Vikan - 20.07.1999, Blaðsíða 7
verkjum enda átti hennar barn
ekki að fæðast fyrr en 19.
febrúar samkvæmt sónar.
Stuttu eftir símtalið missti
Guðlín vatnið. Hún hringdi á
fæðingardeildina og henni var
sagt að koma. Hún var ekkert
að flýta sér en fór á fæðingar-
deildina klukkan þrjú. Þar
hitti hún systur sína sem hafði
beðið allan daginn en var án
verkja. Systurnar glöddust að
vonum að hittast á fæðingar-
deildinni og fengu að vera
tvær saman á einni fæðingar-
stofu.
Þegar líða tók á kvöldið fór
þeim að líða verr og greinilegt
að biðin eftir börnunum var
að styttast. Ljósmóðirin, Mar-
grét I. Hallgrímsson, hafði lof-
að systrunum að taka á móti
börnunum, en hún er gift
frænda systranna. Margrét
hafði í nógu að snúast þar sem
þær voru alltaf á nákvæmlega
sama stigi fæðingarferlisins.
Seinna um kvöldið fengu þær
sitt hvora fæðingarstofuna en
baðherbergi skildi stofurnar
að. Margrét gat því hlaupið á
milli og þær gátu líka kallast á
og kvatt hvor aðra áfram. Að
lokum varð Margrét að fá
aðra ljósmóður með sér þegar
hún sá að allt stefndi í að
börnin myndu fæðast á svip-
uðum tíma.
Aðalumræðuefni kvöldsins
hjá systrunum og væntanleg-
um feðrum, þeim Erlingi
Huga Kristvinssyni og Bene-
dikt Elfar, var hvort börnin
myndu fæðast á sitt hvorum
deginum eða ná að fæðast
sama daginn þegar klukkan
nálgaðist miðnætti.
Þegar klukkan hafði slegið
tólf var farið að færast fjör í
leikinn og fimm mínútum
seinna heyrðist kallað „komin
stelpa" í báðum stofum. Ljós-
mæðurnar og læknirinn báru
saman bækur sínar og allir
voru jafn hissa. Systrunum
hafði tekist að fæða á sömu
mínútunni klukkan 00:05.
Það voru þreyttar en ham-
ingjusamar konur sem fóru
niður á sængurkvennagang
síðar um nóttina. Morguninn
eftir hafði fréttin, um afrek
systranna, borist inn á borð tii
dagblaða og fréttastofa og því
var fyrsti dagurinn í lífi
frænknanna fremur annasam-
ur.
Litlu stúlkurnar voru skírð-
ar á sjúkrahúsinu og fengu
nöfnin Aðalheiður Anna og
Alexandra Björk.
Stjörnukortið skoðað
Miðað við fæðingartímann
og stjörnuspekina ættu
frænkurnar að vera líkari í
eðli sínu en tvíburar sem fæð-
ast á sitt hvorri mínútunni. Að
sjálfsögðu hafa fleiri þættir
áhrif á persónuleikann svo
sem erfðir og uppeldi. Aðal-
heiður Anna er elst þriggja
systra en Alexandra elst upp
með tveimur bræðrum og er
miðjubarnið.
Við brugðum aðeins á leik
og fengum Stjörnuspekistöð-
ina til að útbúa stjörnukort
fyrir einstakling fæddan þann
8. febrúar 1991 klukkan 00:05.
Miðað við stjörnukortið ættu
þær að vera mjög líkir per-
sónuleikar þar sem sama kort-
ið gildir fyrir þær báðar. Guð-
lín og Viktoría þekkja báðar
stúlkurnar mjög vel, þar sem
mikill samgangur er á milli
systranna og barna þeirra.
Mæðurnar skoðuðu stjörnu-
kortið og sáu margt sem gat
átt við persónuleika dætra
sinna.
Guðlín, að hvaða leyti eru
þær líkar?
„Þær geta báðar verið of-
boðslega dramatískar, þær eru
líka fjörkálfar og hvorug
þeirra má neitt aumt sjá.“
Viktoría, hvað finnst þér .
líkt með þeim?
„Þær hafa báðar mjög
fjörugt ímyndunarafl og eru
ósköp ljúfar í lund og búa yfir
miklu jafnaðargeði.“
í stjörnukortinu stendur:
Tilfinningar þínar eru líflegar
og þú ert yfirleitt jákvæð og
glaðlynd. Tilfinningalega ertu
léttlynd og jákvæð að upplagi.
Þú ert yfirleitt glöð í bragði,
afslöppuð og þægileg í um-
gengni og bregst við umhverf-
isáreiti á snöggan, hlýlegan og
hiklausan máta. Framkoma
þín er því oft ljúf og yfirveguð
eða til þess fallin að ná til ann-
arra og vinna með fólki.
Á hvaða hátt eru þær ólík-
ar?
Viktoría: „I rauninni er Al-
exandra miklu meiri strákur í
sér en Aðalheiður. Þeim er
best lýst með því að önnur er
prakkarinn og hin er prinsess-
an. Aðalheiður er mikill
dundari og sekkur sér niður í
Barbie-leik á meðan Alex-
andra er eins og ein af strák-
unum.“
Guðlín: „Já, Alexandra er
miklu meiri gaur en Aðalheið-
ur og þorir að taka meiri
áhættu.“
Um leið og Guðlín sagði
„áhættu“ ætlaði Viktoría að
segja sama orðið. Systurnar
hugsa augljóslega líkt.
í stjörnukortinu stendur
ennfremur:
Þú ert raunsæ og hugsar
stórt sem þýðir að þú vilt hafa
yfirsýn yfir það sem vekur at-
hygli þína.
Kannist þið við þennan þátt
í fari dætra ykkar?
Viktoría: „Þetta er mjög
ríkjandi í fari Aðalheiðar.
Hún þarf að hugsa sig vel um
Alexandra t.v. og Aðalheiður t.h. 3ja ára, prakkarasvipurinn
leynir sér ekki.
„Þegar klukkan hafði slegið tólf á mið-
nætti var farið að færast fjör í leikinn og
fimm mínútum seinna heyrðist kallað
„komin stelpa“ í báðum stofum.“
Vikan 7