Vikan


Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 14

Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 14
Texti og myndir: Ari Haröarson margir íslenskir kórar fara í „velheppnaða söngferð“ út í heim og við laumuðumst því með í eina slíka ferð til að kanna sannleiksgildi slíkra sagna. Verkefnið fékk vinnuheitið „fluga á vegg“ og niðurstöð- urnar eru birtar hér. Skólakór Kársness úr Kópavogi er einn þess- ara kóra og við brugð- um okkur með honum til Þýskalands, Austur- ríkis og Tékklands. Mörgum leist illa á kassa merktan „æf- ingaflug" sem stóð við innganginn í flugvélina enda áttu víst þrotlausar æfingar að vera að baki og alvaran tekin við. Flugið fór hins vegar á besta veg ef marka má ummæli flugþjóna og flugfreyja, sem höfðu að sögn aldrei upplifað rólegra flug til Frankfurt. Við tók svo löng keyrsla í tveggja hæða rútu sem átti að verða heimili 55 barna, 6 fararstjóra, einnar flugu, bílstjóra, kór- stjóra, og undirleikara næstu 10 daga . Af mörgum kostum þessa rútuheimilis þótlu sjón- varpstækin og græjurnar „cool“ hjá þeim yngri en salerni, vask- ur og kæliskápar höfðuðu, ein- hverra hluta vegna meira, til fararstjóranna. Eftir nokkurra stunda keyrslu um smábæi í Þýskalandi hafði skoðun þeirra eldri fengið nokkurn hljómgrunn og enn- fremur sú kenning að ef kórn- um gengi illa að syngja gætum við alltaf opnað skiltagerð og merkingaþjónustu, því í þeim efnum virtist óplægður akur hér. Að lokum fannst þó hið rómaða Fjallahótel sem alla hafði dreymt um með „schnitzel" og „sauerkraut" og undarlegt nokk, íslenskum hest- urn í túni. Þar kann fólk að láta manni líða eins og heima hjá sér. Þetta heita gula á himnin- um vakti líka gamlar endur- minningar hjá þeim elstu í hópnum og gamalt sælubros tók sig upp. Að syngja er það sem kórar gera best og annan dag ferðar- innar söng kórinn fyrir fullu húsi í gömlu safnaðarheimili og kirkju í Amberg. Þjóðverjar, sem þykja jafnan kröfuharðir tónlistarunnendur, grétu bæði og hiógu, yfir sig hrifnir af „þessum fríða hópi með englaraddirnar". Því fór svo að lokaþáttur tónleikanna var fluttur úr safnaðarheimilinu yfir í kirkjuna þar sem alla jafna eingöngu er flutt Iofgjörð drottni. Ekki fylgdu neinar kvaðir um kirkjulega tóniist þessum óvænta flutningi enda „er allur slíkur englasöngur Guði þóknanlegur" svo vitnað sé í safnaðarstjórn. Ef einhver heldur að þar með hafi lokið tónleikum dagsins, þá er langur vegur frá þvf. Á útitorgi þar sem broddborgarar Amberg sátu við þjóðarfþrótt íbúa Bæj- aralands (bjórdrykkju og pylsu- át) tóku krakkarnir sig til og héldu enn eina tónleika nú úti undir berum himni. Er upp var staðið var þorri borgarbúa mættur, borgarstjórinn stundi upp þakkarorðum milli ekka- soga og afhenti minjagripi á báða bóga. Enn eru óvirkjuð vatnsföll failinna tára eldri kvenna sem sátu við glugga sína í kvöldsólinni og hiýddu á söng- inn. Á þessu kvöldi vildu helst allir gerast atvinnufarandsöngv- arar og iifa á súkkulaði og öðru góðgæti sem ringdi yfir mið- borgina hvar sem kórinn fór. En við sólarupprás næsta dag var skyndilega kominn allt ann- ar veruleiki. Töskur, tannburst- ar og tandurhreinir kórbúning- ar, allt á sínum stað í rútunni, framundan var margra klukku- stunda rútuferð til fyrirheitna landsins, Tékklands, og tónleik- ar þar síðdegis. Langur dagur lagðist vel í hópinn og var ekki að sjá að fjögurra tíma stopp við landamærin hefði teljandi áhrif á lífskraftinn hjá krökkun- um. Hins vegar var rútunni of- boðið og þurfti á startköplum að halda. Fyrir þá sem hafa gaman af gestaþrautum má mæla með því að reyna að fá lánaða startkapla þar sem ein- göngu er töluð tékkneska. Tékkland á sér ríka tónlistar- hefð líkt og Þýskaland og sagan segir að ef val stæði á milli þess að börn fæddust með fullar hendur af gulli eða með fiðlu undir vanga þá væri síðari kost- urinn aiitaf valinn í Tékklandi. Strengjatríóið úr kórnum var svona mátulega hrifið af þess- um tíðindum, eins og þeim að flestir sem á tónleika kórsins kæmu spiluðu að lfkindum á fiðlu eða selló nema hvort tveggja væri. En áfram með rannsóknina. í bænum Rochycani fékk hóp- urinn konunglegar móttökur ungmennakórs, sem staðið hafði í ströngu við undirbúning stórveislu og tónleika sem haldnir voru sameiginlega. Þessi ungmenni höfðu beðið komu okkar allan daginn enda í slíkum húsum þurfa allir kórar að fá að syngja einu sinni á lífsleiðinni. 14 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.