Vikan


Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 32

Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 32
Umsjón: Hrund Hauksdóttir Stenslun er skapandi og skemmtilegur kostur til að prýða heimili. Stenslun hefur verið notuð til skreytinga frá fornu fari og þekktist sem listform í Egypta- landi allt frá 2500 árum fyrir kristburð. í dag er til úrval bóka sem leið- beina áhugasömum um meðhöndlun stenslunar auk þess sem ýmsar föndurverslanir bjóða upp á þau áhöld og efni sem til þarf. Það þarf enga sérkunnáttu til að stensla og það er engin ein formúla höfð að leiðarljósi. Stenslun hefur notið vaxandi vinsælda sem spennandi og öðruvísi leið til að prýða híbýli manna og er greinilega listskreyting sem er komin til að vera, ekki síður en málning eða veggfóður. Stenslun fel- ur í sér þann sérstaka möguleika að viðkom- andi getur skapað mjög persónulegan stíl á heimili sínu. Það er því um að gera að gefa hugmyndafluginu laus- an tauminn. Á þessari opnu getur að líta ýms- ar góðar hugmyndir sem eflaust höfða til margra sem hafa áhuga á að gæða heimili sín persónulegum blæ. Þetta glæsilega baðherbergi verður enn tignar- legra með stensluðu mynstri á veggjunum. Vegg- fóðursborðar henta ekki vel inni á baðherberjum vegna rakans sem þar myndast og þvi er stenslun alveg kjörin ef fólk vill lifga upp á veggina. Föndurbúðir selja stensilvörur og sumar hverjar eru einnig með handbækur um notkun og með- ferð stenslunar. Auk þess eru ýmsar bókaverslan- ir með þess háttar handbækur á boðstólum. Hér eru ýmsir smáhlutir sem fá nýtt útlit með stenslun og með þessu móti er hægt að skapa sinn persónulega stíl á t.d. skrifborðinu í vinnunni eða jafnvel á náttborði. Eldhúsið verður sérlega líflegt með stensluðum myndum á veggjum og myndir af ávöxtum eða flestöllu sem minnir á matargerð eiga vel heima þar. Fallegt er að hafa ákveðið þema í eldhúsinu eins og á þessari mynd, en hér eru ávextir í aðal- hlutverki. 32 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.