Vikan


Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 29
reyndi að bera hönd yfir höfuð mér hljómaði ég eins og gömul nöldurskjóða. Hún hætti að fara út að skemmta sér og það varð til þess að við Tómas áttum sjaldan stundir í einrúmi. Ég varð að horfast í augu við það að samband okkar var alls ekki eins og mig hafði dreymt um og að Kata var aðalástæða þess að svo var ekki. En hvað gat ég gert? Hún tók því illa ef ég reyndi að tala um þetta við hana. Hún hélt því fram að ég væri eigingjörn og afbrýðisöm og vildi eiga Tómas með húð og hári. Ég fékk samviskubit og leið eins og grýlunni sem hún sagði mig vera. Tómasi fannst Kata sæt og skemmtileg. Ég sagði við sjálfa mig að ég yrði að taka mig saman í andlitinu og gleðjast yfir því að mikil- vægasta fólkinu í lífi mínu kæmi svona vel saman. Því hefði getið verið öfugt farið. Ekki hægt að misskilja Síðar kom í ljós að það voru örlagarík mistök af minni hálfu að líta á Kötu sem barn. Ég taldi mér trú um að samskipti þeirra væru saklaus en ég hefði ekki átt að loka augunum fyrir kyn- þokka hennar. Ég hefði ekki átt að vanmeta aðdráttarafl ungrar, ástfanginar stúlku. Kata fór að klæða sig á áberandi hátt. Ég man hvernig hún gekk ögrandi um húsið, hvernig hún horfði á Tómas hungruðu augnaráði og var alltaf að snerta hann. Þegar hún kom úr sturtu gekk hún um húsið með pínulítið handklæði um sig miðja og átti alltaf erindi þar sem Tómas komst ekki hjá því að sjá hana. Og hvernig brást Tómas við? Ég man ekki til þess að hann hafi nokkru sinni kom- ið með athugasemdir um hegðun hennar. Ég man aft- ur á móti hvernig hann elti hana með augunum þegar hún gekk um í handklæðinu einu saman, man hvernig hann brosti til hennar og horfði í augun á henni þegar þau töluðu saman. Hann andmælti aldrei þegar ég sagðist ætla að fara snemma í rúmið. Og hann hvatti mig til þess að fara út með vin- konum mínum. Það var eftir eitt kvöld, úti með vinkon- unum, að ég gat ekki lengur lokað augunum fyrir því sem var að gerast fyrir fram- an augunum á mér. Ég kom fyrr heim en ég ætlaði mér og kom dóttur minni og sambýlismanni mínum á óvart þar sem þau lágu í sóf- anum. Það var ekki nokkur leið að misskilja það sem þar fór fram. Þau voru rjóð í kinnum og með úfið hár. Peysan hennar lá á gólfinu og skyrtan hans var frá- hneppt. Grátur og uppgjör Fyrstu viðbrögð mín voru reiði. Ég tók upp bók sem lá á stofuboðinu og grýtti henni í áttina til þeirra eins fast og ég gat. Ég sá ekki hvar bókin lenti því ég hljóp út úr húsinu. Ég gekk stefnulaust um göturnar klukkutímum saman. Ég grét og bölvaði Tómasi, Kötu og sjálfri mér fyrir að hafa látið þetta viðgangast. Þegar ég kom til baka var Tómas farinn og Kata var búin að læsa sig inni í her- berginu sínu. Ég skipaði henni að opna dyrnar en hún svaraði mér ekki. Ég fór inn í baðherbergið og henti öllu sem tilheyrði Tómasi. Fötin hans lét ég í svartan ruslapoka og henti honum út á gangstéttina. Nú eru tveir mánuðir síð- an þetta gerðist. Tómas hef- ur nokkrum sinnum reynt að hafa samband við mig en ég neita að tala við hann. Við Kata búum ennþá undir sama þaki en hún er sjaldan heima. Hún rýkur á dyr í hvert sinn sem ég reyni að tala út um hlutina við hana. Samband okkar er verra en það hefur nokkru sinni ver- ið. Við forðumst hvor aðra eins og heitan eldinn. Ég er komin yfir versta áfallið og ég veit að hlutirnir geta ekki gengið svona. Þrátt fyrir allt erum við mæðgur og verðum á ein- hvern hátt að ná sáttum. Ég er að vissu marki tilbúin til þess að fyrirgefa henni. Hún er aðeins táningur og gat ekkert að því gert að hún varð ástfangin af Tómasi. Ég veit ekki hvernig ég get fengið hana til þess að tala við mig. Astandið er óþolandi og ég treysti mér ekki til þess að tala við hana meðan hún horfir á mig hat- ursfullum augum. Ég verð bara að vona að tíminn vinni með okkur og það komi að því að okkur takist í sameiningu að leysa þenn- an erfiða hnút. lesandi segir Þórunni Stefánsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Ildniilisfanj>ið er: Vikan - „Lífsreynslusaga“, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Neifang: vikan@frocli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.