Vikan


Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 58

Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 58
Texti og myndir: Kristján Frímann (24.júlí - 23.ágúst Frá örófi alda hefur ljónið verið ímynd fágunar og yfirvegunar. Einkenni þess hafa verið sem hins gullna eðalmálms, eilíft og fagurt, næstum yfirnáttúru- legt. Ljónið er annað elsta tákn stjörnuhringsins ásamt Nautinu og í árdaga var það ekki karlkennt heldur ljónynja sem fór um himinhvolfið tign- arlegum hljóðlátum skrefum. En um 4500 fyrir Krist tóku karleiginleikarnir í taumana og þessi þokkagyðja verður karlmannleg og villtari. Ljónið með sinn mikla makka, eld- fimu orku og afgerandi mátt verður að tákni ríkjandi stétta. Konungar notuðu ljónið til að undirstrika ímynd þeirra sjálfra enda er ljónið „kon- unglegt" ef svo má segja. Ljónið er því bæði konungur og drottning stjörnuhringsins og það stýrir ferð hinna merkjanna og heldur þeim við efnið. og með honum færa þau fjöll- in til Múhameðs. Dæmigert Ljón er sjálfsöruggur einstak- lingur með báða fæturna á jörðinni og gefst ekki upp þótt móti blási. Pað er því ekki óal- gengt að sjá Ljón í erfiðum hlutverkum lífsins þar sem einurð, ósérhlífni og „ég sigra“ eru einkunnarorðin. Hugur og hjarta Par sem sólin er áhrifavald- ur merkisins leiðir það af sjálfu sér að þau eru hjartahlý og kunna að gefa af sér, þrátt fyrir hugmyndir þeirra um að vera nafli alheimsins og öllum ómissandi. Sá sem eignast Ljón að vini hefur fundið gullpottinn við enda regnbog- ans og mun aldrei skorta stuðning, uppörvun og gleði í lífinu. Sá sem þeirrar gæfu nýtur að verða rnaki Ljónsins Eldur er ein- kenni Ljónsins og geislandi kraftur þess og lífsgleði fer ekki framhjá nein- um. Það er mið- punktur alheimsins, á samkomum, í veislum eða hvar sem það drepur niður fæti, því það hefur unun af að sýna sig og er yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Ljónið er einnig þeim eiginleikum gætt að geta verið hógvært á starfsvettvangi en samt áber- andi, því til eru þau Ljón sem eru feimin þótt þau vilji hafa heiminn í hendi sér. Ljónin eru áköf í gerðum sínum, viljasterk og þau geta áorkað ótrúlegustu hlutum enda er vilji eitt aðalsmerkja Ljónsins Ljónið spennir bogann hátt í fjölskyldu-, félags,- og atvinnumálum. er og verður borinn á gullstóli gegnum lífið því þegar ljónið elskar, þá Elskar það með stórum stöfum. Þetta getur þó leitt til þess að Ljónið kæfi maka sinn en það er undan- tekning. Hið stóra hjarta Ljónsins rúmar mikla hiýju sem börn þess fá ómældan skerf af. Ljónið er ótrúlega þolinmótt þegar barn þess á í hlut en jafn óþolinmótt getur það orðið þegar því finnst hlutirnir ekki ganga nógu hratt og hugmyndir þess ekki verða ekki nógu fljótt að veru- leika. Áhugamál og störf Lognmollu finnur þú ekki í nálægð Ljónsins. Það hefur brennandi áhuga á öllu sem það tekur sér fyrir hendur og spennir bogann hátt. Ljón eru kjörin til stórra hluta og mik- illa verka og þeim hentar vel að vera í hlutverki þjóðhöfð- ingja. Starfið sem Ljónið velur sér tengist yfirleitt fram- kvæmdum af einhverju tagi, það vill að ferðir og flug sé innifalið í pakkanum ásamt því að sjá og heyra. Ljón ger- ast leikarar, rekstraraðilar skemmtigarða, auglýsinga- frömuðir, listamenn, kennarar, leiðsögumenn, umsjónarmenn sjónvarpsþátta, kvikmynda- gerðarmenn, uppistandsfólk, verktakar og íþróttamenn svo nokkur dæmi séu tekin. Áhugamálin blandast atvinnu- þátttöku og leikgleðin skilar sér þegar þau með vinum sín- um, fara í veggbolta, tennis, badminton eða þau gleyma sér í öðrum leikjum sem byggja á hreyfingu og útiveru. Ljóninu er einnig í blóð borin veiðiþrá og það unir sér í æv- intýraferðum um þau svæði þar sem fisk er að hafa, fugl eða ferfætling að góma. Þar sem Ljónið er í eðli sínu sólríkt og skapandi, litast hug- myndir þess um útlit af þeirn öflum bæði í klæðaburði og smekk. Ljónin eru tignarleg í framkomu og bera vel öll klæði, hvort sem það er trosn- aður listamannsbúningur eða einkennisföt konungs. Þau eru fáguð í litavali og kunna að setja saman réttu efnin og blanda stílbrigðum í eina heild. Þar sem þau eru í eðli sínu „konungleg“ velja þau dýr merki og fágaða hönnuði og fara oft ótroðnar slóðir í þeim efnum og skapa „trend“ ef svo ber undir. Ljónin eru veik fyrir „stjörnum“ og því sem er „inn“. Þetta skilar sér í hugmyndum þeirra um útlit hestöfl og bíla, arkitektúr húsa, veitingastaði sem skal sækja og svo framvegis. Ljón- ið dettur stundum í gryfju snobbsins en sér fljótt að sér og snýr við blaðinu. Þannig gæti virst að ásókn þess í há- gæða hönnun og töff fólk sé snobb en hún á sér ósköp ein- faldar skýringar, þeim er þetta eðlilegt. Líkami og heílsa Þegar litið er til heilsunnar endurspeglast hún af þróttleg- um anda Ljónsins og líkam- legu þreki sem er eins og geislar sólarinnar. Ljón eru al- mennt hraust, geðgóð og fá sjaldan kvef. Einn er þó brot- inn hlekkur í þessari sterku keðju og það er hjartað, þetta stóra milda og gefandi hjarta sem á það til að gefa sig um og upp úr miðjum aldri. Því þótt ljónið sé síungt, orkumikið og geti látið vaða á súðum í það óendanlega verður það að staldra við í seinni hálfleik og hugsa sinn gang. Ljón, sem annað fólk, eldast og tíminn dregur úr manni kraft, þetta ættu rosknu ljónin að íhuga næst þegar lagt er í heimsreisu eða yfir Fimmvörðuháls. Heimili, listir og menning Ljón eru ekki gefin fyrir glingur og því eru heimili þeirra yfirleitt laus við prjál þótt markið sé sett hátt varð- andi efni og gæði. En Ljón eru ráðrík, eigingjörn og frek ef svo ber undir og vilja ráða út- liti þess bústaðar sem þau kjósa sér. Umhverfið verður 58 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.