Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 8
„Maðurinn minn var búinn að halda við aðra konu í eitt og hálft ár þegar ég komst að
Á aðfaranótt skírdags í fyrra
hringdi til mín dauðadrukkin
kvenskepna og sagði að ég væri
barn og bjáni að vera ekki búin
að uppgötva framhjáhald manns-
ins míns. Hún nafngreindi hjá-
konuna hans. Mór brá óskaplega.
Daginn eftir viðurkenndi Bragi
að hafa haldið við hana í allan
þennan tíma.
Engu að síður bjuggum við
bæði í húsinu fram til 1. október.
Sá tími var gífurlega erfiður. Einu
sinni hellti ég mér yfir hann, alveg
brjáluð og rak hann út. Þetta var
laugardagskvöld og ég var að
steikja læri. Hann hringdi klukkan
tíu mínútur yfir sjö og spurði:
„Nína, má ég koma?“ Ég svaraði:
„Já, þú verður að koma og skera
Briiðarmyiulin af Nínu Björk
«g Braga. Myndina tók Oddur
Olafsson á lieiniili foreldra
Braga á hriiðkaupsdaginn.
Iærið.“ Hann kom auðvitað og
skar lærið eins og hann hafði gert
síðustu 32 árin.
Bragi fékk íbúð á undan mér
og flutti út. Það urðu engin
vandamál hjá okkur við að skipta
innbúinu. Bragi sagði alltaf: „Nína
mín, vilt þú ekki fá þetta?“
Ég fékk að hafa allar þær
myndir sem ég vildi nema eina.
Bragi sagði: „Má ég hafa hana en
við eigum hana þó saman.“ Þessi
mynd er okkur báðum ákaflega
hjartfólgin og henni tengjast Ijúfar
minningar frá Kaupmannahöfn."
Hræðist eigin Ijóð
Nú hefur lítið heyrst frá Nínu
Björk undanfarið. Er hún hætt að
yrkja?
„Ég gat ekki ort í meira en eitt
ár. Ég hitti svo Matthías Johann-
essen í Bankastrætinu fyrr í sum-
ar, nánar tiltekið daginn fyrir sjó-
mannadaginn. Mér sýndist þetta
vera sjóari og strunsaði fram hjá
honum. Þegar Matthías var kom-
inn fram hjá mér, sneri hann sér
við og sagði: „Nína, þú verður að
fara að yrkja aftur."
Ég sagði: „Mattthías, ég get
ekkert ort meira, það er bara
búið.“
Hann svaraði: „Það er ekki rétt
hjá þér. Þú getur það. Ég veit
það.“
Um kvöldið byrjaði ég að yrkja.
Síðan hef ég ekki linnt látum.
Núna ætla ég að klára þýðingu á
útvarpssögu sem ég á svo að
lesa en Gunnar Stefánsson hefur
verið svo elskulegur að gefa mér
langan frest. Ég er byrjuð á nýrri
bók sem á að vera tvískipt. Annar
helmingurinn er Ijóð og hinn
kvenlýsingar.
Elísabet Jökulsdóttir, eins og
hún Ella Stína mfn vill láta kalla
sig í dag, hefur mikið samband
við mig. Hún kom um daginn og
hlustaði á nokkur Ijóða minna og
sagði svo: „Mikið er þjóðin hepþin
að eiga skáld eins og þig.“
Mér þótti óskaplega vænt um
þessi orð og þau hvöttu mig til að
halda áfram.
Ég er hrædd við sum þessara
Ijóða. Þetta er í fyrsta skiþti á æv-
inni sem ég er afbrýðisöm og líka
í fyrsta skipti sem mér finnst ég
næstum því hata þessa konu. Og
það er hræðilega Ijótt og ægilega
vond tilfinning.
Þessi tiltekna kona tjáði sig í
fjölmiðlum fyrir nokkrum árum því
að maðurinn hennar gerði henni
nákvæmlega sama og Bragi
gerði mér.
í viðtalinu sagði hún að þetta
væri það versta sem hefði komið
fyrir sig.
Ég man að ég hafði alveg gíf-
urlega mikla samúð með konunni
og það hafði öll þjóðin. Mig lang-
ar nú bara að segja að maður
skyldi varast stóru orðin."
Var langur aðdragandi að hús-
næðismissinum hjá ykkur?
„Ástæðan fyrir því að við misst-
um húsið okkar á Sólvallagötu
var sú að við keyptum húseign
undir verslunina og ætluðum að
innrétta íbúðir í því og leigja út. Á
sama tíma hækkuðu vextir um
helming. Við urðum líka fyrir mikl-
um iðnaðarmannasvikum. Skuld-
irnar hækkuðu bara stanslaust og
á endanum réðum við ekki við af-
borganirnar. Við sömdum við for-
svarsmenn bankans og fengu að
leigja húsið af þeim, það tíðkast
víst víða. Við leigðum það til eins
árs í senn. Ég vildi breyta því og
fá að leigja það í nokkur ár en
Bragi ætlaði alltaf að gera það
seinna. Hann hefur ekki miklar
áhyggjur af svona löguðu. Bragi
skrökvaði oft að mér varðandi
fjármálin okkar til að hlífa mér en
auðvitað komst ég alltaf að því.
Fyrrverandi tengdafaðir minn
var okkur gífurlegur bakhjarl fjár-
hagslega á meðan hann lifði.
Pabbi hans Braga var greiðugasti
maðurinn sem ég hef kynnst fyrir
utan Lárumömmu. Bragi er líka
ákaflega greiðugur."
Segðu mér frá Lárumömmu.
„Láramamma er svo greiðug
að ef maður er hjá henni fyrir
norðan og bendir á eitthvað og
segir: „Mikið er þetta fallegt," þá
segir hún: „Þú mátt eiga það.“ Þó
að maður segi nei, þá er hlutur-
inn í töskunni þegar maður kem-
ur suður! Hún er kvæðabrunnur
og hefur frábæra frásagnargáfu.
Ég er alin upp hjá ömmusystur
minni sem ég kalla mömmu. Hún
reyndist mór vel. Láramamma er
mín raunverulega móðir en varð
að láta mig frá sér þegar ég var
„Þetta er í fyrsta
skipti á ævinni sem
ég er afbrýðisöm og
líka í fyrsta skipti
sem mér finnst ég
næstum því hata
þessa konu. Og það
er hræðilega Ijótt og
ægilega vond tílfinn-
ing.“
ung. Ég veit að henni fannst það
sárt og erfitt. í dag er gott sam-
band á milli okkar en í gegnum
tíðina hefur gengið á ýmsu.
Fósturpabbi minn, sem ég kall-
aði pabba, dó í hörmulegu slysi
þegar ég var sautján ára. Fimm
mánuðum seinna dó Árni pabbi
úr hjartaáfalli.
Ég hafði alltaf mikið samband
við mína blóðforeldra og ég á
einn eldri albróður, svo á ég einn
hálfbróður. Þeir búa báðir að Þór-
eyjarnúpi þar sem Láramamma á
heima.
Ég hafði alltaf verið Ijós en við
þessi áföll varð ég allt í einu kol-
vitlaus. Fór að drekka og varð
mjög erfið við móður mína. Hún
átti það ekki skilið af mér.
Sem barn var ég send vestur í
Ögur til fósturforeldra minna en
fóstri minn var ráðsmaður þar.
Mér leið vel fyrir vestan og kunni
því illa að flytja til Reykjavíkur. Ég
kunni ekkert á hrekkjusvínin.
Á sumrin fór ég norður til
ömmu og stjúþafa og þá var
Láramamma þar. Sá tími var
stundum sár fyrir okkur báðar."
Synirnir eru listrænir
Nú ertu svo rfk að eiga þrjá
syni. Hefur þú mikið samband við
þá?
„Já, ég er mjög stolt af því að
eiga þrjá syni. Ég ætlaði alltaf að
eignast stelpu og Rangar átti að
heita Ragnheiður en það er nafn
fósturmóður minnar. Svo fæddist
barnið sem átti að verða lítil, sæt
prinsessa en í staðinn kom
hlunkur sem var átján og hálf
mörk með hnefann á lofti.
Ari Gísli starfar með pabba
sínum í versluninni. Hann hefur
gefið út fjórar Ijóðabækur. Mér
finnast bækurnar hans góðar.
Hann er giftur mjög góðri konu
sem heitir Sigríður Hjaltested.
Hún er leikskólakennari og leir-
kerasmiður. Þau eiga Ragnheiði
Björk, hún er yndislegt barn.
Valgarður starfar við að hengja
upp plaköt og yrkir líka. Hann er
ákaflega fjölhæfur strákur, virki-
lega listhagur. Hann hefur gefið
út þrjár Ijóðabækur. Bækurnar
hans eru líka góðar en þær eru
mjög ólíkar bókunum hans Ara
Gísla. Mérfinnst Ari Gísli vera lík-
8 Vikan