Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 26
FÆREYINGURINN
Eg sat á trébekknum í
sundlauginni og naut
þess að vera til.
Þetta var einn af þessum
sólríku, hlýju ágústdögum
sem ekki eru algengir hér á
íslandi. Ég hafði vaknað
snemma og þar sem ég var í
fríi ákvað ég að skella mér í
sund og sólbað í góða veðr-
inu. Klukkan var ekki nema
hálfellefu og ekki orðið
mjög margt um manninn en
fólk var í óða önn að tínast
inn. Konur með krakka og
litskrúðuga sundkúta og
bolta. Kaffibrúnar yngis-
meyjar, letilegar í göngulagi
eins og saddar Ijónynjur.
Vöðvastæltir ungir menn
sem komu hlaupandi út úr
baðklefunum og stungu sér í
fallegum boga lengst út í
laug. Sólbaðsfíklarnir voru
auðvitað komnir fyrir löngu
og búnir að tryggja sér bestu
staðina eftir vísindalega
könnun á aðstæðum. Þeir
lágu nú útglenntir með
áhyggjusvip. Báru auðsjáan-
lega kvíðboga fyrir því að
einhver blettur á líkama
þeirra yrði út undan en ótt-
uðust hitt þó öllu meir að
það drægi fyrir sólu á miðj-
um degi, sem, eins og allir
vita, er martröð sóldýrkand-
ans.
Ég sat á bekknum bak við
heitu pottana og var eitt-
hvað að gramsa í töskunni
minni þegar hann settist við
hliðina á mér. Hann var á að
giska þrjátíu og fimm til
fjörutíu ára. Meðalmaður á
hæð. Þéttholda með slétt,
skolleitt hár.
Ég tek fólk sjaldan tali í
sundlaugunum en eitthvað í
svip hans vakti forvitni
mína. Vottur af sakleysi eða
einlægni sem stakk í stúf við
andlitin í kring.
- Góðan daginn, sagði ég.-
Það er fína veðrið.
- Já, ta má nú seia. Ta er
gott veðri, svaraði hann og
brosti og ég heyrði strax að
hann var Færeyingur.
Ég hafði talað svolítið við
Færeyinga þegar ég var
strákur. Þeir voru á togaran-
um í plássinu og við strák-
arnir hittum þá stundum á
förnum vegi í landlegum.
Þeir gáfu sér meiri tíma til
að ræða við okkur en aðrir
fullorðnir og okkur fannst
fyndið að heyra þá tala. Síð-
an hitti ég aldrei Færeying
án þess að mér detti í hug
samtal sem við strákarnir
áttum við einn þeirra.
Við höfðum spjallað um
alla heima og geima þegar
hann segir allt í einu.
- Ta eru einkennilegir
menn tessir íslendingar.
- Nú, segjum við. Hvernig
þá?
- Jú, tegar vi seium, guð
blessi matinn, tá seiir íslend-
ingurinn. Komiði me helvítis
smjörið.
Ég virti hann fyrir mér þar
sem hann sat á bekknum við
hlið mér og skimaði í allar
áttir eins og hann væri að
svipast um eftir einhverjum.
- É er a bía eftir konunni
minni, sagði hann svo og leit
á mig þessum brúnu, góð-
legu augum sem einkenna
svo marga Færeyinga. - Vi
eium trjú börn, bætti hann
við.
- Hefur þú verið búsettur
lengi á íslandi? spurði ég.
- Vi kynntumst fyri tíu
árum tegar é var á íslensku
skipi og bjuggum hér svolíti
fyrst en fórum svo til Fær-
eyja. Tar vorum vi í tvö og
hálft ár en hún kunni aldrei
vi sig svo vi fluttumst til ís-
lands og höfum veri hér síð-
an.
Hann hélt áfram að fylgj-
ast með fólkinu sem kom frá
baðklefunum.
- É hef alltaf veri til sjós,
bætti hann við án þess að
hafa augun af dyrunum. - Ta
er ta eina sem é kann. Fadir
minn, afi og langafi voru all-
ir sjómenn.
- Já, sagði ég. - Færeyingar
eru duglegir sjómenn.
Frændur mínir hafa sagt mér
margar sögur af því þegar
þeir stunduðu sjó með þeim
snemma á öldinni. Ég man
sérstaklega eftir einni sem
var um það þegar feðgar
lentu í miklum sjávarháska á
árabát í vondu veðri en
björguðust á yfirnáttúruleg-
an hátt. Þá tóku allir Færey-
ingarnir í plássinu á móti
bátnum með barnslegri
gleði og fagnaðarlátum.
Dönsuðu, sungu og klöpp-
uðu. Tóku svo bátinn með
mönnum, fiski og öllu sam-
an og báru langt upp á land.
Klöppuðu svo og struku hin-
um hættkomnu í bak og fyr-
ir lengi á eftir. Frændur mín-
ir sögðust aldrei gleyma
þeirri sjón.
- Já, sagði hann,- Færey-
ingar hafa misst margan
manninn í sjóinn. Teir vita
hva ta er. Hefur tú komi til
Færeyja? spurði hann svo.
- Nei, því miður, sagði ég.
- Mig hefur alltaf langað að
fara. Kunningjar mínir segja
að þið Færeyingar séuð ein-
staklega góðir heim að
sækja og gestrisnir.
- Ja, ta eru nú ekki allir
Færeyingar sem eru ta, sagði
hann og roðnaði. - Kannski
eru teir sérstaklega gestrisni
vi Islendinga. Okkur finnst
ti vera vinir okkar. Hann
stóð snöggt á fætur. - Tarna
er konan mín komin.
Ég leit upp og ætlaði að
segja eitthvað en hann var
þegar lagður af stað til fund-
ar við konuna sem var ný-
komin út um dyrnar frá bað-
klefunum. Hún nam staðar
þegar hún kom auga á hann
og ég sá ekki betur en hún
væri í fylgd með manni því
þau gengu hlið við hlið og
hann stansaði um leið og
hún. Færeyingurinn átti
orðaskipti við konuna um
stund en svo héldu þau
áfram, maðurinn og hún, og
fóru ofan í einn heita pott-
inn.
Færeyingurinn stóð kyrr í
sömu sporum og virtist á
báðum áttum. Hann litaðist
um. Sá að ég horfði á hann
og kom gangandi til mín.
- É verð a fara núna, sagði
hann. - Takka tér fyri spjall-
ið.
- Þakka þér sömuleiðis,
sagði ég. - Kannski hittumst
við aftur.
- Kannski, sagði hann ögn
seinlega. - Vertu sæll.
Hann snerist á hæli og
hvarf inn um dyrnar til
sturtuklefanna.
Mér fannst þetta svolítið
einkennilegt og varð litið á
skötuhjúin í heita pottinum.
Ég stóð á fætur til að liðka
mig. Líklega væri ekki svo
slæm hugmynd að dýfa sér
aðeins í heita pottinn og
taka smá sundsprett á eftir.
26 Vikan