Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 8

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 8
og margt hefur verið skrifað um landið en lítið um Namibíu. Ég talaði við alla helstu ráðamenn, því verkefnið fjallaði um umburðarlyndi ráðamanna gagnvart minni- hlutahópum og lýðræðisþró- forseta, ráðherrum og æðstu stjórnendum um leið og ég óskaði þess. Ég fékk líka að dreifa spurningalistum á þinginu. Þetta var rosalega skemmtilegur og lærdóms- ríkur tími. Mér var mjög vel tekið af ráðamönnum, því þeir vilja að unr- heimurinn viti hvað þeir eru að gera. Afríka kemur yfirleitt ekki í fréttum nema þegar þar gerist eitthvað neikvætt. Afríka er meiri háttar, ég held að ég losni aldrei við bakteríuna, ég gæti svo vel hugsað mér að setjast þar að. Fólkið er svo gott og glaðlegt. Eftir fjögurra mánaða dvöl lauk ég ritgerð- inni og fór aftur til Svíþjóðar. Ég útskrifaðist svo vorið 1998.“ Sama haust varstu byrjuð að vinna hjá Evr- ópusambandinu. Hvernig stóð á því? „Evrópusam- bandið er með svokölluð Það er mikill plús að tala frönsku og enska er algjört skilyrði. Þeim mun fleiri tungumál, því betra. Það skiptir líka máli hvaða reynslu og menntun maður hefur þegar sótt er um. Ég vissi alltaf af þessu prógrammi en var þess full- viss að þetta væri bara fyrir ríkisborgara Evrópusam- bandslanda. Sænsk vinkona mín, sem var lærlingur, benti mér á að þarna væri fólk alls staðar að úr Evrópu. Ég sótti því um og komst inn. Langflestir eru frá Evr- ópusambandslöndunum. Prógrammið er hugsað fyrir ungt fólk sem hefur lokið námi og stendur yfir í fimm mánuði. Þetta á að vera hag- nýtt starfsnám. Mánaðar- launin eru í kringum 60 þús- und íslenskar og ég held að þau séu bara miðuð við námslán. Það er ekki hægt að fá starf hjá Evrópusam- bandinu að starfsnámi loknu. Maður skrifar undir að maður þiggi ekki starf hjá þeim næsta árið. Maður er í vinnu í einni tiltekinni deild og vinnur að ákveðnu verkefni. Svo er leiðbeinandi sem er yfirleitt yfirmaðurinn. Okkur var boðið í námsferðir í aðrar Evrópustofnanir, t.d. Evr- ópudómstólinn í Lúxem- borg, Evrópuþingið í Stras- bourg, ráðherraráðið og Nató. Þetta er mjög sniðugt prógramm að mínu mati. Sé ég tekin sem dæmi þá er ég búin að vera í stjórnmála- fræði og lesa um þessar stofnanir fram og til baka, þá kynnist maður þeim á allt annan hátt. Ecosoc, stofnunin sem ég vann hjá, var að reyna að fá Evrópusambandið til að beita sér gegn ofbeldi á Ólöf fyrir framan „Manneken Pis“ stytt- una frægu seni allir ferðamenn skoða þegar þeir heimsækja Brussel. Á hátíðsdögum er styttan færð í viðeigandi klæðnað. un í landinu. Mér gekk alveg ótrúlega vel að ná sambandi við þá. Ég fékk fundi með „trainee- prógrömm“ eða lærlinga- prógrömm. Þeir taka nokkur hundruð lærlinga á hverju misseri. Lærlingarnir þurfa að vera búnir að ljúka há- skólaprófi og flestir þeirra koma úr stjórnmálafræði, hagfræði eða lögfræði. börnum og barnaklámi eða „sextourism“. Ég starfaði við þetta verkefni allan námstímann. Ég kynntist líka mörgum öðrum Evrópusambands- stofnunum í gegnum vinn- una.“ Draumastarf og dokt- orsnám Nú eru sjálfsagt margir sem vildu fá tækifæri til að prófa slíkt hið sama. Hvar sóttir þú um að komast í prógrammið? „Ég fékk umsóknareyðu- blaðið mitt á atvinnumiðlun í Svíþjóð og sendi beint til Brussel. Ég veit ekki hvort það er einhver á íslandi með eyðublöð. Ég held að það sé best að fá upplýsingar hjá: Trainee's office, European Commision, Rue de la Loi 200, B-1049 Bruxelles. Símanúmerið er: 32-2-299 11 11. Prógrömmin eru í gangi tvisvar sinnum á ári. Annars vegar frá 1. október -1. mars og hins vegar frá 1. mars - 31. júlí Nú hlýtur þú að vera í góðum málum í Brussel með alla þína tungumálakunn- áttu? „Ég var viss um að ég fengi ekki starfið vegna þess að ég talaði ekki frönsku þá. Mér finnst samstarfsmenn mínir margir hverjir tala mjög mörg tungumál í sam- anburði við mig. Það er mik- ið af þýðendum og túlkum þarna sem tala kannski sjö tungumál. Maður æfist vel í því að skipta reglulega um tungumál. Kannski er ég að tala við einn á þýsku og sný mér við og svara á ensku. Þegar lærlingsprógramm- inu hjá Evrópusambandinu lauk sótti ég um annað slíkt hjá EFTA. Það eru miklu 8 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.