Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 47
Á kaffihúsi.
Mér líst ekki á þetta,
Rósalía.
Ég er farin, mamma.
Hvort sem þér líkar betur
eða verr. Hún opnaði dyrnar
og þar stóð frú Mills og
reyndi að stöðva hana.
Ekki skrökva, Rósalía,
sagði hún. Þú ert ekki að
fara í boð.
Skiptu þér ekki af því sem
þér kemur ekki við! Hún
ýtti henni til hliðar, hljóp út
úr húsinu og yfir götuna.
Boðið var heima hjá
Millý. Það var uppáhalds-
staðurinn hennar. Það voru
svo margir góðir felustaðir í
garðinum og þaðan gat hún
séð allt sem fram fór.
Hún heyrði einhvern
gráta. Hún lyfti brúðunni og
þrýsti henni að sér. Ekki
gráta, hvíslaði hún. Gerðu
það fyrir mig. En hvað var
þetta? Tárin runnu niður
kinnarnar á henni sjálfri,
ekki brúðunni!
Halló.
Carol? Þetta er Rae.
Carol andvarpaði fegin.
Ég ætlaði ekki að hræða
þig. Rusty sagði mér frá
hringingunum.
Þetta er allt í lagi. Ég var
að koma inn og mér brá svo-
lítið þegar ég heyrði símann
hringja.
Ég veit að það er orðið
framorðið, en ég þarf að tala
við Rusty.
Bíddu aðeins, ég skal
vekja hann.
Nei, ekki gera það.
Leyfðu honum að sofa.
Ertu viss? Hann tekur því
örugglega ekki illa þótt ég
veki hann.
Ég veit það, en ég tala
bara við hann á morgun.
Rae lagði á og lygndi aftur
augunum. Hún hafði skoðað
bremsukerfið og séð að það
var búið að stinga mörg göt
á kassann með bremsu-
svökvanum. Einhver hafði
gert það af ásettu ráði. En
hún varð að taka sig saman í
andlitinu. Hlutirnir yrðu enn
verri ef hún leyfði sér að
gefa sig hræðslunni á vald.
Rusty, það er síminn til
þín, sagði Carol og hristi
hann.
Hann glaðvaknaði og sett-
ist upp. Er ég búinn að sofa
yfir mig?
Slakaðu á. Klukkan er
bara átta. Hún rétti honum
símann. Þetta er mamma
hennar Penelope.
Rusty hrukkaði ennið og
tók símann. Já?
Þetta er Hazel Burns,
mamma Penelope. Mér þyk-
ir leitt að trufla þig svona
snemma morguns.
Ekkert mál, ég þurfti
hvort sem er að vakna, sagði
Rusty. Hvað get ég gert fyrir
þig?
Ég veit að þið Penelope
hittist ekki oft þessa dagana
en ég er alveg miður mín.
Ég er búin að hringja í alla
vini hennar og svo mundi ég
eftir þér.
Hvað er að?
Penelope fór á fund hjá
hjónabandsmiðlun á
fimmtudagskvöldið og...
Penelope, sagði hann
hissa. Hjónabandsmiðlun?
Ég er sammála þér að það
hljómar undarlega. Pen-
elope fannst það sjálfri svo-
lítið út í hött, en hún fór nú
samt. Hún ætlaði að taka
strætó og hún er ekki komin
til baka.
Hvað með þessa hjóna-
bandsmiðlun? Rusty fann
hræðsluna læsast um sig.
Hvað heitir hún?
Það eina sem ég veit er að
hún er einhvers staðar hérna
í bænum.
Svona starfsemi er í tísku
núna, sagði Rusty, en ég hef
aldrei heyrt talað um hjóna-
bandsmiðlun hér í Bradley.
Ertu búin að tala við
Elaine?
Já, en hún kom alveg af
fjöllum. Hún hefur ekki séð
Penelope síðan þær voru í
boði hjá Genu í síðustu
viku. Ég er líka búin að
hringja í Genu en hún veit
veit ekkert um Penelope.
Ertu búin að hafa sam-
band við lögregluna?
Já. Hún andvarpaði. Þeir
álíta sem svo að hún hafi
stungið af með einhverjum
karlmanni. En ég veit að
Penelope hefði aldrei gert
það.
Ég skal hringja í nokkra
sem ég þekki, sagði Rusty.
En það er ekki víst að það
beri nokkurn árangur.
Carol horfði forviða á
hann. Hvað var nú þetta?
spurði hún.
Þú heyrði það. Penelope
er horfin.
Hvers vegna sagðir þú
mömmu hennar ekki frá
Bobby?
Rusty leit undrandi á
hana. Hvers vegna hefði ég
átt að gera það?
Kannski er eitthvert sam-
band þarna á milli.
Ég get ekki séð það.
Bobby og Penelope hafa lít-
ið samband þótt þau hafi
verið vinir hér áður fyrr
þegar við vorum í menntó.
Á þeim tírna voru allir
meira og minna vinir.
Vikan 47