Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 22
Saga framhjáhaldarans
Lára hefði aldrei trúað því að hún gæti verið
kærastanum sínum ótrú. En svo varð náinn vinur
hennar of náinn.
w
g haföi veriö með nokkrum
mönnum þegar ég loks hitti
kærastann minn. Þaö var ást
viö fyrstu sýn. Ég einfaldlega dáöi
þennan mann. Það er því kald-
hæðnislegt hversu auövelt mér
reyndist aö halda framhjá honum.
Kvöldiö sem viö hittumst sagöist
hann vera búinn að ráða sig í vinnu
erlendis. Hann færi eftir fjóra mán-
uöi og yrði eitt ár í burtu. Ég hugs-
aði meö mér aö það geröi ekkert til.
Ég hugsaði eingöngu um þaö
hversu heppin ég væri aö hafa hitt
sálufélaga minn. Hann seinkaði
brottförinni og næstu sjö mánuði
vorum viö óaöskiljanleg.
Ég saknaði hans sárt þegar hann
fór. Kvöld eitt, þegar ég var langt
niöri, hringdi gamall vinur minn.
Hann hringdi oft eftir þaö og eitt
kvöldiö bauð hann mér út aö borða.
Mér leiö vel í návist hans. Ég talaði
út í eitt um kærastann minn og
hann hlustaði þolinmóður.
Sex vikum seinna fór ég og
heimsótti kærastann minn og kom
til baka enn ástfangnari en áöur.
Nokkru seinna fór ég aftur út
með gamla vini mínum og allt í einu
tók hann utan um mig og kyssti
mig. Ég varö alveg miður mín og
sagöi honum aö mig hefði ekki
grunað aö hann væri hrifinn af mér.
Hann sagöi þennan koss lengi hafa
legiö í loftinu. Satt aö segja haföi
hann rétt fyrir sér þótt ég vildi ekki
viðurkenna þaö. Þar til hann kyssti
mig aftur.
Ég fór heim meö honum og lá viö
hliðina á honum alla nóttina án
þess aö nokkuð gerðist. Ég gat ein-
faldlega ekki fengiö mig til þess að
sofa hjá honum.
Ég fann ekki til sektarkenndar en
gat engan veginn áttað mig á til-
finningum mínum. Ég elskaöi
kærastann minn. Hvernig gat ég þá
líka elskaö vin minn? Næstu tvo
mánuðina skiptumst viö á mörgum
kossum. Okkur leiö vel saman og
kvöld eitt spuröi hann mig hvort ég
gæti ekki hugsað mér aö slíta sam-
bandinu við kærastann minn. Ég
svaraði: „Þú veist svar mitt viö
þeirri spurningu."
Samband okkar fjaraöi út. Þá
kom annar gamall vinur fram á
sjónarsviðið. Ég sagöi honum frá
kærastanum mínum, en samband
okkar varð nánara og í þetta sinn
var kynlíf meö í spilinu.
Þegar ég lít til baka átta ég mig á
því aö ég hélt framhjá kærastanum
mínum vegna þess aö ég var hon-
um reið fyrir að hafa ekki hætt viö
aö fara að vinna svona langt í burtu
frá mér. Ég átta mig líka á því aö ég
byrjaði aö efast um aö hann væri
rétti maðurinn fyrir mig um leið og
hann var farinn af landi brott. Ég
var honum ótrú til þess aö reyna aö
átta mig á því hvort hann væri sá
eini rétti.
Tíminn leiö og kærastinn minn
kom aldrei til baka úr þessari vinnu.
í dag veit ég að hann var alls ekki
sá eini rétti. Ég veit það líka að
þegar þú hittir hinn eina rétta lætur
þú þér nægja að horfa á forboðna
ávexti. Þig langar ekkert til þess aö
smakka á þeim.
5 leiðir til þess að bæta sambandið
(ef það er það sem þú vilt)
Annað ykkar hélt framhjá. Annað ykkar hefur
verið svikið og grætur sárt. Góðu fréttirnar eru
þær að það er hægt að byggja upp sambandið.
Það getur jafnvel orðið betra og innilegra en
áður.
t. Að segja f rá eða ekki
Byrjaðu á því aö gera það upp viö þig hvort þér finnst nauðsynlegt aö
játa framhjáhaldið fyrir maka þínum. Ef þetta var aðeins smá slys af því
þú varst búinn aö drekka of mikið er líklegra best að þú burðist með
sektarkenndina og haldir því leyndu fyrir makanum. Hugsaöu dæmiö til
enda og strengdu þess heit aö gera þetta aldrei aftur. Ef þú hins vegar
átt í raunverulegu ástarsambandi er óhjákvæmilegt að segja makanum
frá sambandinu og ástæöum þess.
2. Svigrúm
Ef annað ykkar viöurkennir framhjáhald (eða þaö kemst upp um þaö)
má bregðast við á ýmsan hátt. Ef maðurinn þinn hefur haldiö framhjá þér
skaltu hugsa alvarlega um hjónaband ykkar og spyrja sjálfa þig hvort
það sé þess viröi aö halda því áfram. Sýndu maka þínum fram á aö svo
geti farið aö þú yfirgefir hann fyrir fullt og allt.
Ef þú kýst þann kostinn skaltu vera viss í þinni sök. Annars skynjar
hann að ákvörðunin er ekki á rökum reist og þaö auöveldar honum aö
halda framhjá þér aftur. Komdu honum í skilning um aö þú líðir ekki
framhjáhald.
3. Hvers vegna?
Þaö er auðvelt aö segjast fyrirgefa. En trúnaðarbrestur skilur eftir sár
og það getur tekiö langan tíma aö treysta makanum á nýjan leik.
Ekki fyrirgefa honum fyrr en þú hefur fengið að vita hvers vegna hann
hélt framhjá þér. Á sama hátt skalt þú ekki biöja hana fyrirgefningar
nema þú sért reiðubúinn aö segja henni hreinskilnislega hvers vegna þú
hélst framhjá henni. Aðalatriðið er aö þiö gerið ykkur bæöi grein fyrir því
hvers vegna þetta gerðist. Hvað hefur breyst í sambandi ykkar? Hverju
varst þú aö sækjast eftir? Var sambandið eingöngu kynferðistlegt? Var
það tilfinningalegt? Eða eitthvað allt annað?
4. Fyrirgefa eða fara
Framhjáhald getur strykt sambandið. Þú ein getur metiö hvort hjóna-
bandið sé þess viröi aö bjarga því. Sá sem svikinn er getur gert eitt af
þrennu: Fariö, hunsaö framhjáhaldið eða reynt að gera gott úr hlutunum.
Sum hjónabönd veröa nánari eftir framhjáhaldið. En hlustaðu á viðvörun-
arbjöllurnar ef vinkona þín segir þér að nú sé allt orðiö gott, allt sé eins
og áður var. Því þaö gefur auga leið aö það er nauðsynlegt að sambandið
breytist.
5. Að læra af mistökunum
Að halda framhjá er mistök og það er rangt að dæma fólk eftir mistök-
unum sem það gerir. En þau eru til þess að læra af þeim. Mikilvægasta
lexían er sú að fólk þarf að kynnast hvort öðru betur og gera þetta aldrei
aftur. Því betur sem þið þekkið hvort annað, alla ykkar kosti og galla, því
betra og nánara verður hjónabandið.