Vikan


Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 4
Kœri lesandi... er sœla Tg nýt þess fram í fingurgóma að vera íslendingur. Hugsið þið ykkur bara hvað það er dásamlegt að vera ein afhamingju- sömustu manneskjum heims sam- kvœmt opinberum tölum! Eg vakna á hverjum morgni uppfull afsœlu og bíð spennt eftir því að draga gluggatjöldin frá til að njóta morgunsins og komast að því hvort sé mikil eða lítil rigning þann daginn. Mamma sagði oft: „Lítið gleður ve- sœlan“ og ég skildiþetta þannig að það vœri fátt sem gleddi hanti og hann væri í sjálfu sér hinn mesti fýlu- púki. Ég er búin að komast að því að ég misskildi þennan vísdóm. Petta þýðir að það þurfi lítið til að gleðja þann vesœla og að hann sé glaðlyndur og nægju- samur að eðlisfari. Pegar ég uppgötvaði þetta skildi ég líka strax hvers vegna við Islendingar erum svona hamingjusamir, við erum einfaldega svo nœgjusöm hvað varðar andleg gœði. Hvað gerir það til þótt sumarið sé kalt? Við losn- um við allar vondu, Ijótu pöddurnar í staðinn. Og hvað gerir til þótt rigni stanslaust? Það er svo gottfyrir orkubúskapinn. Ég er alveg dœmigerður Islendingur og er hœstá- nœgð með rigninguna. Ég brá nefnilega á það ráð að kaupa mér nýja regnkápu á dögunum og síðan hlakka ég óstjórnlega til hvers rigningar- dags. Guð láti rigna sem allra mest! En verslunarmannahelgin er að koma og maður má víst ekki hugsa svona. Það er tilfólk sem vill frekar hafa þurrt, sérstaklega um þessa helgi. Ég er svo mikill Islendingur að ég get vel unnt því þess. Nú, en efþað klikkar þá verða menn bara að lesa Vikuna sína inni, annað hvort í tjaldinu eða heima hjá sér. Hún hentar jafn vel á báðum stöðum. Og það er ekki hœgt annað en að finna eitthvað sem maður hefur gaman afað lesa í blaðinu. Par má m.a. finna viðtal við Nínu Björk Árnadóttur rithöfund þar sem hún gerir upp viðburðaríkt líf sitt undanfarin ár og Sigríði K. Guðmundsdóttur sem greindist með krabbamein fyrir 47 árum og berst hetjulegri baráttu með eiginmann sinn sér við hlið. Við bjóðum líka upp á tvœr lífsreynslu- sögur og umfjöllun um mörg forvitnileg mál s.s. streitu og hvernig bregðast megi við henni, áfengissýki meðal kvenna og pilluna. Hér má einnig læra hvernig er hœgt að losa sig við 5 kíló í hvelli, fara með barnið til tannlœknis í fyrsta skipti ogfleira ogfleira. Ég sé ekki að það sé yfir nokkru að kvarta! Góða helgi og njóttu Vikunnar! Jóhanna Harðardóttir Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Simi: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal- ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Simi: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Simi: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. i; Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristin Guðmunds- } dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is f Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein- ji grimsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef ;! greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef ! greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið i ! Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi j efni og myndir Steingerður Hrund Margrét V. Kristín Anna B. Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Guðmunds- Þorsteins- dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- stjóri stjóri Guðmundur Ragnar Steingrímsson Grafískur hönnuður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.