Vikan


Vikan - 30.07.1999, Side 32

Vikan - 30.07.1999, Side 32
Umsjón: Hrund Hauksdóttir Stenslun er skapandi og skemmtilegur kostur til að prýða heimili. Stenslun hefur verið notuð til skreytinga frá fornu fari og þekktist sem listform í Egypta- landi allt frá 2500 árum fyrir kristburð. í dag er til úrval bóka sem leið- beina áhugasömum um meðhöndlun stenslunar auk þess sem ýmsar föndurverslanir bjóða upp á þau áhöld og efni sem til þarf. Það þarf enga sérkunnáttu til að stensla og það er engin ein formúla höfð að leiðarljósi. Stenslun hefur notið vaxandi vinsælda sem spennandi og öðruvísi leið til að prýða híbýli manna og er greinilega listskreyting sem er komin til að vera, ekki síður en málning eða veggfóður. Stenslun fel- ur í sér þann sérstaka möguleika að viðkom- andi getur skapað mjög persónulegan stíl á heimili sínu. Það er því um að gera að gefa hugmyndafluginu laus- an tauminn. Á þessari opnu getur að líta ýms- ar góðar hugmyndir sem eflaust höfða til margra sem hafa áhuga á að gæða heimili sín persónulegum blæ. Þetta glæsilega baðherbergi verður enn tignar- legra með stensluðu mynstri á veggjunum. Vegg- fóðursborðar henta ekki vel inni á baðherberjum vegna rakans sem þar myndast og þvi er stenslun alveg kjörin ef fólk vill lifga upp á veggina. Föndurbúðir selja stensilvörur og sumar hverjar eru einnig með handbækur um notkun og með- ferð stenslunar. Auk þess eru ýmsar bókaverslan- ir með þess háttar handbækur á boðstólum. Hér eru ýmsir smáhlutir sem fá nýtt útlit með stenslun og með þessu móti er hægt að skapa sinn persónulega stíl á t.d. skrifborðinu í vinnunni eða jafnvel á náttborði. Eldhúsið verður sérlega líflegt með stensluðum myndum á veggjum og myndir af ávöxtum eða flestöllu sem minnir á matargerð eiga vel heima þar. Fallegt er að hafa ákveðið þema í eldhúsinu eins og á þessari mynd, en hér eru ávextir í aðal- hlutverki. 32 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.