Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 47
Eftir Gloriu Murphy. Þórunn Stefánsdóttir þýddi.
getað gert þetta, en enn sem
komið var vissi enginn nema
hún að Viktoría var í raun-
inni Rósalía.
Agnes hugsaði til þess þegar
Alex var myrtur. Þá hafði
lögreglan handtekið hana og
lokað hana inni í fangaklefa.
Hún hafði sagt Henry Kag-
an, lögmanni sínum, að
þetta hefði verið slys og
haldið fast við þann fram-
burð sinn. Hún hafði verið í
vondum málum þar til
Rósalía bar vitni. Kviðdóm-
endurnir komust við þegar
þeir heyrðu framburð litlu
stúlkunnar. Agnes hafði
grátbeðið Kagan að blanda
barninu ekki í málið, en
hann hafði ekki hlustað á
hana.
Segðu okkur hvað þú heitir,
sagði Kagan.
Rósalía Salino.
Veist þú hvað það er að
segja sannleikann, Rósalía?
Það er að segja eitthvað ná-
kvæmlega eins og það er.
Lofar þú að segja okkur
sannleikann í dag?
Tíu fingur upp til guðs, svar-
aði hún alvarleg.
Manstu eftir kvöldinu sem
pabbi þinn dó?
Stór tár runnu niður kinnar
hennar. Kviðdómendurnir
óku sér í sætunum og dóm-
arinn rétti henni vasaklút.
Getur þú sagt okkur hvað
gerðist þetta kvöld, Rósalía?
Rósalía horfði á Agnesi og
kinkaði kolli. Ég fór niður í
kjallara til þess að bjóða
pabba góða nótt og þá
heyrði ég að þau voru að
tala saman.
Hverjir voru að tala saman?
Auðvitað pabbi og Agnes
frænka, asninn þinn!
Hlátur hljómaði um réttar-
salinn.
Um hvað voru þau að tala,
Rósalía?
Um byssuna.
Hvaða byssu?
Auðvitað byssuna hans
pabba! Byssuna sem Agnes
frænka skaut pabba með.
Kliður barst um áhorfenda-
pallana.
Segðu okkur frá því sem
gerðist, Rósalía.
Þau sátu saman í sófanum
og pabbi var að sýna Agnesi
frænku byssuna. Rósalía
sneri sér að kviðdómendun-
um. Pabbi er lögreglumaður,
útskýrði hún fyrir þeim. Svo
rétti pabbi Agnesi frænku
byssuna og sagði henni að
skjóta.
Sagði henni að skjóta?
Hún kinkaði kolli. Já, en
hún þorði það ekki. Þá sagði
pabbi að það væru engar
kúlur í byssunni og henni
væri alveg óhætt að miða á
hann og skjóta vegna þess
að það væri ekkert hættu-
legt. Hún gerði það og þá
kom í ljós að það höfðu víst
verið kúlur í byssunni! Hún
leit á hann stórum augum.
Má Agnes frænka fara heim
núna?
Agnes frænka fékk að fara
heim - til Rósalíu. En ekkert
var eins og áður. Barnið fór
að kalla hana „frú Mills“ og
kom fram við hana eins og
hún væri ókunnug mann-
eskja. Frú Salino hélt loforð
sitt; Agnes fékk að búa
áfram í húsinu. En barnið
fyrirgaf henni aldrei og
aldrei aftur var minnst einu
orði á föðurinn eða söguna
sem Rósalía sagði í réttar-
salnum.
Agnes hrökk upp úr hugs-
unum sínum og andvarpaði
sáran. Hún hafði viljað
vernda Rósalíu en á ein-
hvern undarlegan hátt var
það Rósalía sem hafði hald-
ið verndarhendi yfir henni.