Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 25
Þegar vinur er í sjálfsmorðshugleiðingum
Það er ekki til sérstök
sjálfsvígsmanngerð
Flest ungt fólk sem sviptir sig
lífi er félagslega einangrað og ein-
mana. Sumir eru börn fráskildra
foreldra eða hafa búið við áfengis-
misnotkun á æskuárum sínum.
Öðrum gengur erfiðlega í námi og
hafa vanmáttarkennd. Sumt ungt
fólk í menntaskóla- eða háskóla-
námi er haldið fullkomnunar-
áráttu, er sjálfsgagnrýnið og mjög
vel gefið.
Þunglyndissjúklingurinn eygir
enga von og einblínir á
skuggahliðar lífsins. Vikan 25
Taktu alvarlega öllum
hótunum um sjálfsvíg
Margir aðhafast ekkert þegar
vinur talar um að hann ætli að
svipta sig lífi og er sú afstaða
byggð á því að viðkomandi hefur
ekki trú á að vininum sé alvara.
„Hann gerir það ekki núna,“ er
algeng hugsun. Raunveruleikinn
er hins vegar sá að flest sjálfsvíg
eiga sér stað þegar einstaklingur
stendur frammi fyrir miklum erf-
iðleikum. Löngun til þess að
fremja sjálfsmorð dofn-
ar ef hann kemst
nokkurn veginn út úr
erfiðleikum sínum.
Það er einnig algeng-
ur misskilningur að ef
vinur er að tala um að
binda endi á líf sitt þá sé honum
ekki alvara. Það er hins vegar
rangt. Fáir fremja sjálfsmorð án
þess að gefa til kynna hvað þeir
hafi í huga. Fæstir sem eru í sjálfs-
vígshugleiðingum óska eftir dauð-
anum sem slíkum heldur sækjast
þeir eftir létti frá hræðilegum sál-
arkvölum. Að ræða þessar hugs-
anir og ótta á opinskáan máta er
fyrsta skrefið í því að hjálpa við-
komandi og er mjög þýðingarmik-
ið.
Lærðu að þekkja
hættumerkin
Þunglyndur einstaklingur getur
verið að íhuga sjálfsvfg ef hann
eða hún hefur:
Aður reynt sjálfsmorð.
um er gjarnan talað um „þung-
lyndi" með bros á vör.
Þegar þunglyndiseinkenni
verða svæsnari bætast við önnur
einkenni. Sjálfsásakanir geta
breyst í ranghugmyndir. Hugsana-
gangur og athafnaleysi viðkom-
andi verður enn meira áberandi.
Sjálfsmorðshugleiðingar og
dauðaóskir verða áleitnari.
Samtök gegn
sjalfsvigum
Samtök gegn sjálfsvígum
hafa verið starfrækt sfðan í
september 1998 og á þeim tíma
hafa þau haft afskipti af tugum
fólks í sjálfsvígshugleiðingum
og aðstandendum þeirra.
Starfssemi samtakanna fer sí-
fellt vaxandi og fjöldinn allur af
bréfum og símtölum berast
þeim. Margir eru hjálparþurfi
en það sést greinilega í bréfum
og símtölum sem öll eru ör-
væntingarfullt kall á hjálp. Um
þessar mundir er að fara í gang
símaþjónusta sem hægt verður
að notast við allan sólarhring-
inn en það krefst mikils undir-
búnings.
Samtökin hafa fram að þessu
verið starfrækt á Selfossi og f
heimahúsi Steindórs Halldórs-
sonar sem er formaður samtak-
anna og nú er svo komið að þau
geta ekki lengur búið við þenn-
an þrönga kost. Samtök gegn
sjálfsvígum standa því frammi
fyrir húsnæðisvanda og allur
kraftur aðstandenda þeirra fer
nú í að leysa þann vanda og fá
sálfræðing til starfa hjá félaginu.
Samtök gegn sjálfsvígum
ákváðu að nota tæknina í þágu
góðs málefnis og líknarmála
sem snerta okkur öll. Á fáein-
um mínútum er hægt að fara
inn á heimasíðuna:
http://www.islandia.is/~steind-
or/pontun.htm og fylla út
styrktarform, hvort sem er fyrir
fyrirtæki eða einstaklinga. Allir
sem styrkja fyrir
1900,- krónur eða
meira fá senda
bókina Gullmol-
ar en hún hefur
að geyma rúm-
lega fjögur hund-
ruð málshætti,
spakmæli og setn-