Vikan


Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 30.07.1999, Blaðsíða 12
k v e n n a A I k ó h ó I i s ) i George McGovern og dóttir hans Terry en hún dó af völdum drykkjunnar. barn bæði af hálfu foreldra þeirra og hinna systkinanna. Susan þótti erfitt að hlusta á þetta látlausa kvein enda fannst henni sjálfri hún eiga ágæta fjölskyldu og geta ver- ið á allan hátt sátt við hana. Susan taldi sig hafa fullorðn- ast og tekið ábyrgð á eigin lífi um leið og hún flutti að heiman og hún áleit að reiði yfir því sem betur mátti fara í barnæskunni tilheyrði um- róti unglingsáranna. Hún sagði föður sínum að hún teldi að systir hennar hefði aldrei að öllu leyti full- orðnast. Terry væri enn ung- lingur að mörgu leyti. Drykkja og lyfjanotkun ung- lingsáranna hefði stöðvað þroska hennar á þann hátt að hún væri stöðugt háð áliti, stuðningi og viður- kenningu annarra. Víða í bókinni eru út- drættir úr dagbókum og öðr- um skrifum Terryar. Sektar- kenndin yfir að geta ekki hætt að drekka og þeim sársauka sem hún veit að hún veldur sínum nánustu er yfirþyrmandi í flestum orð- um hennar. A stundum er hún bjartsýn um að hún nái bata og geti tekið við og búið litlu stelpunum sínum heimili. Þessir kaflar eru ákaflega átakanlegir ekki hvað síst í ljósi þess hvaða örlög biðu hennar. Betri er slæm móðir en engin Margar konur sem mis- nota áfengi þjást af sterkri sektarkennd vegna fjöl- skyldunnar og barnanna. Þær eru meðvitaðar um að þær séu að bregðast hlut- verki sínu sem konur og mæður. I þjóðfélaginu eru almennt ríkjandi þau við- horf að konan eigi að skapa heimilishamingjuna, öryggið og hlýjuna. Þeim finnst þær því misheppnaðar mann- eskjur vegna þess að þær valda ekki þessu hlutverki sínu. Ungur maður sem ólst að hluta til upp hjá móður sem var drykkjukona lítur um öxl til æsku sinnar og segir: „Mamma var alltaf m i blíð og góð við okkur krakkana hversu drukkin sem hún varð. Við vissum það öll að henni þótti vænt um okkur þrátt fyrir drykkjuköstin. Eftir að við urðum fullorðin höfum við lært að skilja sjúkdóm henn- ar og eigum því auðveldara með að fyrirgefa henni veik- lyndið. Eg var tekinn af mömmu níu ára og ólst að hluta til upp á fósturheimil- um. Það get ég ekki fyrirgef- ið. Seinna fékk ég inni hjá afa og ömmu og gat þá um- gengist mömmu þegar hún var þurr.“ Halldóra Jónasdóttir, ráð- gjafi á Göngudeild SÁÁ, segir það staðreynd að við- horfið til drykkjukvenna sé mun neikvæðara en til karla. „Þótt karlmaður sjáist drukkinn er aldrei spurt hvar börnin hans séu, sjáist til konu í sama ásigkomulagi er það yfirleitt fyrsta spurn- ingin. Konur drekka að sumu leyti öðruvísi en karl- menn. Þær eru meira með þetta inni á heimilunum en þó finnst mér það hafa breyst undanfarin ár. Það er svo mikil skömm tengd drykkju kvenna í því um- hverfi sem við lifum og hrærumst í. Ábyrgðin á börnunum er þeirra og þær eru mjög meðvitaðar um að þær eru að bregðast, séu ekki nógu góðar. Konur svara meðferð ekk- ert síður en karlmenn og ná sér yfirleitt mjög vel. Hjá SÁÁ er veitt sérstök kvennameðferð. Þær fara inn í kvennahópa á Vogi og í framhaldsmeðferð á Vík þar sem eru bara konur. Síðan koma þær tvisvar í viku fyrstu tvo mánuðina í hóp- meðferð á Göngudeild SÁÁ og einu sinni í viku eftir það í heilt ár.“ Sjálfri sér verst Terry McGovern átti, líkt og aðrir alkóhólistar til margra ára, fáar eigur. Það litla sem hún átti voru minn- ingabrot úr eigin bernsku og minjagripir frá því að dætur hennar voru litlar. í hvert sinn sem hún féll og missti íverustað sinn vegna drykkju gekk hún vandlega frá þessum eigum og kom þeim í geymslu. Líkaminn var smátt og smátt að gefa sig en faðir hennar segisl ekki sjá eftir að hafa greitt fyrir ótal áfengismeðferðir dóttir sinnar. Hann geri sér fulla grein fyrir að sá tími sem hún var edrú hafi lengt líf hennar því á meðan ! fengu illa farin líffærin tíma til að jafna sig örlítið. Hann og kona hans létu aldrei hvarfla að sér að setja nein skilyrði fyrir því að greiða enn eina meðferð fyrir dótt- ur sína. Hún var alvarlega þung- lynd og þrátt fyrir að hún þráði ekkert heitar en að læknast og lifa án áfengis átti hún ákaflega erfitt með að horfast í augu við lífið allsgáð. Þunglyndið yfir fyrri mistökum og efiðleikum í samskiptum við sína nán- ustu náði fljótt tökum á henni. í dagbók sinni lýsir Terry því hversu illa hún hafi farið með líf sitt og spyr hver geti elskað konu sem hafi klúðrað öllu. Lokaorðin eru hennar: „Drykkjan kann að vera orsök vandans en hún getur ekki verið eins slærn og kvalir þess að vera allsgáð. Hugsanlega mun drykkjan drepa mig, og ég vil ekki deyja, en ef ég drekk ekki er lífið óbærilegt. Leyfið mér að fá enn einn drykk svo ég sleppi úr víti þótt ekki sé nema einn dag. 12 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.