Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 55

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 55
mín, sem ég hafði ekki séð nema á myndum í ellefu ár, var að koma frá Ameríku! Ég varð nánast óþolandi í umgengni heima við, allir voru fyrir mér og ég hafði allt á hornum mér. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara. Mig langaði svo til að kynnast mömmu minni, verða vinkona hennar og fjöl- skyldu hennar. Og svo kom mamma. Hún gisti hjá ömmu og ég sá hana ekki fyrr en daginn eftir að hún kom, þá var ég boðin formlega í síðdegiskaffi til ömmu. Ég skalf á beinunum og vissi ekki hvernig ég átti að vera. Ég man enn líðan mína þegar ég kom inn í eldhúsið hjá ömmu minni. Það stóð mamma mín, há, grannholda kona með dökka húð, kolsvart hár og rauðlitaðar varir og neglur. Hún var glæsileg en ég varð feimin við hana, hún var svo ólfk ömmu og Ellumömmu, svona mikið máluð og klædd glanna- lega í bláan kjól með svörtum bryddingum. Hún rétti mér höndina eins og hverri annarri ókunnugri manneskju og ég varð fegin. Ég hefði ekki getað faðmað hana, hún kom mér svo á óvart. Mér leið eins og í yfirheyrslu allan tímann sem ég var þarna. Mamma spurði mig um skól- ann, vini mína og um hvað ég ætlaðist fyrir í framtíðinni. Sennilega hefur hún þrátt fyrir allt komið inn hjá mér hug- myndum um að fara í nám þennan dag og hún má hafa þökk fyrir það. Slíkt hafði ég aldrei hugsað um sjálf en mömmu virtist sjálfsagt að ég færi í nám. Þegar ég kom heim aftur, var ég ringluð og örþreytt. Ég var hvorki sár né vonsvikin, ég var bara eiginlega dofin, mér fannst ég ekki þekkja þessa konu og hafði enga von um að kynnast henni. Hún leit á mig sem barn, ég veit ekki einu sinni hvort hún leit á mig sem sitt barn. En mamma mín kom fær- andi hendi og ég var langfínust af fermingarsystrunum. Hún kom líka með skreytingar á tertur og ýmislegt sem ég hafði aldrei áður séð. Fermingar- veislan mín var mjög vegleg og allir ættingjarnir komu til að sjá mömmu ekki síður en mig. Ég var svolítið stolt af henni, hún var glæsileg og ég var glöð að heyra fólk segja að ég líktist henni alltaf meira og meira. Hún var líka stolt af mér og á milli okkar ríkti einhvers konar gagnkvæm en ópersónuleg virðing. Og mamma fór og ég vissi að við myndum aldrei ná til hvor annarrar. Eftir að hún var farin helltist aftur yfir mig sorg og söknuður. Mér fannst ég enga mömmu eiga og ég vissi að ég myndi aldrei eignast hana. Ég var mjög beygð, bréfaskriftirnar hættu næstum alveg og mér leið mjög illa í mörg ár. Þegar ég var 17 ára fluttist ég að heiman, ég fór í hjúkrunarnám og fór að búa með kærastanum mínum sem var húsasmiður og nokkrum árum eldri en ég. Ég lauk mínu námi, gifti mig og vann á sjúkrahúsi i nokkur ár án þess að ég ætti nokkur samskipti við mömmu mína. Það var ekki fyrr en eftir þetta að ég fór loksins að heimsækja hana og kannski hef ég búist við að við gætum náð saman eftir að ég var orðin ung kona. Það gerð- ist ekki en ég náði ágætu sam- bandi við hálfbróður minn sem tók mig upp á sína arma og sýndi mér margt skemmtilegt í Ameríku. Þessi bróðir minn var kraftmikill, amerískur unglingur. Hann var opinskár og skemmti- I legur og alltaf tilbúinn að sýna Lesandi segir frá einkasystur sinni allt sem hann þekkti. Við fengum lánaðan bílinn hennar mömmu og við ferðuðumst og skemmtum okkur saman. Hann fór með mig í keiluhöllina sem hann hélt mikið til í, við fórum í bíla- bíó, á matsölu- staði og á íþrótta- leiki. Hann þreytt- ist aldrei á að kynna mig fyrir amerískum vinum sínum því honum fannst greinilega mikið til þess koma að eiga ís- lenska systur! Við fórum saman í tveggja daga skemmtisiglingu með foreldrum vin- ar hans og á þess- um hálfa mánuði sem ég dvaldist hjá fjölskyldunni eignuðumst við góðan vin í hvort öðru þrátt fyrir ald- ursmuninn sem virkaði meiri þá en núna. Hálfbróðir minn er nú giftur eins og ég og á tvö börn og hann er búinn að koma í heimsókn til mín einu sinni, en það er meira en hægt er að segja um mömmu okkar. Ég er mömmu ekki reið, ég er löngu vaxin upp úr því. Stundum vorkenni ég henni meira að segja að þekkja hvorki mig né barnabörnin sín hér á íslandi almennilega. Kannki er hún þjökuð af sam- viskubiti, hver veit. Ég á heimboð hjá henni og hún hjá mér og við eigum ör- ugglega eftir að hittast aftur. Ég býst samt ekki við að við föll- umst nokkurn tíma í faðma eða verðum nánir vinir, ég er löngu búin að gefa það upp á bátinn og mér er alveg sama nú orðið. Mér finnst í rauninni hún hafa valið þegar ég var smábarn, hún fórnaði mér fyrir framtíðina í Ameríku. lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. HeimilisfangiO er: Yikan - „Lílsreynslu.saga", Seljavegnr 2. 101 Reykjavík. Netfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.