Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 9
Eins manns kona
„Ég væri ekki sá rithöfundur sein ég er í dag ef
Braga heföi ekki notiö við. Ég missti niikiö."
ari mér, en Valla bækur eru að
mínu viti svolítið „súrrealískar“.
Ragnar er líka listrænn. Hann
spilar á píanó og sagði einu sinni:
„Aldrei ætla ég að verða rithöf-
undur. Mér finnst Ijóðin ykkar Ara
vera óskiljanleg en aftur á móti
ski! ég Ijóðin hans Valla.“
Strákarnir mínir hafa allir
reynst mér vel. Þeir eru miklir vin-
ir mínir.“
Nfna hefur tengst Danmörku
sterkum böndum. Þegar hún var
ung stúlka fór hún á lýðháskóla í
Danmörku. í þeim skóla fann
Nína sína réttu hillu, ákvað að
verða skáld og leikari. Og hún fór
í leiklistarskóla L.R. Síðar átti
Nína eftir að flytja með fjölskyld-
una til draumalandsins Danmerk-
ur. .
Þau Bragi stunduðu þar
nám, hún í leikhúsfræðum
en hann var í viðskiptanámi.
Ferðir Nínu í klaustrið „sitt“ eru
ófáar. Hún segist vera mjög ást-
fangin af Danmörku. Dönsk vin-
kona Nínu, Ulla Ryum, er frægur
rithöfundur, bæði á Norðurlönd-
unum og f Bandaríkjunum.
„Hún er nokkuð þekkt meðal
bókmenntafólks hér á landi. Hún
borgaði fyrir mig flugmiða til Dan-
merkur þegar hún vissi hvernig
var ástatt fyrir mér. En þar fór ég
að drekka aftur. Ég vildi búa hjá
vinkonum mínum sem drukku
gjarnan rauðvín og bjór á kvöldin
og ég þoldi það ekki. Ég flýtti mér
aftur heim.
Ég er bæði öryrki og öreigi.
Hér áður fyrr fékk ég alltaf rífleg
listamannalaun. Allt í einu fór ég
bara að fá sex mánaða laun. Ég
veit ekki af hverju. Guðbergur
Bergsson er mikill vinur minn.
Hann segir að ástæðan sé sú að
ég var ekki í MR! Ég veit það
bara að þeir sem eru að fá eins
árs og þriggja ára laun eru ekki
betri rithöfundar en ég.“
Prestarnir brugðust
mér
Ertu trúuð kona?
„Já, ég hef alltaf verið mjög trú-
uð. Við Bragi meðtókum kaþólska
trú á meðan við bjuggum í Dan-
mörku. Ég varð samt fyrir gífur-
legum vonbrigðum með kaþólsku
kirkjuna þegar við skildum. Þeir
studdu mig ekki eins og ég bjóst
við að þeir myndu gera. Kaþ-
ólsku prestarnir hér á landi sögðu
við mig að þetta kæmi þeim ekki
við.
Venjulega reyna þeir að koma í
veg fyrir að fólk skilji en þeir
sögðu við mig að þetta væri ekki
þeirra mál af því að við giftumst
að lúterskum sið. Ég hringdi grát-
andi í einn prestinn kvöld eitt.
Hann lofaði að koma til mín
klukkan tvö næsta dag en kom
aldrei. Mér fannst að þeir ættu að
sinna mér að fyrra bragði þar
sem þeir vissu hvernig ástandið
var.
I fyrsta skipti á ævinni kom upp
tímabil þar sem ég gat hreinlega
ekki beðið bænir. Það var á
meðan við bjuggum bæði ennþá
á Sólvallagötunni. Eina nóttina
þegar ég fann að ég var að
springa en gat með engu móti
beðið vakti ég Braga og hrópaði:
„Hvers vegna sveikstu mig Bragi
Kristjónsson?1'
Hann þau á fætur, felmtri sleg-
inn og með sársauka í augunum.
Ég sagði við hann að ég væri
hætt að geta beðið.
Þá sagði hann að við skyldu
biðja saman. Við lásum saman
bæn sem amma hans kenndi
honum þegar hann var lítill. Síð-
an gengum við inn í sitt hvort her-
bergið og fórum að sofa. Eftir
þetta gat ég farið með bænirnar
mínar aftur.
Mig dreymir oft Braga og hina
konuna. Á hverju kvöldi bið ég
guð að láta mig ekki dreyma þau,
en það gerist samt.
Mér líður verst þegar ég veit
að þau eru á stöðunum okkar
Braga. Hann var staddur úti í
Kaupmannahöfn á afmælinu
sínu. Ég veit að hún fór til hans.
Mér fannst sárt að vita af þeim
saman í Kaupmannahöfn. Ég á
svo margar minningar tengdar
borginni.
Eins voru þau fyrir skömmu úti
í Flatey. í mínum huga er það
okkar staður og þá finn ég hvern-
ig afbrýðisemin gýs upp. Ég hef
aldrei upplifað slíkt fyrr.
Mig langar að við séum vinir
en það er erfitt. Við hittumst fyrir
síðustu jól og skrifuðum saman
jólakortin. Ég bauð honum í mat
á aðfangadag en um morguninn
sat ég og horfði á blóðugar rjúp-
urnar. Ég gat ekki komið mér af
stað til að matreiða þær. Vinkona
mín, hún Alla, kom til mín og eld-
aði jólamatinn. Að sama skapi
gat ég ekki eldað mat á jóladag.
Þá mætti til mín önnur vinkona
mín, Jóhanna Ijósmyndari, sem
bjó til uppstú.
Mér finnst erfitt að umgangast
hann því þá finn ég fyrir sársauk-
anum og mér finnst alltaf svo sárt
þegar við kveðjumst. Mig langar
samt ekki að missa vináttu hans.“
ástarsambandi þeirra.“
Hjíirta mitt cr blœðandi sár
síðan eiginmaður minn hvarf
til annarrar konu
Lygin fyllti munn hans
hvert skipti sem ég spurði hann
hvort svona vœri komið
í Skálholtskirkju fyrir svo löngu síðan
gáfumst við hvort öðru
sórum heit fyrir Drottni
Þetla heit vildi ég aldrei rjúfa
hversu oft og illa
sem við sœrðum hvort annað
Nú ákulla ég Drottin hvert kvöltl
Ó læknaðu sárið í hjartanu mínu
og láttu mig ekki dreyma
hann og Itina konuna
eina nóttina enn
en Drottinn hefur ekki bœnheyrt mig
Þess vegna vil ég nú ganga
um landið
aðfinnu ónefndan dal
Þar vil ég reisa Drottni altari
og nefna dalinn
Konudal
Þá triii ég Drottinn muni taka
sœrða hjartað úr brjósti mér
leggja það á altarið
og grœða það
leiða mig svo
að tœrri lind
og lauga fœtur mína
sem munu verða blóðugir
eftir gönguna löngu
Vikan