Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 16
Kim Basinger Fegurðin hefur hlekkjað hana við léleg hlutverk Frækileg frammistaða Kim Basinger í kvikmyndinni L.A. Confidential varð til þess að hún öðlaðist langþráða viðurkenningu gagnrýnenda. Ferill hennar sem leikkonu hafði til þessa einkennst af fremur ómerkilegum hlutverkum. <0 ■o IA X 3 n ■3 e 3 x V 4. c n E n (/> Fyrir nokkrum árum var Kim Basinger val- in sú leikkona sem átti flestar misheppnaðar kvikmyndir að baki. Þótt það sé örugglega mjög vafa- samur heiður hefur sá titill greinilega ekki verið henni fjötur um fót og hún hefur ekki látið deigan síga. Kim virðist hafa verið frekar óheppin í gegnum tíðina og látið mörg spenn- andi tækifæri renna sér úr greipum. Hún hafnaði með- al annars aðalhlutverkinu í metsölumyndunum Sleepless in Seattle, Thelma & Louise og Basic Instinct sem skaut einmitt Sharon Stone upp á stjörnuhimininn á eftirminnilegan hátt. Ef- laust hefur Kim nagað sig illilega í handarbökin yfir því að hafa hafnað þessum hlutverkum. Hún samþykkti hins vegar að taka að sér afar óspennandi aðalhlut- verk í kvikmyndinni Boxing Helena en dró síðar munn- legt samþykki sitt til baka. Framleiðendur myndarinnar gerðu málsókn á hendur Kim fyrir vikið en hún neit- aði að fallast á sátt og var í kölfarið tilneydd til að lýsa sig gjaldþrota. En Kim Basinger var orðin vön hörkunni í kvikmyndabrans- anum og lét erfið málaferli og slæmt umtal ekki slá sig út af laginu. Þrýstnar varir Kim Basinger, há kinnbein og tignarlegur líkami þóttu ekkínæfa konu í alvarlegu og krefjandi hlutverki. Kynkokki og spengi- legur vöxtur tii trafala Þótt ótrúlegt megi virðast eiga fallegar konur eins og Kim Basinger oft erfitt upp- dráttar í heimi kvikmynd- anna. Glæsilegar stúlkur eru oftar en ekki hafðar upp á punt á hvíta tjaldinu og gert er út á kynþokka þeirra. Ef þær hafa unnið við sýningar- eða fyrirsætustörf er hætt við að sá ferill reynist þeim dragbítur þegar kemur að kvikmyndum og þeim stillt upp sem hálfklæddum, flissandi ljóskum eða sem hið sígilda, dökkhærða tál- kvendi „femme fatale". Þrýstnar varir Kim Basin- ger, há kinnbein hennar og tignarlegur líkami þóttu ekki hæfa konu í alvarlegu og krefjandi hlutverki. Því fóru tíu þyrnum stráð ár af ævi hennar í að vinna við fyrirsætustörf og tískusýn- ingar á meðan hún barðist við að skapa sér nafn í kvik- myndum. Hún hreppti hlut- verk Bond-stúlku í síðustu James Bond kvikmynd Sean Connery sem þykir eftir- sóknarvert, sérstaklega í röðum fyrirsæta sem hafa annars lítinn möguleika á að fá hlutverk í kvikmyndum. Eftir að hafa verið Bond- stúlka og upplifað frægðar- ljóma um stundarsakir, hafa langflestar Bond-stelpurnar látið þar staðar numið á frægðarferlinum og ekki haft kost á frekari frama í leiklistinni. Kim Basinger virtust bíða sömu örlög enda var lögð höfuðá- hersla á kynþokka hennar og spengilegan vöxt í lang- flestum hlutverka hennar. Eflaust muna margir eftir henni sem Horny Hornée í Wayne's World 2 ... Draumahlutverkið Það var ekki fyrr en hún fékk draumahlutverkið í L.A. Confidential sem Kim Basinger náði að sanna leik- hæfileika sína. Sú kvikmynd varð hennar „come back“ enda var þetta í raun fyrsta hlutverk hennar sem hafði einhverja dýpt. Það er líkt og hún hafi þurft að ná fer- tugsaldrinum og ákveðinni lífsreynslu samfara honum til þess að fá tækifæri til að spreyta sig í alvöruþrungnu hlutverki. L.A. Confidential fjallar um uppgangstíma skipu- lagðar glæpastarfssemi (mafíunnar) í Los Angeles á sjötta áratugnum. Kim leik- ur vændiskonu sem líkist mjög Veronicu Lake og í myndinni selur hún við- skiptavinum sínum þann draum að þeir séu í rúminu með kvikmyndastjörnu. Hún smellpassar í hlutverk- ið og gerir því mjög góð skil. Hin raunverulega Veronica Lake hætti að leika í kvik- myndum eftir lélega frammistöðu og dagaði uppi sem afgreiðslustúlka á bar. Henni hafði áður verið hampað sem leikkonunni með flotta hárið og fallegu fótleggina og nú birtist hún endurfædd á hvíta tjaldinu fyrir tilstilli Kim Basinger sem hefur svipaðan feril að baki. Þær voru báðar B- mynda leikkonur sem liðu fyrir það að vera fallegar. Baldwin og Basinger Kim Basinger hóf að elt- ast við kvikmyndastjörnu- draum sinn aðeins 17 ára gömul og í dag er hún loks- ins búin að ná takmarki sínu; þegar hún er komin á fimmtugsaldur. Hún er gift leikaranum Alec Baldwin sem flestir telja hæfileikarík- astan og jafnframt besta eig- inmannsefni Baldwin- bræðranna fjögurra. Þau eiga unga dóttur sem var skírð Ireland þegar hún fæddist og móðir hennar tók sér þriggja ára hlé frá störf- um til að geta sinnt móður- hlutverkinu eftir bestu getu. Áður en leiðir Kim og Alecs lágu saman var hún gift manni sem var förðunar- fræðingur en það hjónaband gekk ekki vel og þau skildu. Baldwin og Basinger kynnt- ust við tökur á myndinni The Marrying Man og tók- ust ástir með þeim við fyrstu sýn. Kim Basinger virðist nú hafa náð að skapa sér nafn sem hæfileikarík leikkona. í kjölfar frammistöðu hennar í L.A. Confidentai hafa henni boðist ýmis spennandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.