar
ég var tólf ára tók hann við
nýju skipi og við fluttum í
bæinn. Mamma og pabbi
keyptu einbýlishús í einu
mesta snobbhverfi
borgarinnar. Ég var fljótur
að finna að fjölskylda mín
passaði illa inn í umhverfið.
í þorpinu heima gengu
krakkar að mestu sjálfala og
mamma var afskiptalítil
gagnvart okkur systkinun-
um. Við vorum vön að
bjarga okkur sjálf með mat
og annað og enginn var neitt
að ragast í því hvort við vor-
um hrein og strokin eða
ekki, frá morgni til kvölds.
Ég var fljótur að finna að
þannig lífsmáti átti ekki upp
á pallborðið hjá frúnum í
nýja hverfinu og gerði því
mitt til að halda frjálsræði
mínu leyndu. Ég þóttist
hringja heirn þegar mér var
sagt það og gætti vel að því
að fara þegar matartími
nálgaðist. Skólinn var einnig
öðruvísi en ég hafði vanist
og meðal annars var ætlast
til þess að við kæmum með
nesti. Mamma lét okkur
systkinin hafa peninga og
við keyptum síðan í næstu
sjoppu það sem okkur lang-
aði mest í sem oftast var
auðvitað sælgæti. Skólinn
kvartaði við mömmu og í fá-
eina daga tróð hún á okkur
brauðsneiðum en gafst fljótt
upp þegar við mótmæltum
og neituðum að borða þær.
Foreldrar mínir voru auk
þess vanir að detta í það í
hvert skipti sem pabbi kom í
land og oftast stóð gleðskap-
urinn þangað til hann fór
aftur á sjóinn. Margir skips-
félagar pabba gerðu það
sama svo þetta þótti ekkert
tiltökumál í þorpinu heima.
Mamma drakk minna þegar
pabbi var í burtu en eyddi
tíma sínum í kaffi hjá vin-
konunum. Hún datt samt oft
í það um helgar en fór sjald-
an út að skemmta sér. Lá
bara heima og drakk eða
drakk með vinkonu. Eftir að
við fluttum jókst drykkju-
skapurinn. Nýir skipsfélagar
pabba voru harðari drykkju-
menn en sjómennirnir úti á
landi og drukku öðruvísi.
Oft voru partí heima sem
enduðu með slagsmálum og
nokkrum sinnum var lög-
regla kölluð til vegna há-
vaða. Það kom þó ótrúlega
sjaldan fyrir. Iðulega lá útúr-
drukkið fólk um alla íbúð
þegar við vöknuðum á
morgnana. Sumir lágu í eig-
in ælu og saur, aðrir höfðu
sofnað út frá kynmökum
sem fóru fram fyrir allra
augum. Mamma og pabbi
komu auk þess sjaldan sam-
an heim af skemmtistöðum
og það kom fyrir að ég gekk
fram á mömmu í faðmlögum
við aðra menn þegar pabbi
var ókominn. Sennilega hef-
ur hann stundað það sama í
fjarverum sínum þótt ég hafi
aldrei grennslast neitt fyrir
um hvað hann var að gera.
Ég varð fljótt var við að
þrátt fyrir varúðarráðstafan-
ir mínar vorum við ekki tal-
in fínn pappír í hverfinu. Ég
kom mér því upp hörðum
skráp og segja má að ég hafi
lifað eftir lögmálinu að sókn
sé besta vörnin. Nokkra
krakka lagði ég í einelti og
færði mig stöðugt upp á
skaftið gagnvart þeim. I dag
hugsa ég til þess með hryll-
ingi að ein skólasystir mín
var orðin svo langþjáð af
mínum völdum að þegar ég
lofaði að láta hana í friði um
tíma gegn því að ég fengi að
snerta á henni ber brjóstin
gekk hún umyrðalaust að
því.
Einn bekkjarfélagi minn
var blíðlyndur, duglegur að
læra og mikill lestrarhestur.
Hann hafði lesið allt milli
himins og jarðar og gat svar-
að flestum spurningum
kennarans. Þennan dreng
kvaldi ég stanslaust. Ég lok-
aði hann inn í geymslu inn
af skólastofunni og hótaði
honum öllu illa ef hann léti
vita af sér. Ég stal töskunni
hans oftar en einu sinni og
eyðilagði bækur hans og
vinnu. Krassaði ókvæðisorð
og viðbjóð ofan í heima-
verkefnin hans og reif og
tætti annað í sundur. Ég
gekk á eftir honum úti á
skólalóðinni og lét möl detta
fyrir aftan hann og argaði að
hann væri að skíta á lóðina.
Ég krotaði nafn hans á alla
veggi með klúryrðum og
hnjóðsyrðum hnýttum aftan
við og ég hrinti honum og
ýtti til þegar ég mætti hon-
um á göngu.
Nokkur hópur krakka
fylgdi mér og tók stundum
þátt í þessum ljóta leik með
mér. Ég átti hins vegar alltaf
upptökin. Ég get samt ekki
sagt að ég hafi átt nokkurn
vin. Þeir sem fylgdu mér
voru jafnhræddir og hinir
sem urðu fyrir barðinu á
mér og eina ástæða þess að
þeir héngu með mér var að
annars töldu þeir að ég
myndi snúa mér að þeim.
Enginn þorði að minnast á
það sem altalað var í hverf-
inu, nefnilega að heimilisá-
standið væri ekki sem skyldi
á mínu heimili. Þrátt fyrir
það voru það mest getgátur
og talað var um að pabbi
drykki stundum ótæpilega.
Engan grunaði hversu við-
bjóðsleg drykkjusamkvæmin
raunverulega voru.
Þessi hegðun mín byrjaði
þegar ég fór í áttunda bekk
og varði þar til ég lauk
grunnskóla. Allan þann tíma
skipti enginn kennari sér af
mér og aðeins einu sinni var
54 Vikan