Vikan


Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 55
hringja strax í mömmu og leggja til að systir mín yrði send burtu yfir sumarið og að hausti væri svo hægt að sjá til hvort ástæða væri til að aðhaf- ast meira. Ég talaði við mömmu strax þennan sama dag og þá sagð- ist hún ætla að ræða alvarlega við systur mína. Hún var samt enn treg til að trúa að nokkur alvara fylgdi daðri systur minn- ar við tilvonandi mág sinn og kvaðst treysta því að hún léti hlutina ekki ganga of langt á milli þeirra. Mamma sagði mér svo síðar að hún hefði lagt hart að systur minni að fá sér sum- arvinnu úti á landi en hún verið ailsendis ófáanleg til þess. Um sumarið fór ég svo að finna fyrir að ákveðin fjarlægð var komin í samband mitt og sambýlismanns míns. Hann var oft utan við sig og leiður og tók lítið undir þegar ég talaði við hann. Við vorum hætt að fara nokkuð saman og í stað þess að ferðast mikið og stunda ýmiss konar útivist í frí- tíma okkar, eins og við höfðum jafnan gert áður, sátum við oft- ast heima. Hann lokaði sig gjarnan af, sagðist þurfa að vinna eða vilja lesa í friði ein- hverja nýja, spennandi bók sem honum hafði borist í hend- ur. Ég lét hann lengi fara sínu fram, en þegar komið var langt fram á haust gekk ég á hann og krafðist þess að fá að vita hvað væri að. Hann sagðist þá vera einmana og leiður hér. Hann hefði ekki náð nema litl- um tökum á málinu og hann væri orðinn þreyttur á að vera háður mér að ýmsu leyti varð- andi samskipti við vinnufélaga og aðra. Hann saknaði auk þess Þýskalands og vildi flytja út aftur. Ég fagnaði þessu. Ef við flytttum út væri hann ekki stöðugt í návist systur minnar og ég þyrfti alltént ekki að gera mér rellu út af henni. Ég var viss um að hann bæri engar sambærilegar tilfinningar til hennar og hún til hans en það ergði mig að horfa á hana elt- ast við kærasta minn. Ég tók því vel í þetta og stakk upp á að við færum strax að leita að vinnu úti. Hann sagði mér þá að hann væri búinn að fá vinnu hjá fyrirtæki sem hann vann hjá á námstímanum og væri á leið út. Þar sem hann hafði að- eins verið lausráðinn hjá fyrir- tækinu hér heima þurfti hann ekki að vinna af sér nema stuttan uppsagnarfrest og gat haldið fljótlega af stað. Ég sagði honum að það væri bara heppilegt, hann gæti þá leitað að íbúð handa okkur og undirbúið jarðveginn fyrir mig áður en ég kæmi út. Hann fór undan í flæmingi og svaraði þessu litlu. Ég spurði hann þá hreint út hvort hann ætlaðist ekki til þess að ég kæmi líka og hann sagðist þá vilja fá að hugsa málið. Samband okkar hefði verið stirt og erfitt lengi og hann þyrfti tíma til að átta sig á hvort það væri von um að hægt væri að laga það. Ég vildi ekkert við þennan stirðleika kannast og gekk æ harðar eftir að hann segði mér sannleik- ann. Að lokum viðurkenndi hann að hafa átt í ástarsambandi við systur mína frá því um mitt sumarið. í útskriftarveislunni hennar hefði hann gert sér grein fyrir því að hann væri orðinn ástfanginn af litlu systur minni og lengi reynt að berjast gegn þeirri tilfinningu. Hann hefði síðan fallið í þá freistni að hitta hana kvöld nokkurt á heimili foreldra minna þegar þau voru að heiman og þá var ekki að sökum að spyrja. Hún hafði boðið honum að koma og gengið hart eftir því að þau >>l tf m Lesandi segirfrá w- gerðu upp sín mál. Hann hafði talið sjálfum sér trú um að best væri að leggja spilin á borðið og eftir það yrði örugglega auðveldara að ráða niðurlögum þessara óæskilegu tilfinninga en auðvitað endaði neyðar- fundurinn í faðmlögum uppi í rúmi. Ég held að ég hafi aldrei hana. Þegar aðrar konur tala um að systur séu bestu vinkon- ur sem hægt sé að eignast og fjölskylduböndin þau sterkustu sem hægt sé að hnýta yppi ég öxlum. Svik hennar og undir- ferli benda til að blóð sé sann- arlega lítið þykkara en vatn í hennar huga. Mamma bendir mér oft á að hún hafi verið Hún tók utan um hálsinn á kærasta mín- um og kyssti hannfyrir allra augum beint á upplifað jafn hræðilegan sárs- auka og þetta kvöld. Ég rak hann á dyr og hann flutti á hót- el því mamma neitaði að taka hann inn á sitt heimili. Þá stóð hún með mér þegar allt var komið í óefni. Hann og systir mín fluttu út til Þýskalands stuttu síðar, giftu sig og eiga tvö lítil börn í dag. Mamma og pabbi voru þeim lengi reið en eftir að barnabörnin fæddust fyrirgaf mamma þeim og lagði hart að mér að gera það sama. Pabbi segir systur minni að hegðun hennar í minn garð hafi verið ófyrirgefanleg og hann muni aldrei geta litið framhjá því. Honum þyki hins vegar vænt um þau bæði og umgangist þau en hann muni aldrei sætta sig við hvernig hjónaband þeirra ertil komið. Ég kynntist fyrir nokkru öðr- um manni sem ég bý með í dag og við erum mjög ánægð saman. Systur mína hef ég ekki hitt síðan og enn get ég ekki hugsað mér að tala við mjög ung og tilfinningar ung- linga örar og heitar. Ég svara þessu þannig að ég hafi líka verið ung, ástfangin í fyrsta sinn og svipt öllum mínum framtíðardraumum í einu vet- fangi af nánum meðlimi minnar eigin fjölskyldu. Ég heyrði prest einhvern tíma lýsa því yfir að fyrirgefning gæfi frið í sál þess sem fyrirgæfi og því stærri sem glæpurinn væri þess meiri frið væri að fá. Mér hefur að und- anförnu fundist ég geta sætt mig við og fyrirgefið það sem hún gerði mér en ég held tæp- lega að ég muni nokkurn tíma hafa áhuga á að umgangast hana eða líta á hana sem vin. Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Pér er velkomiö að skrifa eöa hringja til okk- ar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. Ili'iiiiilishin^iú cr: Vikan - ,.l.ílsic\ ilslus;i^ii''. Scljiivcjiiir 2, 101 Kcjkjuvík, NcUuii}>:' ik:iii@frmli.iv 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.