Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 53

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 53
H u n n 9 r ^ s D a n Uppáhaldsborgin Reykjavík er borgin mín. Þar er ég fædd og uppfóstruð og hef reyndar alla tíð búið í borginni. Það er ótrúlegt hvað Reykjavík hefur þroskast vel og fríkkað með árunum. Það þarf reyndar ekki að fara mjög mörg ár aftur í tímann til að sjá breytingarnar. Reykvíkingar eru hreint og beint listræn snyrtimenni í dag miðað við það sem gerðist fyrir t.d. 30 árum. Garðarnir við húsin okkar eru sannkallað augnayndi. Blómapottar hanga utan á húsveggjunum, svalahandriðunum og ljósastaur- unum. Ég geri mér raunar grein fyrir því að það eru ekki bara Reykvíkingar sem hafa tekið sig svona á - landsmenn allir (eða svona flestir) virðast vera hinir mestu fagurkerar. Draumastaðirnir mínir í Reykjavík eru margir. Þess- ir fjölmörgu staðir eru þess eðlis að þeir toga í mig. Suma þeirra er gott að heimsækja einu sinni á ári, eða jafnvel miklu oftar (allt er þetta spurning um tíma, vilja og áhuga). Reyndar eru heimsóknir mín- ar á þessa staði talsvert árstíðabundnar. Grasagarðurinn í Laugardal er algjör draumagarður. Þar innan um gróðurinn gleymir maður stund og stað og tilveran verður einhvern veginn allt öðruvísi. í Grasagarðinn er gott að koma með hitabrúsann sinn og dæmigerðar sumarsamlokur (sem maður býr náttúrulega til sjálfur). Nú eða þá að fara á kaffihús- ið í garðinum - það svíkur engan. Svo er bara að njóta líðandi stundar. Árbæjarsafnið er Iíka perla í borginni. Líf og tilvera afa og ömmu verður ljóslifandi í Árbæjarsafninu. Þar er gott að skoða ýmiss konar heimili, kíkja á vinnustofur handverksmanna, kaupa kandís í kram- búðinni (hann er að sjálfsögðu afgreiddur í kramar- húsi úr bréfi) og fá sér svo ef til vill einn súkkulaði- bolla í Dillonshúsi. Það eiga allar kynslóðir erindi í Árbæjarsafnið og kannski er lang skemmtilegast að drífa ungviðið og eldra fólkið með sér í sömu ferð- inni. Ef svo ólíklega vill til að fólk sé eitt á ferð er líka meiri háttar að fara með lesningu og tylla sér undir húsvegg og lesa. Listasafn Einars Jónssonar, Hnit- björg, á Skólavörðuholtinu er hreint frábær staður. Húsið sjálft og garðurinn eru mjög spennandi en listaverkin sjálf, bæði innan- dyra og utan, hafa mesta aðdrátt- araflið. Verk Einars eru svo mögn- uð að enginn skoðar þau án þess að verða fyrir áhrifum. Það skemmtilegasta sem ég veit er að fara í Hnitbjörg með ungum krökkum. Þeir eru svo hrifnæmir og sjá alltaf fleiri og fleiri fleti á verkunum. Svo er tilvalið að rifja upp svona eina og eina þjóðsögu í tengslum við verkin (það er nú allt í lagi að vera þjóðlegur stundum, bíóhúsin eru hvort sem er alltaf á sínum stað). Öskjuhlíðin, Klambratúnið (sem heitir víst Mikla- Höfundur: tún), Heiðmörkin, Listasafn íslands og svo gullmol- Héöiíisxíútúr8 inn sjálfur, Viðey, eru allt staðir sem er bara lífs- nauðsynlegt að heimsækja - eða þannig (alla vega ef maður ætlar virkilega að njóta lífsins). I svona lúxus- ferðum er mjög gaman að hafa með sér bókina um flóru íslands og ég persónulega fer aldrei á þessa staði nema með myndavélina mína með mér. Ingólfur gamli Arnarson var ekki af baki dottinn þegar hann kom til íslands. Við Ingólfur eigum það sameiginlegt að Reykjavík er staðurinn okkar. Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.